Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Blaðsíða 55
IXm Helgarblað LAUCARDAGUR 11. DESEMBER 2004 55 12.11.2004 10:44 Afslöppun I Hoi An Ótrúlegt hvað Vietnamar nýta vel sitt helsta samgöngutæki, skellinöðruna, vel. Ég hefséð fólk flytja ísskapa, marga svfna- skrokka og heilu kjúklingabuin á einni skell- inöðru. I eitt skiptið sá ég fimm manns á einni skellinöðru. Ástrali sem ég spjallaði við sagðist hafa séð sex manns á einni skell- inöðru. Ótrúieg sjón. 16.11.2004 141)7 Þær eru gæfar rotturnar i Saigon Síðari dagurinn minn hérna i Saigon og steipurnar i Madame Cu-hótelinu með- höndla mig eins og náinn ættingja eftir margra ára aðskilnað. Aöalhótelstýran kom mér á óvart meðþviað þakka fyrir sig á Is- lensku, ég ergreiniiega ekki fyrsti Islending- urinn til að gista á þessu litla hóteli. Féll i freistni eftir ferðina og fór og fékk mér borgara og franskar og gafgrjónunum fri. Gat ekki annað en hlegið þegar matur- inn kom. Með hamborgaranum fylgdu 13 stykki affrönskum kartöflum. Já, ég taldi. 21.11.200406:52 Rauð fortið Kmeranna Miðborg Phnom Penh er bara ágætis tjill- staður. Hún erhreinni en þær borgirsem ég hefheimsótt hingað til i SA-Asíu, klóakslykt- in er ekki alveg jafn áberandi og umferðin er örlitið minna geðveik hér en annars stað- ar. Sá mótorhjólaslys gerast fyrir framan nef- ið á mér (það var bara spurning um tima hvenær ég yrði vitni aðþvijog átti fótum mínum fjörað launa svo égyrði ekki fyrir öðru ökutækinu. Engin alvarleg sfys á fólki. En að sjalfsögðu hoppaði maður síðan 5 mínútum siðar á mótorhjóiataxa eins og ekkertværi. Eftir hádegi lagði ég afstað ásamt Leung, minum einkamótorhjóiataxabíistjóra hérna i Phnom Penh, afstað til hinna alræmdu Drápsvalla, eða the Killing Fields i Choeung Ek. Eftir hálftima akstur í gegnum fátækra- hverfí í nágrenni Phnom Penh var komið á ákvörðunarstaö.Á árunum 1975-1979 drápu Pol Pot og féiagar um 2 milljónir samlanda sinna eöa ca. 25% þjóðarinnar, og þarna í Choeung Ek var búið að reisa minnismerki meö 8000 hauskúpum fórnar- lömbum Pol Pots sem fundust ífjöidagröf- um i nágrenninu. Að vera staddur þarna og sjá ummerkin og likamsleifarnar, ogþaðsemfiaug I gegnum hug- ann vareinfald- legaskilnings- leysi á þvi hvað mannskepnan geturverið grimm. 22.11.2004 14:10 Leitad ad a-ping Eftir hádegi í gær ákvaðégaö leggja af stað tii smábæjarins Skuon. Ástæðan fyrir áhuga minum á þessu, tja frekar ómerki- iega þorpi i Kambódlu, ersú að á tíma Rauðu Kmeranna varð fólk að leita allra leiða til að ieita sér ætis, og i Skuon var gengiö svo langt að leggja sér til munns þaö sem innfæddir kalla a-ping, en á hinu ylhyra kallast kónguiær, nánar tiltekið stór- ar toðnar tarantúiur. Og þrátt fyrir aðnúsé nóg affæði I dag, þá hefur þessi siöur aö borða kóngulær haldist í Skuon og takmark mittvaraðfáað bragða á þessum loðnu kræsingum. Loksins eftir tveggja tíma akstur keyrum við fram á Skuon, og erum ekki lengi að fínna sölukonu með stóran bakka fullan af tarantúium. Undirritaður fékk sér tvær og byrjaði að kjammsa á þeim. Fætur og höfuð voru stökk, en búkurinn mjúkur undir tönn. Bragöinu reyni ég ekki að týsa en mér ilkaði vel og fékk mér tvær í viðbót. 