Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2005, Blaðsíða 24
4.
24 MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005
Menning BV
menmng
Umsjón: Páll Baldvin Baídwnsson pbb@dv.js
>ýsk kvennalist í Gerðubergi
Á laugardaginn var opnuð sýning i
Gerðubergi á verkum Rosemarie
Trockel, teikningar, skúlptúrar og
myndbönd. Rosemarie er ein afvirt-
ustu listamönnum Þýskalands og
hefur skipað sér sess, sem ein afþekkt-
ustu samtímalistmönnum heims með
sínum margþættu og umdeitdu
verkum. I verkum sínum tekur hún fyrir
daglegt llfkvenna og stöðu konunnar
innan þjóðfélagsins, með fókusinn á
listheiminn. Rosemarie tekur einnig á
stöðluðum hugmyndum um kynferði,
menningu og Hstsköpun. Hún er fædd
í Schwerte í Þýskalandi 1952. Hún lagði
stund á mannfræði, félagsfræði, guð-
fræði og stærðfræði í framhaldi af
starfi sínu sem kennari. Síöar fór hún í
málaranám við Wekkunstschule I Köln
og var fyrsta einkasýning hennar árið
19831 Philomene Magars Gallerl í
Bonn og Monika Spruth Gallerl I Köln.
Hún býr og starfar I Köln.
Gudrun Imboden er sýningarstjóri sýn-
ingar Rosemarie Trockel. Hún heldur
fyrirlestur I Listaháskóla Islands I dag
kl. 12.30 og mun ræða um verk Ros-
emarie og sýninguna. Gudrun hefur
komið víða við. Hún er aðalumsjónar-
maður samtímalistadeildar Borgar-
listasafns Stuttgartborgar, Staats-
galerie Stuttgart. Hún hefur komið að
sýningum og útgáfum um stöðu
módernismans (Ad Reinhardt, Guilio
Paolini, Frank Stella, Daniel Buren) og
um nýlegri list (JeffKoons), auk þess að
skrifa um Mallarmé og Gauguin.Árin
1997 og 1999 hafði hún umsjón með
framlagi Þýskalands til Feneyjatvíær-
ingsins.
Sýningin er samvinnuverkefni Menn-
ingarmiðstöðvarinnar Gerðubergs,
Goethe-Zentrum, Listaháskóla Islands
og Vetrarhátíðar en unnin aflFA
(Institut fiir Auslandsbeziehungen).
Sýningin stendur til 27. febrúar
2005 oger opin virka dagafrákl. 11-19
og um helgar frá 13-17.
Á laugardag var nýja danska óperan á Dokkeyju vígö með glæsilegri athöfn sem var að flestu leyti á
þjóðlegum nótum. Nú skilur á milli sönglistar, danslistar og leiklistar í Konunglega leikhúsinu í fyrsta
sinn í aldalangri sögu þess. Anddyri Óperunnar skreyta þrír risastórir ljósahjálmar eftir Ólaf Elíasson.
Ljósahjálmarnir bera öll höf-
undareinkenni Ólafs og sóma sér
vel í fábrotnu en glæsilegu anddyri
Óperunnar. Ólafur er einn þriggja
listamanna sem eiga verk í anddyr-
inu; samtímamáður Súmmarana,
Per Kirkeby, á þar bronsmyndir og
svo skreytir gólfið einkennismerki
hússins eftir Per Arnolfini.
Vígsluathöfnin var send út í
heild sinni í margbrotinni og viða-
mikilli útsendingu á aðalrás danska
r sjónvarpsins og var ekkert til spar-
að. Samkoman öll bar merki þess
háborgaralega stíls sem Evrópubú-
ar grípa til á tyllidögum. Hún var
gamaldags í flestum skilningi, ólíkt
vígslu Óperunnar í París fyrir ein-
Ljósahjálmar Ólafs
um og hálfum áratug.
