Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2005, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2005, Qupperneq 25
DV Menning MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 25 Má gefa þér baug til tryggðamerkis? Baugur var gjafmildur um helgina: fyrst voru Listasafni Reykjavíkur afhent að gjöföll verk breska Ijós- myndarans Brian Griffin, sem er einn þeirra þriggja listamanna sem opnuðu sýningu sina þar þá um kvöldið. Um er að ræða um það bil 130 Ijósmyndir i kópíum gerðum í umsjá listamannsins. Sólarhring siðar gaf Baugur tíu milljónir í söfnun vegna hamfaranna í Asíu. Það var Ingibjörg Pálmadóttir kaupsýslukona sem afhenti Lista- safni Reykjavikur gjöfina og sagði við það tilefni:„Baugur Group hef- ur markað sér þá stefnu að láta gott afsér leiða með öflugu sam- starfi við listafólk og menningar- stofnanir um mikilvæg verkefni, sem koma öllum landsmönnum til góða með auknu framboði af metnaðarfullum menningar- og listviðburðum afýmsum toga." Afsama tilefni sagði Eiríkur Þor- láksson, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur:„ Það ermikilvæg við- urkenning á stöðu Listasafnsins á alþjóðlegum vettvangi þegar safn- ið er valið til að hljóta slíkan heið- ur, og þar sem Brian Griffin er einn merkasti Ijósmyndari Breta á síð- ustu áratugum, er um að ræða stórfenglega viðbót við alþjóðlega listaverkaeign safnsins. Það er ekki síður ánægjulegt og til fyrirmynd- ar, að stórfyrirtæki eins og Baugur Group standi að svo ríkulegri lista- verkagjöftil safns hér á landi, og er vonandi upphafið á nýjum kafla i samstarfi atvinnulífsins við menn- ingar- og listalífið hér á landi." Atvikið er að þvi leyti einstakt að Listasafn Reykjavíkur er afar fá- tækt af Ijósmyndaverkum og hefur ekki borið sig eftir þeim. Safnið er ekki virkt í innkaupum á Ijós- myndum og hefur ekki staðið að skipulegri söfnun Ijósmynda eftir okkar helstu Ijósmyndara iþeirra eigin afritum. Vonandi verður þessi gjöf safnstjórninni hvatning til að huga betur að stöðu þeirra mála í sínum ranni. Þá er stefnubreyting Baugs ný af nálinni og þeim, sem þar ráða, til sóma. Ingibjörg Pálmadóttir afhenti gjöfBaugs DV-mynd Stefán „Gallerí á íslandi eru yfirleitt staðsett inn á milli ölhúsanna og næturklúbbanna í miðbæ Reykjavíkur.“ Hannes Lárusson leit inn á sýningu Egils Sæbjörnssonar í Gallerí 101 við Hverfisgötuna og fann þar einn fulltrúa nýrrar hneigðar í íslenskri myndlist að starfi „í góðum fíling“. List er hluti af lífinu en þó um leið eins og fyrir utan það. Það er helst í veisluskvaldri og á góðri stund sem fólk hefur list um hönd. Flest myndlistargallerí í Reykjavík hafa komist að því að opnun sýninganna er mikilvægasti þáttur þeirra. Þá gerist einhvern veginn allt sem skiptir máli fyrir innvígða; menn kyssast, faðmast, falla í trans og ná sambandi hverjir við aðra, renna saman í eitt, loga í andanum og mógúlarnir heyrast jafnvel segja upp úr dásvefni augnabliksins „yndislegt". Eftir opnanir eru flest galleríin eins og sprungin blaðra, lokuð þar til helgarfiðringurinn gerir aftur vart við sig á fimmtu- dögum, með tilheyrandi spangóli í miðbænum, og listaliðið skríður aftur út úr fylgsnum sínum. Ekki furða að gallerí á íslandi séu yfir- Gallerí 101: Egill Sæbjörnsson