Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Page 53
DV Helgarblaö
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2004 53
Margar persónur úr
Eyjabókum Einars
Kárasonar eiga sér
fyrirmyndir í
ættingjum mínum.
af fuglum og ævintýrum. Allt þetta
svæði gjörbreyttist með komu hers-
ins, frelsið sem við höfðum notið
hvarf eins og dögg fyrir sólu. Bret-
amir höfðu að vísu ekki girðingar
um sína kampa en Amerflcanarnir
girtu sig af. Vígi voru svo reist við
sjóinn.
Atvinnuleysið hvarf vissulega og
fólk hópaðist á mölina. Eftir stríðið
fylltust svo braggamir af aðkomu-
fólki og þeim sem ekki gátu byggt
meðan byggingarefni var allt
skammtað. Margar persónurnar úr
Eyjabókum Einars Kárasonar eiga
sér fyrirmyndir í ættingjum mínum
á Grímsstaðaholtinu."
Nauthólsbrennan
Karóhna spákona Eyjabókanna á
sér fyrirmynd (Jósefínu Eyjólfsdótt-
ur frá Nauthól. „Hún var föðursystir
mín,“ heldur Eyjólfur áfram. „Árið
1902 bjuggu afí minn og amma með
börnum sínum á Nauthól og þar átti
sér stað mikil harmsaga. Tíðarand-
inn var annar þá og þegar talið var
að þar væri komin upp taugaveiki
var bærinn brenndur. Gömul hjón
höfðu látist þar með stuttu miilibili
og ungur frændi ömmu, sem hafði
fylgt þeim til grafar, dó síðan. Þá var
hörku norðanbál og pilturinn fékk
lungnabólgu og dó. Þá kom upp
þessi saga um að taugaveiki væri í
bænum, þá var fólk álíka hrætt við
taugaveiki og það er við alnæmi í
dag.
Afi minn og amma voru bláfá-
tækt fólk, áttu ekki annað en Naut-
hól og bát og í þá daga fékk fólk ekki
bætur fyrir að þurfa að rýma hús sín.
Auðvitað voru þau treg til þess en í
bók minni vitna ég um þetta allt í
ævisögu Sigurðar Briem póstmeist-
ara. Þar segist hann hafa verið aðal-
hvatamaðurinn að þessari brennu,
segir jafnframt að Eyjólfur hafi ekki
viljað yfirgefa staðinn en hafi skriðið
út úr brunanum með hyski sitt eins
og hann orðar það.“
Taugaveiki eða hafnarstæði?
Eyjólfur segir Einar Benedikts-
son, skáld og athafnamann, hafa
vakið athygli manna á hugsanlegri
höfn í Nauthólsvík. „Enda styttra til
útíanda úr Skerjafirði en Kollafirði.
Bæjaryfirvöld sáu ef til vill framtíð-
arhöfii Reykjavíkur fyrir sér þarna en
bæjarsjóður átti ekkert fé og fyrir var
aðeins einn bær, Nauthóll.
Afi minn var mikill maður vexti
og heljarmenni að burðum en mein-
laus. Þegar hreppsnefnd Seltjarnar-
ness, bæjarstjóm Reykjavíkur og
landlæknir höfðu samþykkt brenn-
una, höfðu menn uppi njósnir því
afi minn var mikill vextí og heljar-
maður að burðum. En ákaflega
meinlaus og ljúfur. Þeir þorðu þó
ekki að koma nálægt bænum fyrr en
hann hafði róið til fiskjar. Þá komu
brennumenn ríðandi með kyndla
sína og lögðu eld að bænum.
Jósefína var þá 10 ára, hún slapp
frá þeim og faldi sig í klettaskoru í
öskjuhlíðinni þar sem Perlan stend-
ur í dag. Pabbi var 12 ára og komst á
bak hesti sínum, reið í hendingskasti
að Leynimýri með brennumenn á
eftir sér. Þeir mddust þar inn en
Gísh bóndi sagði þá „Hingað og ekki
lengra drengir. Þið takið ekki Jón af
mér." Þá fóm þeir í burtu en fjöl-
skyldunni var tvístrað en afi kom að
bænum brenndum. Hann endur-
byggði Skildinganeskot og kom fjöl-
skyldunni saman á ný en hokxið
gekk ilia og bærinn var tekinn upp í
skuldir og fjölskyldan varð að flytja."
Saknar afkomendanna
Eyjólfur hefur þegar bmgðið sér á
kaffihúsið sem kennt er við bæ afa
hans úti við Nauthólsvík. „Þar fer
ljómandi vel um mig en vissulega er
þetta ægileg saga. Einari Kárasyni
þykir þetta efni í stórmynd hef ég
heyrt.
Þegar ég er búinn að fagna jólum
og áramótum hér held ég í fjörutíu
stiga hitann um hásumar suður í
Ástralíu. Við Mary höfum ferðast
heilmikið um Ástralíu sjálfa,
Tasmaníu og Nýja Sjáland. Ég hef
töluvert stundað garðyrkju þar syðra
því þar grær allt sem gróið getur al-
veg látlaust. Maður þarf að taka
garðana þrisvar í viku. Sambýhs-
kona mín á lflra lúxusíbúð á Gull-
ströndinni í Queensland og þar höf-
um við verið töluvert.
Auðvitað sakna ég afkomend-
anna en ég á góða dóttur og barna-
börn og þau em dugleg að heim-
sækja okkur. Ég skrepp líka oft hing-
að heim í heimsóknir, nú á dögum
er ekki erfitt að vera í stöðugu sam-
bandi heimsendanna á milli," segir
Eyjólfur sundkappi Jónsson, eld-
hress og tæplega áttræður.
rgj@dv.is
Spennan getur lagt heimilið
í rúst!
RAFIÐNAÐARSAMBAND
tSLANDS
Láttu fagmenn skoða hjá þér raflögnina fyrir jólin.
Gleðilega hátíð!