Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2005, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2005, Page 25
DV Sjónvarp FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 25 Hættir og farnir Tvlhöföi - einhver þekktasti útvarpsþáttur landsins - leggur upp laupana eftir \ rúmlega 1000 þætti. Þeir fara niður meö skipi sfnu, Skonrokki, en til stendur að skrúfa fyrirþá útvarpsstöð. KONROKK80.9 felur það meö a í núverandi ] Fffí | já’ itjk fjyLVL j jl\ - rJ' „Já, það er þykk sorg í hjarta mínu. Nei, ég fór ekki að gráta en ég varð klökkur þegar við tilkynnt- um þetta," segir tilfinningaveran Jón Gnarr en í gær var það tilkynnt að útvarpsþátturinn Tvíhöfði væri að leggja upp iaupana. Þetta er f kjölfar þess að skrúfað verður fyrir útsendingar útvarpsstöðvarinnar Skonrokks. Þar hafa þeir Jón og fé- lagi hans, Sigurjón Kjartansson sem reyndar er útvarpsstjóri stöðvarinnar, verið máttarstólpar með morgunþátt sinn. Tvíhöfði er einhver þekktasti útvarpsþáttur sem fram hefur komið á öldum hins íslenska ljósvaka og er því óhætt að segja þetta söguleg tíma- mót. „Fólki finnst þetta leiðinlegt en svona er þetta nú bara,“ segir Jón um viðbrögðin við þessum tíðind- um en þegar DV náði tali af þeim Tvíhöfðamönnum var mjög skammt um liðið frá því þetta lá fyrir. „Ég náttúrlega tnii á spá- dóma Biblíunnar um heimsenda og allt það. Það er náttúrlega bara heilbrigð skynsemi. Þannig að ég tek þessu af æðruleysi og geng á Guðs vegum. „I’m on a mission from God“ og æðrast ekki. Nei, það liggur ekki fyrir hvað tekur við. Eg treysti því að allt verði í himna- lagi. Og allt fari vel.“ Best gekk í dúfnakofanum við Aðalstræti Sigurjón Kjartansson segir ekki liggja fyrir hvenær nákvæmlega verður lokað fyrir útsendingar Skonrokks, vill reyndar ekki tjá sig um það, en samkvæmt heimiídum DV verður það líklega í næstu viku. Þetta þýðir að útvarpsþættir á borð við „Mín skoðun" með Valtý Birni og félögum, „Doktor doktor" í umsjá Dr. Gunna og „King Kong“ - helgarþáttur stöðvarinnar eru á vergangi. Sigurjón neitar jafnframt að tjá sig um hvað verður um út- varpsstöðina X-ið en sögusagnir eru þess efnis að til standi einnig að leggja þá stöð niður. Eins hefur verið talað um að sameina X-ið og Skonrokk en ekkert liggur fyrir um slíkt á þessu stigi. Fyrir ári urðu sögulegar sættir með Sigurjóni og Jóni eftir ágreining þeirra á milli. Sigurjón fellst ekki á að þær sættir hafi orð- ið til lítils annars en sem nemur þessu ári í útvarpi. „Þær standa fyllilega fyrir sínu, sættirnar, og hafa ekkert með þetta að gera.“ En má þá ekki segja aö hlust- endur hafí hafnað ykkur? „Nei, þá ályktun er ómögulegt að draga því daglega hlusta á okk- ur um 15 til 20 þúsund manns. Hitt er svo annað mál að auglýs- ingamarkaðurinn hefur aldrei gengið í takt við þá hlustun. Nema ef vera kynni á fyrstu dögum Tví- höfða þegar sent var út frá dúfna- kofanum við Aðalstræti. Það má velta þvf fyrir sér hvort íslenska útvarpsfélagið hafi verið réttur vettvangur til að reka útvarp af þessu tagi. Við höfum kallað þetta útvarp götunnar og það hefur ekki fýllilega átt samleið með virðuleg- um stórfyrirtækjum, einhverra hluta vegna.” Tvíhöfði og jakkafata- umhverfi þrífast illa saman Sigurjón leggur á það ríka áherslu að samstarf Tvíhöfða við alla þá sem starfa