Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Page 60
60 LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004
Helgarblað DV
Auður Jónsdóttir rithöfundur er tilnefnd til ís-
lensku bókmenntaverölaunanna í þriðja sinn, nú
fyrir skáldsögu sína Fóikið í kjallaranum Þar ger
ir söguhetjan meðal annars upp við frjálslynda
hippaforeldra og hafa menn lesið nokkuð
frjálslega úr skálduðum persónunum.
Auðvitað mælir blaðamaður DV
sér mót við Auði á kaffihúsi í kjallara
í miðbæ Reykjavíkur og byrjar á að
skella á hana spurningunni um for-
eldrana. „Þetta eru ekki foreldrar
mínar, ekki ffekar en aðrir ættingjar
eða vinafólk. Auðvitað nota ég
smávegis krydd úr eigin reynslu-
heimi í bókum mínum en ég geri
AFSLATTU R
AF OLLUM
SKENKUM
til JÓLA.
þar sem stíllinn byrjar!
Bæjarlind 4 - Sími: 544 5464
Opið: mánudaga til föstudaga Id. 10-18, laugardaga Id. 11-16.
Opið alla sunnudaga til jóla frá kl. 13-16.
hann aldrei að yrkisefni mínu,
heldur skálda upp sögu, enda
rithöfundur. Og það er kjarni máls-
ins, skáldsagnahöfundurinn er ekki
ævisagnaritari eða skrásetjari. Hann
gerir hins vegar stundum ýmislegt
úr eigin lífi að sínu yrkisefni, rétt
eins og sólin verður mönnum yrkis-
eftii en afraksturinn er allt annað en
sólin sjálf. Ef fólk leggur annan
skilning í skáldsögur þá er það óhæft
til að lesa þær og ætti ff ekar að halda
sig við Séð og heyrt."
Rótlaus unglingur á flakki
Auður viðurkennir að hafa þó
stolið ýmsu úr umhverfinu. „Ég er
að fjalla um fólk af þeirra kynslóð
svo auðvitað notfæri ég mér
smáatriði til þess að krydda söguna,
eins og til dæmis timburhús í sveit.
Héðan og þaðan, en útfærslan hefur
farið gegnum mig og smáatriðin
meira að segja skrumskæld. Þessi
saga getur gerst í hvaða sveit sem er
og sögusviðið er ekki mín sveit
frekar en önnur. En þegar ég var að
alast upp í Mosfellsdalnum var hann
fullur af litríku og skemmtilegu fólki,
mannlífið var bókstaflega iðandi og
ég á ekkert nema góðar minningar
þaðan. Þar var ekki borin mikil virð-
ing fyrir kynslóðabilinu, allar kyn-
slóðir voru alltaf saman og ffelsi
barna mikið í yndislegri sveitasæl-
unni samanborið við lífið í borginni.
Ég átti svo ákaflega lífleg ung-
lingsár sem ég hef mikið pælt í síðar.
Hætti í tveimur menntaskólum, féll í
báðum vegna slælegrar mætingar og
fór að flakka um landið og vinna við
uppvask og í fiski. Hápunktinum
náði ég 24 ára, giftist mér eldri
manni í einhverri unglingauppreisn
og upp úr því byrjaði ég að skrifa
fyrstu bókina mína."
Sáluhjálpin í skrifunum
Auður segist sjálfsagt alltaf hafa
ætlað sér að verða rithöfundur þótt
hún hafi verið mismeðvituð um það.
„Ég byrjaði ung að skrifa, sjálfri mér
til sáluhjálpar eiginlega á þessu
flakki mínu. Maður tekur nefnilega
til í kollinum þegar maður skrifar,
jafnvel þótt maður sé ekki að skrifa
beinlínis um sjálfan sig. Þegar ég var
lítil fann ég töluvert fýrir afa, fólk
sem maður kynntist vildi gjarnan
heyra af honum og rnaður var nokk-
uð meðvitaður um hann.
Ég man að ég sníkti mér meira að
segja sælgæti út á afa en á unglings-
árunum fór maður náttúrlega í
ákveðna uppreisn gegn þessu. Þegar
ég byrjaði að skrifa gerði ég það al-
gjörlega á mínum forsendum og átt-
aði mig á að það hafði ekkert með
hann að gera. Enda hafði nóg af æv-
intýralegum hlutum átt sér stað í
mínu lífi og mitt var að vinna úr
þeirn."
Til Kaupmannahafnar
Maður Auðar, Þórarinn Böðvar
Leifsson, er alinn upp í Kaupmanna-
höfn. „Við erum bæði með mikið
flækingsblóð í æðum og var farið að
leiðast nokkuð hér, enda töluvert
nýtt fyrir hann að vera svona lengi í
einu á íslandi. Mig langaði mikið í
burtu, ýmis leiðindamál tengd afa
voru farin af stað og mér gekk illa að
einbeita mér að skrifum. Komast í
annað umhverfi, aðra pólitík, annað
tungumál.
Við förum aftur út núna milli jóla
og nýárs og ég á ekki von á að flytja
heim í bráð, nema eitthvað óvænt
komi upp á. Mér finnst ég ákaflega
lánsöm, við Tóti höfum verið saman
upp á dag síðan við kynntumst og
vinnum mikið saman, nú vinnum
við að bók fyrir Námsgagnastofhun
ætlaðri börnum með lestrar-
erfiðleika, ég sé um textann og hann
myndskreytir. Ég hlakka til að kom-
ast á hjólið mitt í Höfti."
rgj@dv.is
yrir döjnuna
pennandi jólagjafir fyrir
dömurnar á öllum aldri.
i Daman
ívegi 32
Lau
S: 551
77