Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2004, Page 77
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 71. DESEMBER 2004 77
Ráðist á Alþingi
Reiður maður braut rúðu á
Alþingishúsinu í gær. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Alþingi
var lögreglan kölluð á staðinn
og viðgerðarmenn fengnir til að
gera við rúðuna. í desember á
síðasta ári fjallaði DV um það
þegar eggjum var kastað í Al-
þingishúsið. Þá lá frammi um-
deilt eftirlaunafrumvarp sem
skók samfélagið. Ekki Uggur fyr-
ir hvað reitti rúðumanninn til
reiði í gær. Hann var tekinn
höndum af lögreglunni.
Kaupa ekki
tilfinningar
Sjálfstæðismennimir
Gísli Marteinn Baldursson
og Rúnar Freyr Gíslason í
Menningar-
málanefnd
Reykjavíkur
studdu ekki sér-
staka ákvörðun
nefndarinnar
um að veita El-
ísabetu Jökuls-
dóttur 400 þús-
und króna styrk fyrir Til-
finningatorg í miðbænum.
Þeir sögðu að gæta þyrfti
jafnræðis. Erindi Eh'sabetar
ætti að afgreiða sem verk-
efnastyrk sem nefndin út-
hluti árlega. „Hundruð
Reykvikinga hafa á eigin
spýtur fengið sambærilegar
hugmyndir og hrint þeim í
framkvæmd af eigin ramm-
leik,“ bókuðu þeir.
Verðbólgan
sleikir þol-
mörk
Verðbólgan er nú 3,9%
og jókst frá því í nóvember
þegar hún var 3,8%. Verð-
bólgan er því vel
yfir 2,5% verð-
bólgumarkmiði
Seðlabankans og
mjög nærri efri
þolmörkum pen-
ingasteftiunnar
sem em 4%. Seðla-
bankinn hefur þegar
bmgðist við verðbólgu-
vánni með því að hækka
stýrivexti sína sex sinnum á
þessu ári. Standa vextir
bankans nú í 8,25% eftir
hækkun um heilt prósentu-
stig í byrjun mánaðar.
Greining íslandsbanka seg-
irfrá.
Arnþórsmál
ídóm
Guðjón Marteins-
son héraðsdómari
mun á næstunrú gera
upp við sig hversu
þungan dóm Arn
þór Jökull Þor-
steinsson fær fyrir|
vopnað rán í
Hringbrautarapóteki og fyr
ir tvö brot á vopnalögum
sem hann hefur játað. Arn-
þór hafði ekki hlotið refsi-
dóma áður en hann réðst
uppdópaður og vopnaður
loftbyssu inn í apótek við
Hringbraut og hafði þar á
brott með sér 480 töflur af
ofvirknilyfinu Rítalín. Lyfið
hefur Arnþór tekið sam-
kvæmt læknisráði um
nokkurt skeið vegna of-
virkni.
Héraðsdómur Suðurlands þingfesti í gær mál gegn Christopher Mamelin og
Guðmundi Helga Rögnvaldssyni vegna tveggja vopnaðra rána í Hveragerði í febrú-
ar. Christopher og Guðmundur rændu Hótel Örk og veittu starfsmanni áverka með
hnífi. Sama dag tóku félagarnir þátt í einu lélegasta bankaráni sögunnar.
Seinna
ránið Hnefahögg landlit fímm-
| tugrar konu og hótun með hnlfi var 113
þúsund króna virði að mati Christophers
Mamelin og Guðmundar Rögnvatdssonar.
Svo virðist sem ónefnda iögreglumanninum
hafí ratast satt orð á munn þegar hann notaði
orðin litlir gangsterar um piltana, því þegar fé-
lagarnir ætluðu að læsa Ágúst inni ígeymslu á
hótelinu yfirsást þeim að hurðin væri opnan-
leg innan frá.
