Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Page 57
I
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 57 ”
en
Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður
hjólar hér í tilnefningar til íslensku
bókmenntaverðlaunanna sem hann telur
skrípaleik og höfundum til lítillar sæmdar
að vera tilnefndir þegar fyrirliggjandi er,
augljóslega, að þar eru fráleitt bestu bók-
menntirnar. Aldrei áður hefur verið lagst
eins lágt með kvótahugsun og tjónkun við
markaðinn þegar íslensku bókmenntaverð-
launin eru annars vegar.
setja á langa tölu um fræðiritin í
þetta sinn, ég spyr einfaldlega:
Hvar var ævisaga Héðins Valdi-
marssonar eftir Matthías Viðar Sæ-
mundsson? Hvernig stendur á því
að sú bók var ekki tilnefnd? Er
hugsanlegt að íslendingar séu svo
vel staddir í fræðiritunum að á
þessu ári hafi komið út heilar fimm
bækur í flokki fræðirita, sem taka
bók Matthíasar Viðars fram að gæð-
um? Ágætu hlustendur, ég tel það
vafasamt, nei annars, ég tel það
ekki vafasamt, ég tel það raunar al-
gerlega út í hött, og ég mun segja
ykkur hvers vegna, hér á þessum
vettvangi, áður en langt um líður.
„Lamaðar kennslukonur" ná
völdum
En þá að flokki fagurbókmennta
- það er skemmst frá því að segja áð
við íslensku bókmenntaverðlaunin
hefur lengi loðað íhaldssamur
smekkur, maður hefur alltaf á til-
finningunni að við stjórnvölin séu
náungar sem vilja ekkert rugl, vilja
ekki að hlutirnir fari um of á flot,
vilja hafa bókmenntirnar í skorð-
um, ekki hleypa neinu upp. Val
dómnefndarinnar í gær var því
miður þessu marki brennt: þar réði
íhaldssamur smekkur, og eins og
svo oft áður þá voru það ekki bæk-
urnar á téðum tilnefningarlista
sem vöktu athygli manns, heldur
miklu fremur, þær bækur sem ekki
voru á listanum. Undarlegt er að
ganga framhjá Braga Ólafssyni, en
skáldsaga hans Samkvæmisleikir,
er í senn ágeng og vel skrifuð, hún
kemur lesanda í opna skjöldu, og
leynir á sér, Bragi er einfaldlega
einn fremsti skáldsagnahöfundur
landsins um þessar mundir. Það er
sömuleiðis undarlegt að ganga
framhjá Steinari Braga, en skáld-
saga hans Sólskinsfólkið ber vitni
um að þar fer fremsti höfundur
ungu kynslóðarinnar, kannski er
Steinar of beittur, of mikið skáld,
og ekki líklegur til að rúlla upp jóla-
markaðnum, jafnvel þótt Sólskins-
fólkið fengi á sig miðann góða, sem
gefur til kynna að bókin hafi verið
tilnefnd til íslensku bókmennta-
verðlaunann. Og það er undarlegt
að ganga framhjá Guðbergi Bergs-
syni og skáldsögu hans um Löm-
uðu kennslukonurnar. En kannski
er svarið við þessu öllu saman að
finna nákvæmlega í þeirri bók -
skáldsögu sem fjallar um fjarlægð
íslands frá öðrum löndum, sögu
sem fjallar um væntingar lesenda,
og það þegar höfundar villast af
leið við rúmstokkinn hjá lömuðum
og klúrum kennslukonum
kannski myndu einhverjir segja að
lömuðu kennslukonurnar hefðu
náð öllum völdum í íslensku bók-
menntalífi.
Ég nefni þessar þrjár bækur, en
tek fram að ég hef ekki lesið jafn-
margar bækur og dómnefndin hef-
ur lesið, nefndin sem skipuð var
þeim Sölva Sveinssyni, Jóhanni Sig-
urðarsyni, og Margrét Eggertsdótt-
ir.
Samkvæmisleikur fyrir
markaðinn
Ég tek fram að allir höfundarnir
sem tilnefndir voru til hinna ís-
lensku bókmenntaverðlauna eru
góðra gjalda verðir, Auður Jóns-
dóttir einhver efnilegasti höfundur
landsins og ríflega það, um Einar
Val dómnefndarínnar
í gær var því miður
þessu marki brennt:
þar réði íhaldssamur
smekkur, og eins og
svo oft áður þá voru
það ekki bækurnar á
téðum tilnefningar-
lista sem vöktu at-
hygli manns, heldur
miklu fremur, þær
bækur sem ekki voru
á listanum.
