Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2005, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2005, Side 8
8 MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 Fréttir X>V Jakob Frímann Magnusson Hefur undirbuiö söngframa doitur sinnar vel og tstlar nú ac freista gæfunnar og reyna að ná samn- I ingi við Sony a fimmtudaginn. Laumufarþegi frá Danmörku Óvenjulegt fiðrildi fannst í byrjun ársins á heimili á Höfn í Hornafirði. Samkvæmt Birni Arnars- syni hefur fiðrildið líklega komið með norðmannsþin frá Danmörku. Björn er mikill áhugamaður um fugla og fiðrildi og fékk því fiðrildið í sínar hendur. Samkvæmt honum kallast það akraskjanni. Fiðrildið tórir ennþá en vill lítið snerta barrið og blóma- blöðin sem Björn gefur því. Hann segir annað eins fiðr- ildi hafa komið til Isafjarðar um jólin en þessi fiðrildi eiga erfitt með að lifa hér á landi. Bryndís Jakobsdóttir heldur til London í vikunni ásamt föður sínum, Jakobi Frímanni Magnússyni. til að hitta forsvarsmenn Sony-hljómplötuútgáfunnar sem hefur sýnt þessari ungu söngkonu mikinn áhuga. Olga Helgadóttir dýrkar Stuðmenn og hefur þegar séð í takt við tímann tvisvar Ætlar hundrað sinnum á Stuðmannamyndina Kindakjötið langvinsælast Bráðabirgða- tölur um kjötsölu á síðasta ári sýna að heildarsala á einstakling var svipuð og árið á undan. Þetta kemur fram á vef- síðunni bondi.is. Nokkur breyting varð þó innbyrðis milli kjöttegunda. Sala á kinda- kjöti á hvern íbúa jókst um 13%, eða úr 21,9 kílóum í 24,7 kíló. Svínakjötið gefur eftir í sölu um 9% og fór úr 209,6 kílóum í 18,7 kíló. Alifuglakjöt er í þriðja sæti hvað sölu varðar með 17,9 kíló á íbúa sem er 5% sam- dráttur frá árinu 2004. Sala á nautakjöti dróst saman um 1%, og var 12,4 kíló á mann. Nóq pláss fyrir lEgilsstaða- hám Framkvæmdum við nýjan leikskóla við Skógar- lönd á Egilsstöðum miðar vel. Unnið er að því núna að reisa veggeiningar. Jarð- vegsdýpi er mikið á þessum stað og voru reknar niður steinsteyptar undirstöður í stað þess að grafa fyrir grunni byggingarinnar. ís- lenskir Aðalverktakar eiga að skila leikskólanum full- búnum ásamt lóð og bíla- stæðum. í fyrsta áfanga verður byggður fjögurra deilda leikskóli, samtals um 880 fermetrar. Gert er ráð fyrir að leikskólinn verði tekinn í notkun í maí næst- komandi. „Ég er búin að fara tvisvar á myndina og græt alltaf í endann," segir Olga Helgadóttir, sextán ára Stuðmannaaðdáandi sem stundar nám við Verkmenntaskólann á Akureyri. „Mér finnst myndin einfaldlega æðisleg. Hún er svo fjörug og skemmtileg, svo eru lögin líka frá- bær,“ segir Olga. Hún byrjaði snemma að hlusta á Stuðmenn, segir mömmu sína hafa verið mik- inn aðdáanda hljómsveit- arinnar. „Við eigum gömlu myndina, Með allt á hreinu, á vídeóspólu og ég var alltaf að horfa á hana. Mér fannst hún alveg frábær og nýja myndin er ekki síðri," segir Olga. Hún er ekki búin að ákveða hvað hún ætlar oft á myndina en segist vel getað hugsað sér að sjá hana hundrað sinnum. „Ég ætla að fara eins oft og mamma leyfir mér, ég fæ örugglega að fara nokkrum sinnum í viðbót. Þetta kostar náttúrulega þúsund kall og ég er bara í skóla. Ég get ekki beðið eftir að hún komi á DVD, þá „Það sem liggur helst á hjá mér þessa dagarta er að fara í ræktirta,"segir Þórey Heiðdal Vilhjálmsdóttir söngkona.