Rændu banka ng börðu
limmtuga knnu
Atburðunum í Hveragerði febrúarmorguninn fyrr á þessu ári var
lýst í DV sem allsherjar skrípaleik eða atriði í teiknimynd. Þannig
rak hver klaufaskapurinn annan í ránsöldu félaganna tveggja og
má heita heppni að fórnarlömb þeirra hafi ekki stórslasast í
hamagangnum en rúmlega fimmtug kona, gjaldkeri í KB-banka,
var lamin af Christopher í ráninu.
Drengimir tveir voru í alræmdri
klíku í Reykjanesbæ sem lýst var af
ónefndum lögreglumanni þar sem
„óskipulagðri glæpastarfsemi lítilla
gangstera“.„Þetta er einn dæma-
lausasti skrípaleikur sem ég hef
nokkurn tímann upplifað," sagði
Ágúst Ólafsson, einn rekstraraðila
Hótel Arkar í Hveragerði, í samtali
við DV daginn eftir ránsferð tví-
menninganna um blómabæinn.
Ágúst varð óvænt fórnarlamb
fyrra ráns Christophers Mamelin og
Guðmundar Helga Rögnvaldssonar.
Skáru næturvörð
Samkvæmt frásögn Ágústar, og
því sem fram kemur í ákæru, komu
félagarnir tveir á hótelið snemma
morguns sama dag og ránið var
framið. Ung stúlka, Guðrún Mika-
elsdóttir, var sömuleiðis í för með
piltunum, en hún sætir nú ákæru
vegna hylmingar þar sem hún tók
við hluta ránsfengs þeirra félaga.
Munu drengirnir fljótlega eftir
komu á hótelið hafa komið í af-
greiðslu hótelsins og ógnað Ágústi
með hnífi. Skarst Ágúst lítillega á
fingri í hamagangnum. Hrifsuðu
drengirnir því næst peninga úr af-
greiðslu og af bar hótelsins auk þess
sem þeir neyddu Ágúst til að af-
henda sér peninga úr vösum sínum
og úr herbergi á hótelinu, ails rúmar
60 þúsund krónur.
Svo virðist sem ónefnda lögreglu-
manninum hafi ratast satt orð á
munn þegar hann notaði orðin litlir
gangsterar um piltana, því þegar fé-
lagarnir ætluðu að læsa Ágúst inni í
geymslu á hótelinu yfirsást þeim að
hurðin væri opnanleg innanfrá.
Lamdi konu
Eftir að hafa látið greipar sópa
um Hótel Örk héldu mennirnir rak-
leiðis út í KB banka sem er í sömu
götu og hótelið. Christopher og
Guðmundur hafa líklega ekki gert
sér grein fyrir að þegar var búið að
óska eftir aðstoð lögreglu enda
Ágúst fljótari út úr geymslunni en
inn í hana að sögn. Var því stutt að
fara þegar tilkynnt var um
bankaránið.
Þegar í bankann
var komið neyddu
tvímenningarnir
fimmtugan starfs-
mann bankans til
að hleypa sér inn í
bankann og notuðu til
þess hnífinn, sem
Christopher mun hafa
haldið á samkvæmt
ákæru. Samkvæmt
ákæru ógnaði
Christopher því næst
starfsfólki með hnífnum
og sló fimmtuga konu
sem starfaði í bankan-
um Jmefahöggi í andlit- '
ið áður en þeir hlupu á
brott með ránsfenginn
úr bankaráninu - 113
þúsund krónur í smá-
mynt.
Báðir náðust þeir
svo á hlaupum stuttu
síðar.
Frægur að
endemum
Christopher
Mamelin er 19 ára
gamall en hefur þó
komið ítrekað við sögu
lögreglu í heimabæ sínum
vegna refsilagabrota. Þannig
er talið að hann og sjö aðrir
félagar hans hafi staðið á bak
við mikla ránsöldu sem gekk
yfir Reykjanesið fyrir rúmu
ári. í einu af þeim innbrotum var
stolið nokkrum haglabyssum sem
síðan voru notaðar tii að ræna Bón-
usverslun í Kópavogi stuttu síðar.