Húsið var vígt með forleiknum
af Álfhól eftir Kuhlau, sem er nítj-
ándu aldar verk og skipar í þeirra
leikhússögu álíka stóran sess og
Skuggasveinn gerir hjá okkur. Sí-
ðan var dansaður stuttur paradans
eftir Peter Martin, fyrrum dansara
hjá Konunglega ballettinum, sem
nú stýrir New York City Ballet. Þá
var sungin sonnetta eftir Shakespe-
are við tónlist Paul Ruders, sem
einnig hefur samið kallstefm fyrir
gesti í anddyri, þess merkis að sýn-
ingar séu að heíjast. Síðasta atriði
fyrir hlé var ballettinn Etudes eftir
Harald Landers og var þá ballett-
flokkurinn í heild sinni á sviðinu.
Aðalsalurinn
Etudes er afar erfiður fyrir dansara
og byggir á þeirri klassísku dans-
hefð sem dansflokkur Konunglega
hefur verið þekktastur fyrir.
Eftir hlé voru fluttir kaflar úr
þriðja þætti óperunnar Maskarade
eftir Carl Nielsen. tvísöngvar úr
Lakme eftir Delibes og Óþelló
Verdis, kafli úr Blómahátíðinni í
Gensano eftir Bourneville, föður
baflettsins í Konunglega. Flutt var
brot úr Ferðinni til Reims eftir
Rossini og Visse d’Arte úrToscu. Þá
voru sextettar og þrísöngvar úr
Luciau di Lammermoor og Rósa-
riddaranum fluttir. Og loks Sigur-
marsinn úr Aidu, sem verður
einmitt opnunarsýningin þann 26.
janúar.
Óperuhúsið er gjöf Mærsk,
skipakóngsins danska sem áttaði
sig fyrstur manna á mikilvægi
gámaflutninga og byggði veldi sitt á
þeim. Hann hefur með gjöf sinni til
þjóðarinnar skipað sér í sæti helstu
listvina Evrópu. Verkið hefur hann
skipulagt um nokkurra áratuga bil.
Húsið olli miklum deilum en gamli
maðurinn hafði sitt fram í flestu.
Það er líldegast eitt af tíu tækni-
væddustu óperuhúsum Evrópu.
Það var enda tekið fram af dönsk-
um ráðamönnum að bygging húss-
ins skyldi marka danskri óperulist
og danslist nýja mælikvarða á al-
þjóðavettvangi: nýtt hús heimtaði
nýja krafta. Nú skal Kaupmanna-
höfn sett á kortið með auknum
fjárframlögum og meiri myndar-
skap en til þessa.
Óperuhúsin eru líka að rísa víð-
ar. Fyrr var nefnd ný bygging
»
Óvænt stjarna kvöldsins
Þetta voru sérkennilegir tónleikar.
Þeir byrjuðu á því að spiluð var tónlist
m í korter fyrir hlé. Líklegá er þetta stysti
flutningur fyrir hlé sem um getur í
sögu Sinfómuhljómsveitarinnar. Það
var þó bót í máli að verkið sem leikið
var, San Francisco Polyphony eftir
Ligeti, stendur vel fyrir sínu. Það er
bæði speisað og margrætt og sándið
er ekki til að spauga með. Allur popp-
lýður bæjarins hefði því átt að mæta á
tónleikana.
En svo vel þekkir tónlistar-
gagnrýnandinn sitt heimafólk, að
hann getur svarið fyrir að popparar
bæjarins voru alls ekki þarna. Áheyr-
endur vom ósköp gamlir og lúnir. Eft-
ir svona fimmtán ár deyja sinfóníu-
tónleikar út vegna þess að áheyrend-
urnir verða blátt áfram ellidauðir.
Þetta er bara sú staðreynd sem við
• blasir. En best er að fara ekki nánar út
í þá sálma. Hljómsveitin spilaði vel og
Áheyrendur voru
ósköp gamlir og lúnir.
Eftir svona fimmtán
ár deyja sinfóníutón-
leikar út vegna þess
að áheyrendurnir
verða blátt áfram elli-
dauðir.
skilmerkilega en þó vantaði virkilega
fyllingu í himi þykka hljóm sem ein-
kennir tónverkið.