sýnir Herra Píanó og Frú Haugur Myndlist leitt staðsett inn á milli ölhúsanna og næturklúbbanna í miðbæ Reykjavíkur. Hringiða skemmtanalífsins Gallerí 101 er um þessar mundir eitt af þessum rétt staðsettu galler- íum, mitt í hringiðu skemmtana- og næturlífsins. Galleríið virðist meðvitað ætla að staðsetja sig sem hluta af skemmtanalífinu, undir kjörorðinu „skemmtileg list er skemmtileg en leiðinleg list er leið- inleg", stutt með tilheyrandi daðri við unglingamenningu og alþýðu- list. Og það er einmitt á þessum léttu nótum sem sýning Egils Sæ- björnssonar, Herra Píanó og Frú Haugur, er græskulaus og krúttleg- ur bræðingur af hvoru tveggja. Þeir sem mæta á sýninguna í lok vik- unnar gætu jafnvel haldið að þeir séu komnir fram úr sjálfum sér, séu þegar sestir á barinn í góðum ffling í gagnkvæmu daðri við innri víddir lífsins og listarinnar. Krúttlegur bræðingur Á sýningunnni hjá Agli er ímyndum hvorugkyns fígura, sem báðar eru leiknar af listamannin- um, varpað með skjávarpa á útsög- Egill Sæbjörnsson Listamaðurinn í verkum sínum uð svartmáluð spónaplötuform sem líka eru grunsamlega kynlaus, ávöl, lin og eins og skugginn af sjálf- um sér. Þarna er líka kúla, kross og fallískur gítar með linan háls. Herra Píanó og frú Haugur spila á píanó og gítar og þau syngja bæði inn á milli þess sem þau spjalla, á léttu nótunum, á ensku um lífið og til- veruna. Og af því að við erum enn- þá stödd í galleríinu, en ekki á barn- um eða í leikskólanum, berst talið meira að segja að formi og form- skynjun. Það er óþarfi að hlusta á allt samtalið, nóg er að vita að sam- ræða Egils við sjálfan sig endar með ílögrandi fiðrildum og regnboga haganlega gerðum með vaxlitum tölvutækninnar. Gaman gaman Egill Sæbjörnsson er í hópi lista- manna, ásamt þeim Ragnari Kjart- anssyni, Gabríelu Friðriksdóttur og Gjörningaklúbbnum o.fl., sem á vissan hátt hafa komið með nýtt viðhorf inn í íslenska myndlist, þar sem yfirlýst markmið með listsköp- uninni og stflbrögðunum er að hafa gaman af þessu og skemmta öðrum. Þeir sem ekki finna sig í öllu gamn- inu eru þess vegna að misskilja eitt- hvað. „Gaman, gaman" stendur eins og skrifað á ennið á þessu fólki. Óvanaleg ímynd þar sem á íslandi hefur löngum verið heldur freðin, hægmælt og nefmælt hreppstjóra- menning. Því má samt ekki gleyma, að það er jafnerfitt að vera skemmtilegur og að vera leiðinleg- ur. Munurinn er þó sá að leiðindin geta brugðið yfir sig afkáralegri helgislepju, en það sem á að vera skemmilegt er annað hvort heiðar- lega leiðinlegt, eða þá skemmtilegt og þá eru allir ánægðir. Gorkúlur Það að vera leiðinlegur eða skemmtilegur er þó fremur hverfuli mælikvarði í listalífinu, sérstaklega ef menn leggja sjálfa sig að veði á öldufaldi unglingamenningarinn- ar. Þá eru mestar líkur á því að þeim miðaldra mógúlum, sem fannst skemmtikrafturinn svo ynd- islegur og ferskur, skipti honum snögglega út fyrir aldur fram, eins og hverri annarri þreyttri Hollywood-stjörnu og yngi upp. „Því þó þú sért ekki með, þá er alltaf nóg til af listamönnum." Það er gaman að vera listamógúll og gaman að reka gallerí. Listamenn- irnir spretta upp eins og gorkúlur. Hannes Láiusson Höfuðið sem stendur uppúr er hoggið af Gunnar Huttunen er maður