Aðalmeðferð í máhnu mun fara
Fokk jú! Christopher Mameiin á leið ígæslu-
varðhald fyrr á þessu ári. Hann sló fimmtuga
konu hnefahöggi I andiitið þegar hann rændi
peningum úr KB banka I byrjun árs
fram eftir áramót en félagarnir gætu
átt von á að þurfa að kæla sig í
nokkra stund í fangelsi sannist á þá^
sök.
heigi@dv.is
Dóttir mannsins sem flúði Grund
Undrast ummæli
hjúkrunarforstjóra
„Varðandi föður
þinn, þá hefur verið
reynt að gera honum til
geðs, eftir því sem
hjúkrunarforstjórinn
tjáir okkur," segir Hrafn
Pálsson, skrifstofurstjóri
í heilbrigðisráðuneyt-
inu, í svari til Bryndísar
Magnúsdóttur. Faðir
Bryndísar gekk út af
elliheimilinu Grund á
miðvikudagskvöld, að
sögn niðurlægður vegna þess að-
búnaðar sem á heimilinu er.
Bryndís segist hissa á svari ráðu-
neytisins sem barst henni á fimmtu-
dag eftir að hún beindi erindi til
ráðuneytisins stuttu áður. Hún segir
það vera umhugsunarefni fyrir aldr-
aða og aðstandendur
þeirra að þjónusta við
aldraða sé álitin vera
einhvers konar
ölmusa.
„Ég veit satt best
að segja ekki hvað átt
er við með að reynt
hafi verið að gera
honum „til geðs,“
eins og það er haft eft-
ir hjúkrunarforstjór-
anum. Þarna er verið
að vinna með fólk þó mér sýnist og
heyrist á þessu sem litið sé á athuga-
semdir aldraðs fólks sem hvert ann-
að tuð og þjónusta við þá sé háð
geðþótta," segir Bryndís Magnús-
dóttir um svar ráðuneytisins.
helgi@dv.is
Farinn heim Bryndfs segirekki
einleikið hvernig máium aldraðs
fólks sem leyfir sér að gagnrýna
samfélag sitt sé svarað.
Ibúar húss sem kveikt var í krefjast bóta
Brennuvargar borgi brúsann
Fólk sem bjó í húsi sem kveikt var
í í Laugardalnum sumarið 2003 hef-
ur krafið þrjá menn um rúmlega
tvær milljónir króna fyrir tjón sem
það varð fyrir í brunanum.
Guðjón Þór Jónsson, Sig-
urður Ragnar Kristinsson
og ívar Björn ívarsson voru
á fimmtudag dæmdir í
Hæstarétti í tveggja ára
fangelsi.
Skaðabótakröfu íbúa
hússins var vísað frá dómi.
Þeir hafa nú ákveðið að
krefja mennina sjálf um bæt-
ur fyrir tjónið.
Matsfyrirtækið
Frumkönnun
metur fata-,
skó og
munatjón
fólksins á
rúmlega
1,6 milljónir króna. Fólkið vill fá
tjónið bætt ásamt dráttarvöxtum og
innheimtuþóknun. .
Helgi Birgisson lögmaður segir í
innheimtubréfi að borgi mennirnir
ekki innan tíu daga ffá 3. des-
ember megi þeir búast við
því að krafan verði inn-
heimt með aðstoð dóm-
stóla.
Einn íbúi hússins, Jón
Guðmundsson, sagði fyrir
rétti að verðmæt föt hefðu
verið í anddyri hússins;
fjallaföt og mótorhjólaföt. Þá
skemmdust ryksugur af
Rainbow-gerð og 150
ára gamall speg-
ill sem Jón
sagði vera
ættar-
griP-