24.11.2004 12:50 Hofin i Angkor Fátæktin ræöurrikjum I Kambódiu og hér eru margirsem biðja um ölmusu. Það er erfíttað geta ekki gefíð öllum sem vilja, en maðuryrði fljótt búinn með peninginn ef maður gerði það. Börnin eru stór hluti af þeim sem biðja um pening, en ég hefhaft það fyrir reglu að gefa börnum aldrei pen- ing. Frekarferég með þeim og gefþeim eitt- hvað að borða eða drekka. Algengt trix hjá krökkunum er að hanga I hofunum og brosa slnu blíðasta þegar túristarnir koma með myndavélarnar. Krakkarnir brosa út að eyrum og segja, „Take photo“. Og um leið og klikk-hljóðið er hljóðnað hverfur brosið og krakkarnir segja alvarlega "Now pay one dollar'! Hér er mikiö affórnarlömbum jarð- sprengja. Igær nálgaðist mig ca. 6 ára gam- all strákur sem hafði misstannan fótinn. Grátandi bað hann mig um ölmusu. Gaf honum ávaxtadjús, og virtist hann sáttur viðþað. Hótelherbergiö þar sem ég er með lampa við rúmið sem einhverra hluta vegna var ekki i sambandi. Ætiaað setja lampann i samband við tengil bak við rúmið þegar allt í einu stekk- ur rúmlega lófastór eðla á hausinn á mér. Var i sjokki í a.m.k. kiukkustund á eftir. Hefákveðið að láta lampann vera sambandsiausan. Eðlan enn I felum I herberginu. Moskltóflugurnar eru loksins búnar að uppgötva Islendinginn og heflitið annaö gert síðustu vikuna enað klóra mér til helvitis. Hjálp. 27.11.2004 06:04 Siðustu dagarnir í Kambódiu Þar kom að þvl. Ég varð fyrir algengustu meiðsium túrista I SA-Asíu, að brenna mig á hægri fætinum á útblástursröri skellinöðr- unnar sem ég var farþegi á. Bllstjóranum leiö hræðilega og keyröi út í næstu búð til að kaupa smyrsl til að setja á sárið. Um leið og hann barsmyrslið á fann ég fyrirþægi- legum straumi léttis i sárinu, smyrsiið var kæiandi og sviðinn minnkaði, eitthvert kambódískt töfraiyf þarna á ferðinni greini- lega. Þegar ég var kominn upp á hótel, tók ég smyrsltúpuna upp og ætlaði að rann- saka betur, sá ég að um varað ræða tann- krem með myntubragði. 04.12.200404:50 Hægagangur á Kata-ströndinni Þá er komið að mér að kveöja. Þetta er búiö að vera frábært ferðalag og gaman frá að segja. Maður er búinn að ferðast dágóð- an slatta afkíiómetrum landleiðina (yfír 60 klst. bara I rútu efég tel rétt, og þá eru eftir lestir, mótorhjól og bátar) og þó að það taki tengri tíma, þá held égað þessi ferðamáti sé mun skemmtiiegri en efmaður myndi fljúga á milli allra staða. Maður er búinn að hitta ótrúiegan fjöida affólki, bæði inn- fædda og aðra ferðalanga, og sjá ótrúiega fallega staði og byggingar. Fimm vikur i30-35 stiga hita erþómátu- lega langt fyrir hinn venjulega Istending og ég hlakka til að stlga útúr Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar og fletta mig klæðum til aðfínna svalann vindinn leika um hárin á stæltri bringunni, hehe. Kveðja. Tommi. l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.