ofsóttur. Hann er þrælduglegur malari, hávaxinn og þrekinn, sem flytur til smábæjar í Norður-Finn- landi skömmu eftir stríð. En hann á erfitt með að sætta sig við þröng- sýni bæjarbúa og á það við hér, eins og svo oft í smábæjum, að höfuðið sem stendur uppúr er hoggið af. Og hann á það til að spangóla á næturnar eins og ein- mana skógarúlfur þegar á honum er brotið. Fyrir þessar sakir er hann vistaður á geðveikrahæli í nágrannabænum Oulu. Bókin Malarinn sem spangólaði er nýjasta bók hins finnska Arto Paasilinna sem kernur út á íslensku. Paasilinna er fæddur árið 1942 í Lapplandi, og starfaði sem blaðamaður þangað til 1975, þegar hann ákvað að ein- beita sér að bókaskrifum. Hann hefur síðan gefið út 28 skáldsögur sem hafa verið þýddar á yfir 20 tungumál. Nýlega hafa bækur hans Ár hérans og Dýrlegt fjölda- sjálfsmorð komið út á íslensku. Þegar Huttunen er settur á hæl- ið virðumst við í fyrstu vera stödd í finnsku Gaukshreiðri, þar sem ruddar fara með lyklavöld og geð- læknirinn er brenglaðasti maður- inn í húsinu. En fyrr en varir er Gunnar flúinn út í náttúruna, og minnir fremur á nútíma Robinson Crusoe í finnskum skógi. Það er einmitt úti í hinni villtu náttúru sem Paaselinna virðist kunna best við sig. í Ári hérans er blaðamaðurinn Vatanen skilinn eftir úti í skógi þar sem hann kann þrátt fyrir allt betur við sig en í geðveiki stórborgarinnar Helsinki, og í Dýrlegu fjöldasjálfsmorði ferðast hópur sjálfs- morðskandídata um víðáttur Finnlands til að keyra fram af norskum kletti. Gunnar kann líka ágætlega við sig úti £ náttúrunni. Það er að minnsta kosti betra en geðveikrahælið, þrátt fyrir að bæj- arbúar ofsæki hann enn og eyði- leggi þær búðir sem hann kemur sér upp. Þótt Paaselinna sé ekki alls- kostar ánægður með mannlegt samfélag, er helsta einkenni bóka hans hinn svarti og oft á tíðum lúmski húmor. í bakgrunninum eru eftirstríðsárin í Finnlandi. Þeir þurftu ekki bara að láta af hendi stór landsvæði til Rússa, og borga þeim skaðabætur í ofanálag, heldur tóku Þjóðverjar sig til síð- ustu mánuði stríðsins og brenndu allt sem á vegi þeirra varð í Lapp- landi þegar þeir flúðu yfir til Nor- egs. Einn skemmtilegasti karakter- inn, sem á vegi Gunnars verður, er einmitt bissnessmaður sem lét skrá sig geðveikan til að losna úr herþjónustu en skreppur síðan í bæinn á næturnar til að sinna við- skiptaerindum. Kóreustríðið kemur einnig við sögu, en blessað stríðið sem bæj- arbúar vona að endist sem lengst, stóreykur eftirspurnina eftir finnskum útflutningsvörum. Bók- in er þannig ekki einungis hin skemmtilegasta lesning, heldur gefur hún einnig áhugaverða inn- sýn í eftirstríðsárin í Finnlandi, sem voru mun erfiðari fyrir Finna í skugga Sovétríkjanna heldur en fyrir hin Norðurlöndin sem nutu góðs af Marshall-aðstoðinni. Það Malarínn sem spangólaði e ftirArto Paasil- inna Þýðandi: Kristín Mantyla Mál og menning Verð: 4490 kr. Bækur eina sem maður hefur við bókina að athuga er að henni lýkur frekar snaggaraiega. Maður hefði viljað vita meira um örlög Gunnars, enda hefði maður vel geta hugsað sér að eyða meiri tíma í návist hans. Þýðing Kristínar Mantyla er, eftir því sem ég best fæ séð, óað- finnanleg. Valur Gunnarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.