Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2005, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2005, Side 13
J>V Fréttir MÁNUDAGUR 1 7. JANÚAR 2005 13 ... að vera meðal Araba? „Ég tel það mjög gott að vera meðal Araba, ég væri annars ekki stöðugt að fara á þessar slóðir ef mér liði ekki undurvel þar. Það skal þó tekið fram að fólk vill oft gera þau mistök að tala um Araba sem eins- leitan hóp af fólki. Hér er um að ræða mörg lönd og margar þjóðir, þó þær eigi vissulega margt sameig- inlegt. Það er mismunandi frá landi til lands hvernig manni líður og mér hugnast ákveðnar þjóðir í þessum heims- hluta betur en aðrar. En á heild- ina litið líkar mér vel við Araba, enda yflr höfuð elskulegt fólk, rausnarlegt og afskaplega heiðar- legt. Það er þægilegt að vera meðal þeirra. Vildi vera lengur og oftar Ég fékk áhuga á þessum heimshluta þegar ég starfaði sem blaðamaður í erlendum fréttum á Morgunblaðinu. Ég hafði líka gaman af því að ferðast og hafði nokkrum sinnum farið til Israel. Þar áttaði ég mig á því hvað við værum í raun fáfróð. Ég sem hélt að ég vissi svo mikið, vissi í raun lítið um þennan heim. Þannig að ég ákvað að kynna mér þetta bet- ur og hef ætíð síðan farið reglu- lega til Arabalanda, bæði sem ferðalangur og blaðamaður því oft gat ég sameinað þetta tvennt. Eftir því sem á leið vildi ég vera þarna oftar og lengur í senn og mér hefur gefist tækifæri til þess. Ég er afskaplega sátt og glöð með það. Ég var til dæmis í Oman síðustu vik- urnar áður en stríð- ið í írak hófst og þá vissu það allir að ísland væri á lista hinna staðfestu þjóða. Við erum fáfróð Okkur íslendinga skortir hreinlega upplýsingar um menn- ingu þessa heims og fólkið sem þarna býr. Ég myndi ekki ganga svo langt að segja að Islend- ingar væru for- dómafullir gagnvart Aröb- um, það vantar einfaldlega betri upplýs- ingar. Frétta- mennskan hjá okkur er svo lit- uð þeirri túlkun sem kemur fram í Banda- ríkjunum. Ég hef rekist á það að þegar ég er að fara yflr stað- reyndir, jafnvel sögulegar stað- reyndir, um Arabalöndin verður fólk mjög hissa og spyr: „Af hverju vissi ég þetta ekki?" Ég hef farið með hópa í ferðir til nokk- urra landa síðustu ár og þó að þetta séu stuttar ferðir flnnst fólk- inu það afskaplega lærdómsríkt. Það verður yfirleitt undrandi og það sem kemur því mest á óvart er yfirleitt viðmót heimamanna, hvað þeim finnst það vera öruggt. Svo ekki sé minnst á allar þær sögulegu minjar sem þar er að finna. Arabar em yfirleitt jákvæðari í okkar garð en öfugt. Mér finnst þeir vera forvitnir um okkur. Við erum kannski ekki heimsfræg, en bara það að íslendingar ferðast til þessa heimshluta gerir það að verkum að fólk er farið að vita af okkur. Ég var til dæmis í Oman síðustu vikurnar áður en stríðið í írak hófst og þá vissu það allir að ísland væri á lista hinna staðföstu þjóða án þess að þeir vissu eitt- hvað meira um landið. na Kristiónsdóttir er landskunnur blafiamaður og rithöfundur. efJr sklpað sér sess sem einn helsti fræðimaður landsmsum i ekki síst konur og stöðu þeirra í þessum heimshluta. Nu fyrir ,'af hún út bókina Arabíukonur og á fimmtudag hefst f,mni Km. um menningarheim Amb. hji Mlm. .im.nnb Hnn Iði sem blaðamaður á Morgunblaðmu um árabil. Hans Markúsi Hafsteinssyni, sóknarpresti í Garðasókn, lyndir hvorki við meðprest sinn, Friðrik J. Hjartar, né sóknarnefnd- ina. Formaður sóknarnefndarinnar, Matthías Guðmundur Pétursson, segir sóknarbörnin hafa talið samstarfið gott. Grunlaus sóknapbörn Lagarfljótsorm- ur í stjörnhlut- verk? Sjálfur Lagar- fljótsormurinn var á borðum menning- amefndar Fljóts- dalshéraðs á fundi í síðustu viku. Skúli Björn Gunnarsson, tals- maður Ormsskrínisverkefn- isins, sagði frá því að í bígerð er gerð heimildar- kvikmyndar um Lagar- fljótsorminn. Kvikmynda- sjóður mun veita styrk til gerðar myndarinnar og menningamefnd Fljóts- dalshéraðs hefur ákveðið að veita 150 þúsund krón- um til verkefnisins. Búast má við að myndin verði að stómm hluta tölvugerð þar sem ormurinn hefur jú aldrei náðst á filmu. Ást og ófriður á Húsavík Eigendur Stokkalæks tryggja sér viðbót- arland Inga Ásta og Pétur Kr. Hafstein. Fá leigða 17hektara landspildu afLandgræðslu rlkisins fyrir 29 þúsund krónur á ári. Hafsteinar leigja af Landgræðslunni Landvinningar hjónanna Ingu Ástu Hafstein og Péturs Kr. Hafstein halda áfram í Rangárþingi. Eins og DV hefur áður greint frá hafa hjónin keypt út aðra eigendur að spildum í jörðinni Stokkalæk. Nú