hjá ÍÚ hafi verið með miklum ágætum og allir, verið af vilja gerðir til að láta: þetta ganga upp. Það hafi, hins vegar ekki tekist. Og /,t eftir um sex ár með hléum séu menn nú að vakna upp við það að Tví- höfði rekist illa meðal jakka- fatanna. „Markaðs- umhverfið sem tíðkast ] meðal aug- lýsenda sem j einkum eru íj viðskiptum við markaðs- menn ÍÚ ein- kennist af | þessu virðu- lega jakkafata- j umhverfi sem 1 leggur allt upp [ úr tengslum | við stórar aug- j lýsingastofur og svokölluð | birtingahús. Þar hefur þáttur eins og Tvíhöfði verið skilgreindur sem „eldfimt umhverfi” hvað svo sem í því felst. Svo virðist því sem í þessu umhverfi þrífist best sauð- meinlaus dagskrárgerð sem er umfram allt slétt og felld - með fullri virðingu fyrir slíku. Þanþol auglýsenda virðist þannig lítið, þröskuldurinn lágur og er ekki neinum eða neinu um að kenna en fyrirliggjandi er að þetta gengur ekki upp í þessu formi." Jarðarför að hætti New Orleans-búa Að sögn Sigurjóns er líðan hans ágæt á þessum tímamótum og hann er spenntur fyrir því að takast á við eitthvað nýtt. „Nýj- ungin verður sú að maður getur farið að vakna seinna á morgnana sem er ljómandi fínt. Farið að mæta til vinnu klukkan níu eins og venjulegt fólk. Annað læt ég ekki upp að svo stöddu en það er eitt og annað spennandi í pípun- um. Við erum að hverfa úr útvarpi að minnsta kosti í því formi sem við þekkjum. En aldrei að segja aldrei, við viljum engum dyrum loka.“ Muniö þiö kveöja „kikking ' and skríming" eöa verður þetta 1 jaröarfararstemning? „Ég held að þetta verði nú engin sérstök jarðarfararstemning. Bara gaman. Jújú, við förum með ’ látum en þetta er k vissulega eins i konar jarð- i arför. En I Hinar sögulegu saettir DVsáástæOutiloð I greina frá þvímeð forsiðuviðtalia6me6 S'9 urjóni og Jóni hefðu tekist sænir eftir að upp úr samstarfinu slitnaði. Þessarsættireru, eWc/ til einskis þvl samstarfið mun halda þó vett 1 vanaurinn verði ekki útvarpsmennska. það er þá jarðarför líkt og tíðkast í New Orleans." Heimildarmynd um Must- apha Jón Gnarr segir samstarfið ganga vel og enga ástæðu til að því ljúki þótt morgunþáttardagskrár- gerð sé fyrir bí í bili. „Við stöndum enn fyrir okkar. Kannski fer Sigur- jón bara í sína Svínasúpu og ég fer að vinna á Lindinni, eða með eigin þátt á Ómega, maður veit aldrei," segir Jón sem telur samskipti Tví- höfða við Mustapha vera það minnisstæðasta frá þessu tímabili útvarpsmennsku þeirra en DV greindi allítarlega frá þeim á sín- um tíma - en þar sýndu Tvíhöfðar mikla eftirfýlgni og rannsóknar- útvarpsmennsku með því að af- hjúpa nígeríska svindlara. „Annars hef ég ofboðslega lélegt minni og verð að gera eitthvað í því. Reyna að vinna í því." Og Jón upplýsir jafnframt að til standi að gera heimildarmynd um ævintýri Tví- höfða og Musthapha sem að hans sögn virðist hafa alþjóðlega skír- skotun. En eins og með svo margt annað sé verið að leita eftir fjármagni í það verk- efni. jakob@dv.is Mustapha Þrátt fyrir skert minni segirJón Gnarr að minnisstæðast frá þessu skeiði útvarpsferilsins séu samskipti Tvlhöfða viö Nlger- /usvindlarann Mustapha en til stendur að gera heimildar- mynd um það ævintýri allt. Stjörnuspá Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari er 38 ára í dag. „Konan ætti að virkja og efla eigin veruleika, undirgefni og heiðar- leika í mun meira mæli. Enginn getur tekið það frá henni og enginn nema hún sjálf er fær um að uppfylla það. Árið framundan dýpkar undir- ; gefni hennar en með henni verður konunni Ijóst að hún „hefurstjórnáöllu sem gerist," segir í stjörnu- spánni hennar. Sigrún Eðvaldsdóttir VV Vatnsberinn f2o.;an.