„Ég er nýbökuð móðirog þarfað losa mig við nokkur aukakíló sem söfnuðust fyrir í óléttunni." get ég horft á hana eins oft og ég vil,“ segir Olga. Hún fékk diskinn með lögunum úr myndinni á geisladisk í af- mælisgjöf frá ömmu sinni." „Amma leyfði mér að velja afmælisgjöf. Ég valdi að sjálfsögðu diskinn með tón- listinni úr myndinni. Hann er algjört æði. Ég hlusta á hann á hverjum morgni á leiðinni í skólann. Um leið og ég kveiki á geislaspilaran- um hættir mér að verða kalt og ég finn ekki fyrir syfju. Þessi tónlist er allra meina bót.“ samninga við Snnv „Ég byrjaði að taka upp efni í London síðasta vor,“ segir Bryndís, sem er dóttir Stuðmannanna Jakobs Frímanns og Ragnhildar Gísladóttur. Útgáfurisinn Sony hefur sýnt Bryndísi áhuga og heldur hún utan í vikunni ásamt fylgdarliði og föður sem hefur undirbúið tónlistarframa dóttur sinnar. „Pabbi er með Reykjavík Records ásamt fleirum. Ég er eitt af þeirra verkefnum," segir Bryndís sem ætlar að syngja fönk- og dans- tónlist sem hún hefur verið að semja frá því í vor. Upptökustjóri hennar er ekki af verri endanum, hefur unnið með mörgum skær- ustu stjörnum tónlistarbransans eins og George Micheal, Tinu Turner, Tom Jones og Kylie Minogue. Hittir Sony-mennina á fimmtudaginn „Þetta hafa verið svona helgar- ferðir sem ég hef farið út til London og tekið upp nokkur lög í einu,“ segir Bryndís. Hún er nú til- búin í slaginn og mál hennar hafa komist á það stig að forráðamenn Sony útgáfunnar vilja sjá hana flytja lög sín og dansa til þess að fullvissa sig um hvort stelpan sé ekki efni í poppstjörnu. „Þeir hafa heyrt lögin og líst greinilega vel á þau. Nú vilja þeir hitta mig og sjá hvernig ég er á Stuðmenn f f takt við tímann Nýjasta mynd Stuðmanna keyrir fyrir fullu húsi i kvikmyndahúsum landsins nú um stundir. Þar leikur Höskuldur úr Quarashi son Röggu Gisla og Egils Ólafssonar. Hannermeð tónlistarhæfileika mikla i myndinni likt og raunveruleg dóttir Röggu Gisla og Egils Ólafssonar. sviði," segir Bryndís. Hún segist alltaf hafa ætlað sér að verða tón- listarmaður eins og foreldrar hennar og segir það hafa verið gott að alast upp sem Stuðmannabarn. „Ég á alveg frábæra foreldra. Mér hefur gengið mjög vel að vinna með pabba hann er alveg æðisleg- ur, einn af mínum bestu vinum". Langar að syngja klassík í framtíðinni Aðspurð segist Bryndís aldrei hafa sungið með Stuðmönnum ætlar að láta foreldra sína alveg um það. Hún stundar nám í Mennta- skólanum við Hamrahlíð, þar sem hún syngur líka með kórnum en hún stundur líka nám í klassísk um söng í Söngskóla Reykja víkur. „Ég er bara að prufa mig áfram núna í popp- bransanum. Þetta á allt eftir að koma í ljós. Þetta er eitt- hvað sem mig hefur alltaf langað að gera. í framtíðinni vonast ég til þess að verða klassísk söngkona, kannski þegar ég verð svona þrjá tíu og eitthvað," segir Bryndís og hlær. Hún býr hjá móðir sinni Ragnhildi Gísla- dóttur söng- konu. „Sumir sem heyra mig syngja segja að ég hafi líka rödd og Ragnhildur Gísladóttir Bryndis hefði ekkert a móti þviað vera með sömu söngrödd og móðir hennar. / KJAFTSTOPP SONGVARISTUÐMANNA 'EIGNAÐ mamma. Ég hef ekkert á móti þeirri samlíkingu mundi gjarnan vilja vera með rödd eins og hún,"^ segir þessi hressa^ stelpa semí gæti orðið j næsta stór- stjarna ís-i lendinga í - poppinu. Bryndís Jakobsdóttir Hefur æft á fullu síðustu daga fyrir Sony-fundinn þarsem ræðst hvort þeir veðja á hana sem næstu poppstjörnu. Hvað liggur á? Stuðmannabarnið til

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.