hafa þau bætt við landrými sitt með leigusamningi við Landgræðslu rík- isins og um 17 hektara landspildu úr jörðinni Potthóli sem nær yfir á Langhól og að landi Stokkalækjar. Fyrir afnotarétt að skikanum og rétt- inn til að reisa á honum skemmu með hesthúsi og hlöðu greiða hjónin 29 þúsund krónur á ári. Leigusamn- ingurinn er til 25 ára. Hæstaréttar- dómara- og forsetaffambjóðanda- hjónin fyrrverandi hafa þegar reist feykistórt íbúðarhús á landi sínu. Eitthvað stendur leigusamning- urinn við Landgræðsluna í hrepps- ráði Rangárþings ytra sem frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum í gær. Ástæðan er sú að heimamenn vilja fýrst að skipulags- og bygginga- fulltrúi sveitarfélagsins afli og leggi fram gögn um staðfest landamerki og þinglýstar eignarheimildir um viðkomandi svæði. Efasemdir hreppsráðsmanna munu þó engin áhrif hafa á leigusamninginn sem þegar hefur verið þinglýst hjá Sýslu- manninum á Hvolsvelli. Samkvæmt upplýsingum Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra er nýi leigusamningurinn í reynd form- festing á yfir 30 ára gömlum samn- ingi sem var við þarsíðustu eigendur Stokkalækjar. Sveinn segir Land- græðsluna á móti hafa álíkan stóra skika úr landi Stokkalækjar í sinni umsjá. „Þetta er ekki þannig að nokkur hafi verið laminn heldur em þetta aðallega samstarfserfiðleikar milh starfsmanna og sóknarprests," segir hann. Matthías segir starfið í kirkjunni þrátt fyrir allt hafa gengið eðlilega til þessa. Ástandið sé ekki svo slæmt að deilendurnir talist ekki við. Þeir mæti í messu og á sameiginlega sóknarnefnd- arfundi, framvæmdanefiidarfundi og starfsmannafundi. „Þeir vom með sameiginlega jóla- messu og áramótamessu. En þetta er ekki nógu gott fyrir það - það verður að segjast eins og er,“ segir Matthías, en undirstrikar að Hans Markús sem komið hafi tiltölulega óreyndur í Garðasókn fyrir sjö ámm hafi gert margt gott. Matthías telur sóknarbömin senni- lega ekki hafa orðið vör við deiluna: „Þau tala um hve gaman sé að sjá hve gott samstarf sé þarna á milli þannig að þau sjá það ekki. Því auðvit- að reyna menn að dylja að eitthvað sé að. Það er alltaf verið að vinna í því að ná sáttum og reynt að halda þessu til hlés," segir Mattlu'as. Nú þurfa meðlimir Garðasóknar að bíða niðurstöðu úrskurðamefndar séra Karls Sigurbjömssonar biskups. En sá dómur er ekki endanlegur: „Það er til áfrýjunamefhd sem menn geta sent málið til ef þeir vilja. Þetta getur teygst fram á vor," segir sóknamefiidarformaðurinn. Hans Markús svaraði ekki símtöl- um frá DV í gær. gar@dv.is Það verða söngur og gleði í sal Borgar- hólsskóla í kvöld. Þar verður lokasýn- ing á skemmtidag- skrá 10. bekkjar. Leikstjóri sýningar- innar er Mana Sig- urðardóttir og hún setti einnig saman dagskrána þar sem flutt verða atriði úr ýmsum áttum og verkum sem tengjast öll ást, friði og ófriði með einum eða öðr- um hætti. Meðal verkanna sem valið var úr em Hárið, Grease, Rómeó og Júlía, Grettir, Gauragangur og sitthvað fleira leik- söng- og ljóðakyns. Sýningin byrjar klukkan 20 og tónlistar- stjóri er Guðni Bragason. Hvorki séra Hans Markús Hafsteinsson né andstæðingar hans í Garðasókn tjá sig um samstarfsörðugleika sem þjakað hafa kirkjustarfið í heilt ár. Grafarþögn ríkir um ástæður þess ágreinings sem klýfur kirkjuþjónana í Garðasókn í tvær fylkingar. „Meðan málið er í viðkæmri bið- stöðu vill maður helst segja sem minnst," segir Matthías Guðmundur Pétursson, formaður sóknamefndar. Tilraunir séra Gunnars Kristjáns- sonar prófasts fil að bera klæði á vopn- in í um ársgamalli deilu séra Hans Markúsar Hafsteinssonar og fjögurra annarra forystumanna í Garðasókn vom árangurslausar. Séra Hans Mark- ús óskar eftir því að sérstök úrskurðar- nefnd á vegum Biskupsstofu úrskurði um málið. Sú nefnd fundar í vikunni. „Það litla sem sóknarbörnin vita hafa þau kannski heyrt frá sóknarprest- inum sjálfum. Við höfum h'tið upplýst heldur reynt að vinna málið í kyrrþey í von um sættir. Það er ósk allra að það sé ennþá hægt," segir Matthías. Að sögn Matthíasar snýst málið einfaldlega um samstarfsörðugleika. Matthías Guðmundur Pétursson „Peirvoru með sameiginiega jóla- messu og áramótamessu. En þetta er ekki nógu gott fyrir það - það verður að segjast eins og er,‘ segir formaður sóknarnefndarinnar. Séra Friðrik J. Hjartar Hélt deilunni svo vel leyndri að sóknarbörnin höfðu á orði að samstarf prestanna væri sérstaklega gott.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.