Sagt er að Sjö orð Krists á krossin-
um skipi algjöra sérstöðu meðal
verka Haydns. Allir sjö kaflamir utan
um orð Krists eru lúshægir og em
þeir allir í sama formi. Auk þess er
Sinfóniuhljómsveit íslands.
Efniskrá: San Francisco
Polyphony eftir Ligeti,
Sjö orð Krists á krossinum eftir
Haydn.
Upplestur: Pétur Gunnarsson.
Stjórnandi: llan Volkov.
Háskólabíó 13.janúar.
Tónleikar
inngangur og jarðskjálfti í lokin. Þrátt
fýrir hugmyndaflug Haydns og
snjallan hljómsveitarbúning, er þetta
hálf leiðinlegt verk. Hljómsveitin
spilaði síður en svo hnölaalaust og
þó línur væm oft vel mótaðar og ein-
stakir hljóðfærahópar lékju fallega,
einkum flauturnar, skorti í heild hinn
skæra ljóma, tærleikann og sjálfa
leiksnilldina sem er innbyggð í tón-
Frönsku Óperunnar á Place de la
Bastille og fyrir tveimur árum var
Konunglega Óperan í Covent Gar-
den endurbyggð. Hollendingar
byggðu nýtt hús á Waterloopplein
1986. Þá var að hefjast bygging Óp-
eruhúss í Finnlandi sem var lokið
sjö árum síðar. Norðmenn vígja
nýtt Óperuhús 2008.
Á öllum þessum stöðum er öllu
til kostað. Það er litið á byggingu
óperuhúss sem góðan bissness,
nauðsynlegan þátt í alþjóðlegu
umhverfl og stolt hverrar borgar.
Og í öllum tilvikum hefur þurft ári
breið bök og sterk bein til að koma
byggingunum upp og í notkun. Það
er ekki nóg að byggja hús, það þarf
að reka þau.
Nýja Óperan á Dokkeyju er
glæsilegt hús fyrir dans og söng-
deild Konunglega leikhússins. Les-
endum er hollt að minnast að spor-
in undir ljóshjálmum Ólafs Elías:
sonar eru á slóð sem teygir sig langt
aftur. Þá slóð gengu þau Anna
Borg, Haraldur Björnsson, Stefán
Guðmundsson, Þorsteinn Steph-
ensen og Regína Þórðardóttir, Lár-
us Pálsson og Sif Þórs, Róbert Arn-
flnnsson og Helgi Tómasson. Kon-
unglega leikhúsið í Kaupmanna-
höfn var um langt skeið útungun-
arstöð og í nokkrum tilvikum
starfsvettvangur íslenskra lista-
manna. Síðastur landa okkar til að
starfa við Konunglega var Egill
Heiðar Pálsson leikstjóri, sem setti
þar upp leiksýningu í haust sem
leið. Trúlega eiga margir íslenskir
áhorfendur - og listamenn, eftir að
leggja leið sína í þetta glæsilega
hús.
pbb
Pátur Gunnarsson rithöfundur „Djúpurskilningur Péturs á textanum varpaði likt og birtu
yfír salinn og lesturinn var algjörlega laus við tillærðan leikaraskap. “ DV-mynd GVA
list Haydns. Þetta er verk sem verður
að spila mjög vel.
Stjama kvöldsins var tvímælalaust
Pétur Gunnarsson rithöfundur sem
las fyrsta erindi þeirra Passsíusálma
sem fjalla um sjö orð Krists á krossin-
um milli þátta tónverksins. Lesturinn
var frábær. Ekki bara af því hve skýr
hann var, heldur miklu ff emur vegna
þess að djúpur skilningur Pétirrs á
textanum varpaði líkt og birtu yfir sal-
inn og lesturinn var algjörlega laus við
tillærðan leikaraskap.
Það er spuming hvort það hefði
ekld verið meiri listviðburður fýrir
áheyrendur ef Pétur hefði einfaldlega
lesið þessa sjö sálma í heild, í stað
þess að vera að spila verk Haydns.
Þetta hljómar kannski fáránlega en
breytir því ekki að upplesturinn var
áhrifamesta atriði þessara tónleika.
SigurðurÞ. Guðjónsson