Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Síða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Síða 66
66 LAUGARDAGUR 77. DESEMBER 2004 Sport DV Ósigraðir frá stofnun félagsins, styrktir af tveimur erlendum leikmönnum, þjálfaðir af einum sigur- ^ælasta þjálfara íslenska körfuboltans og með gamlar stjörnur Ljónagryfjunnar í fararbroddi. Nýstofnað 2. deildarlið frá Njarðvíkum ætlar sér stóra hluti gegn Skallagrími í bikarnum um helgina. Ljónin setla að bíta frásér 16 liða úrslit bikarkeppni KKÍ og Lýsingar hefjast um helgina og einn athyglisverðasti leikurinn hefði örugglega oftast fyrirfram Verið talinn formsatriði fyrir úrvalsdeildarlið Skallagríms úr Borgarnesi. En með tilkomu tveggja erlendra leikmanna og ein- stakri sigurhefð og reynslu liðsmanna Ljónanna er aldrei að vita nema að Ljónin í Ljónagryfjunni muni bíta vel frá sér á sunnu- daginn. Ljónin hafa kallað í tvo banda- ríska körfuboltamenn sér til liðsinn- is fyrir leikinn gegn Skallagrími á sunnudaginn, þá Anthony Q. Jones og Steve Smith. Jones var með rétt tæplega þrefalda tvennu að meðal- tali með Grindavík í úrslitakeppn- inni í fyrra, skoraði þá 18,9 stig, tók 9,1 frákast og gaf 9,5 stoðsendingar að meðaltali í átta leikjum. Smith er hinsvegar nýútskrifaður úr Iowa-há- •tkólanum, 197 sentimetra framherji sem hjáipar Ljónunum inni í teig. Smith var með 10,6 stig og 5,5 frá- köst á 27,6 mínútum að meðaltali á sínu lokaári í fyrra. Munu þeir félag- ar mæta bara í þennan bikarleik enda lítil þörf fyrir þá á fslandsmót- inu þar sem Ljónin virðast vera á hraðferð upp í 1. deildina. „Velunn- arar“ hins nýja félags leggja hins vegar sitt á vogarskálarnar til þess að Ljónin geti mætt einu af betri liðum landsins á jafnréttisgrundvelli. Ósigrað í 2. deildinni ' Ljónin úr Njarðvík hafa unnið alla sjö leiki sína i 2. deildinni það sem af er og liðið vann sannfærandi 31 stigs sigur á Dalvík, 91-60, í 32 liða úrslitum bikarsins. Þar skoraði Ragnar Ragnarsson mest, 24 stig, en bróðir hans og þjálfari Njarðvíkinga á árunum 2000-2004, Friðrik Ragn- arsson, er að spila vel í leikstjórn- endahlutverkinu, Jóhannes Krist- björnsson hefur litlu gleymt og þá eru í liðinu menn eins og Sævar Garðarsson og Örvar Þór kristjáns- son sem hafa verið tengdir meist- araflokksliði Njarðvíkur á 'tmdnaförunum árum. Jón Júlíus Árnason, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur, hefur verið spilandi þjálfari liðsins í vetur en í bikarleiknum mun hann fá góða aðstoð frá liliðar- línunni því einn kunnasti þjálf- ari landsins ætla að leggja sitt af mörkum til ýramgöngu "Ljónanna. Friðrik Ingi Rún- arsson, , fyrrum lands- liðsþjálfari og þjálfari Njarðvíkur og Grindavíkur, er nefnilega búinn að taka fram þjálfaraspjaldið á nýjan leik og stjórnar Ljónunum gegn fyrr- um félaga sínum og þjálfara í Njarð- víkurliðinu, Vali Ingimundarsyni. Friðrik Ingi lék undir stjórn Vals tvö tímabil á árunum 1986 til 1988 en síðan hafa þeir félagar verið tveir af þrautseigustu þjálfurum landsins. Valur myndi reyndar sóma sér vel í liði Ljónanna við hlið margra af sín- um góðu félögum. Hann kannski skiptir í Ljónin fyrir úrslitakeppnina í vor, ekki síst þar sem ísak Tómas- son hefur ákveðið að taka fram skóna og eins og körfuboltaáhuga- menn muna vel þá naut Valur góðs af góðum sendingum ísaks sem stjórnaði Njarðvíkursókninni á sig- ursælum árum liðsins ffá 1983 til 1995 þegar Njarðvík vann sjö fs- landsmeistaratitla. Verður gryfjan troðfull? Ljónagryfjan í Njarðvík hefur oft verið troðfull í tíð þessara vösku manna og það er von félagsins nú þegar Ljónin eru loksins komin í Ljónagryfjuna að Njarðvíkingar fjöl- menni á leikinn við Borgnesinga, sem hafa unnið sex af tíu leikjum sínum í Intersportdeildinni og töp- uðu sem dæmi með aðeins einu stigi fyrir toppliði Njarðvíkur á dögunum í hörkuleik í Borgarnesi. Liðsmenn Njarðvíkinga dreymir um ná- grannaslag í Laugardalshöllinni í febrúar og þá er ég ekki að tala um — ieiic gegn erkifjendunum úr Keflavík. Njarðvík- Ljónin væri vissulega sögulegur bikarúrlsita- leikur en aðeins draumur, að minnsta kosti fram yfir leikinn gegn Sköllunum á sunnúdaginn. ooj@dv.is DV-mynd Vilhelm Njarðvikinga dreymir um ná- grannaslag inni í febrúar og þáerég ekki að tala um leik gegn H erkifjendunum úr Keflavík. §Jö bikar- lelkírum helgina Það fara alls fram sjö bikarlei um helgina, fjórir í karlaflokki < þrír í kvennaflokki. f dag spila Njarðvlk og KR kvennaflokíd í Njarðvík klukka 14.00 ogklukkan 17.00 mætast KI og Breiðablik. A- 0g B-li Keflavikur mætast síðan sunnudaginn í síðasta kvennalei he garmnar en sá fyrsti fór fran SÍSrannS/ÞrÓttar0gGrÍnda . AUir fjórir karlaleikir helgar- innar fara fram á sunnudaginn Ljómn taka á móti Skallagrími klukkan 16.30, KFÍ tekur á móti Grmdavík klukkan 18.00 oe Wukkan 19.15 mætast Keflavik og iIankar í Keflavík og Hamar tekur a móti Ttndastól á Selfossi Njarðvíkingar eru þeKÍ komntr inn í átta liða úrslitir unnu Stjörnuna 63-115 í vikunr en siðustu þrfr leikir 16 lið urslitanna fara fram í næstu viku m rI0gUr ílð sit'a hins vegar hjá 16 hða urshtum hjá konunum. Mættir aftur til leiks Friðrik Ingi Rúnarsson, til vinstri, og Anthony Q. Jones eru mættir til leiks á nýjan leik í íslenska körfuboltann. Friðrik Ingi mun stjórna Ljónunum gegn Skallagrími í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar um helgina og Jones mun spila með liðinu en hann lék mjög vel undir stjórn Friðriks Inga með Grindavík í úrsiitakeppni Intersportdeildinnar í körfubolta. Ljónin ætla sér stóra hluti í bikarleiknum gegn Borgnesingum en þau hafa unnið alla átta opinbera leiki í sögu félagsins sem var stofnað ■ haust. DV-mynd Teitur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.