Má þarf maður af minni kynslóð
ekki að hafa mörg orð, söguhetja
hans, Jóhann Pétursson stendur
manni miklu nær en flestar aðrar
sögupersónur sem skapaðar hafa
verið á íslandi, Guðrún Helgadóttir
var um það bil fyrsti höfundurinn
sem maður las, Sigfús Bjartmarsson
magnaður höfundur en vanmetinn,
og Arnaldi Indriðasyni hefur auð-
vitað tekist það sem engum hefur
teldst á íslandi - að skrifa góðar
Hinn tilnefndi hópur höfunda Með fullri
virðingu en þarna vantar einfaldlega bestu
höfunda þessa árs til að fögnuðurinn geti
verið fölskvalaus.
glæpasögur, aftur og aftur. Sumsé,
allt góðir höfundar og ekki þeim að
kenna að þeir skuli lenda saman á
þessum lista, lista sem er EKKI rétt-
ur, vegna þess að á hann vantaði
höfunda sem voru sprúðlandi í ár,
listinn var beinlínis RANGUR og ís-
lenskt bókmenntasamfélag hefur
einfaldlega ekki efni á því að ganga
framhjá þeim höfundum sem hér
hafa verið nefndir. Kannski féll
nefndin í þann pytt að halda að ís-
lensku bókmenntaverðlaunin væru
verðlaun fyrir einhvers konar
„lifetime achievement”, áður unn-
in afrek á bókmenntasviðinu, en
svo er auðvitað ekki. Og kannski féll
nefndin í pytt jafnaðarmennskunn-
ar sem er bein leið til glötunar þeg-
ar bókmenntir eru annars vegar, og
beygði sig um leið undir vilja hins
lamaða lesanda, nefndin valdi eina
ljóðabók, einn reyfari og eina
barnabók, líkt og tif að gera öllum
til geðs, líkt og um væri að ræða
málamiðlun frá helvíti.
En ágætu hlustendur, ég er auð-
vitað öðrum þræði að gera bókaút-
gefendum greiða, fslensku bók-
menntaverðlaunin hljóta að þrífast
á andófi og umræðu. Þetta andóf
hefði gjarnan mátt koma fram í
sjónvarpssal I gærkvöldi, því ljóst
mátti vera af umræðunni í Kastljósi
að gagnrýnendurnir voru ekki sáttir
við listann, að minnsta kosti ekki
Jón Yngvi Jóhannsson. En íslensku
bókmenntaverðlaunin eru og verða
samkvæmisleikur handa markaðn-
um, hannaður af lömuðum
kennslukonum - maður vonaði að
þetta snerist um bókmenntir, litter-
atúr, en það er líklega rétt sem
Matthías Johannessen, gamli rit-
stjórinn, segir í sinni nýjustu bók,
að bókmenntir eru ekki I tísku. Það
er eitthvað annað í tísku, eitthvað
ALLT annað!
Og það kemur aldrei betur í ljós
en þegar þrenningin djöfullega -
bókmenntir, markaður og fjölmiðl-
ar - spandéra „enn einum degi á
the City”.
Millifyrirsagnir eru blaðsins en
pistill þessi var fyrst fluttur í útvarpsþættinum
Víðsjá á Rás J síðastliðinn mánudag.)
Þegar íslensku ostarnir eru bornirfram, einir sér,
á ostabakka eða til að kóróna matargerðina
— þá er hátíð!
■ Gullostur
-A R Bragðmikill
W&&\\ hvítmygluostur,
1L glœsilegur AJhtíl
<í ueisluborðið.
” Dala-Yrja
Sígildur veisluostur
sem fer vel á ostabakka
Höfðingi
BragðmUdur hvítmygluostur
sem hefur slegið ígegn.
Gráðaostur
Tilvalinn til matargerðar.
Góður einn og sér. ^
ítalskur ostur
með sólþurrkuðutn tómötum
Steyptur lúxusostur
tilvalinn á ostabakkann.
Camembert
Einn og sér, á ostabakkann
og í matargerð.
Stóri-Dímon
Ómissandi þcgar vanda
á til veislunnar.
Lúxus-Yrja
Bragðmild oggóð eins og
hún kemurfyrir eða í matargerð.
Dala-Brie
A ostabakkann og með
kexi og ávöxtum.
fcpJ Ostakaka
með liindhcrjum
7» Kœtir bragðlaukana
r svo um munar.
Blár kastali
Með ferskum ávöxtum
eða einn og sér.
Rjómaostur
A kexið, brauðið,
í sósur og ídýfur
Hrókur w
Nýr Ijúffengur \
hvítmygluostur
eð gati {miðjunni
íslenskir ostar - hreinasta afbragð
Enginjól án þeinra!
I