-ís./fW vv ------------------------------- Förin framundan er dýrmæt og jákvæð fyrir þig en þú birtist hér ör- lát/-ur og frjáls í ástinni og umvefur allt sem verður á vegi þínum töfrum, fágun og greind án þess að þú eða aðrir glati nokkru af frelsi sínu. Gerðu meira af því að gefa af þér. X FlSkmil (19.febr.-20.mars) Ef marka má stjörnu fiska gæt- ir þú jafnvel þurft að beina orku þinni á nýjar brautir um þessar mundir þegar sameining einhvers konar lifnar við. T Hrúturinn (2i.mars-19.i Óvæntir hlutir stíga fram á sjónarsviðið þegar hjarta þitt er skoðað um þessar mundir. Jákvæð upplifun ein- kennir fólk fætt undir stjörnu hrútsins. b NdUtÍð (20. aprll-20. mal) Þú óttast að vera ein/-n, án ástar og einnig tilfinningalegar kröfur elskhuga þíns. Ekki vera hrædd/-ur við að elska eru einkunnarorð til nautsins. Þú átt í erfiðleikum með að sleppa til- finningum þínum lausum án tryggingar fyrir að fá þær endurgoldnar. Þú virðist vera upptekin/-n af frammistöðu þinni og ert í raun nokkuð feimin/-n. Vlbmm (21.mal-2l.júnl) Mundu að stærsta gjöf sem þú getur veitt þeim sem þú elskar er að þú opnir og bjóðir þig fullkomlega og get- ur þá á móti hjálpað viðkomandi að opna sig einnig. Krabbinn (22.júni-22.júii) Krabbinn er hvers manns hug- Ijúfi, elskandi og umhyggjusamur í eðli sínu. Hann gefur allt sem hann kann að eiga ef svo ber undir og nýtur þess að skemmta sér með því að deila ham- ingjustundum sínum meðal fólksins sem skipar stóran sess í hjarta hans. ljÓn\b(23.júli-22.ágúst) Þú gefur þig á vald ástinni og er mest umhugað að upplifa traust og heiðarlegt samband. Tilhugalíf þitt er jafnvel spillt með gjöfum og elskhugi þinn dekrar við þig. Umhverfið og sam- skiptin efla þig og elskhuga þinn með sanni. Þú hefur náð valdi á því að deila með öðrum þar sem líf þitt snýst um eitt aðalsamband. Meyjan (n. ágúst-22. septj Þér kann að veitast erfitt að takast á við líðan þína um þessar mundir miðað við stjörnu meyju en þú flíkar ógjarnan tilfinningum þinum og viðkvæmni en mættir vissulega gera meira af því. o Voqin (21 sept.-23.okt.) Þú leitar án efa sannleikans og trúir því að hann sé aðeins einn þegar ástin er annars vegar. Þú getur gert það sem þér líkar, kæra vog, ef þú aðeins hlúir að eigin tilfinningum. Þú ert að sama skapi fær um að draga að þér það sem þú þarfnast og þegar þú færð að ráða nærð þú stórgóðum árangri. n$ HL Sporðdrekinn/x *.-//. mrj Gleðin og einfaldleiki tilveru þinnar kemur til þín af frjálsum vilja og býðst til að taka ofan grímu sína. Gríptu tækifærið sem birtist hérna. Þú ert fær um að upplifa og njóta aðstæðnanna. / Bogmaðurinn(22./idy.-2í.<K) Skynjun þín og tilfinningar eru fyllri og opnari á þessum tíma- punkti í lífi þínu. Ekki gleyma kröfum þínum, kæri bogmaður. Leyfðu þér að bera fram óskir þínar. Steingeitin/22. fa-?9.jflflj Ekki reyna að lifa í gegnum aðra því þú ert sigurvegari, fæddur til mikillarvelgengni. SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.