Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2005, Qupperneq 32
J~* J* ^ j t ílj)A í 0 t Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem
birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar
nafnleyndar er gætt. w* q
^íai
|STOFNAÐ1910]
690710 111117'
• Fyrir helgi var mikið
v' rætt um að Sigurjón
Sighvatsson og Bjöm
Steinbekk ætluðu að
stofna sjónvarpsstöð
sem næði til allra
Norðurlandanna.
Stöðin á að heita Big TV. Eitt þeirra
fyrsta verk hlýtur að vera að tryggja
stöðinni vefslóðir, því nú er enginn
búinn að festa sér vefsetur fyrir
stöðina sem á að notast við miðlun
á netinu...
• Þá er líka spurt
hvort áætlanirnar um
afþreyingarsjónvarp
fyrir unga fólkið á
Norðurlöndunum
bitni á áformum
Björns, sem ásamt
Ingvari Sverrissyni, Kára Sturlusyni
og Gunnlaugi Þráinssyni stefnir að
því að fá MTV til að veita tónlistar-
verðlaun sín á íslandi. Það virðist
nefnilega einkum vera MTV sem
þarf að óttast samkeppni frá nýju
Keflvíkingap í Amazing Race
Vel í glnsi nn nkki sknkkir
„Það kemur fyrir að það er fjör í
Keflavík," segir Eyþór Árni Úlfars-
son, einn af Keflvíkingunum kátu
sem keppendur í Amazing Race
hittu fyrir á ferð sinni um ísland.
„Það er alls ekki óalgengt að tjúttið
standi lengi hér í Keflavík enda eru
nokkrir skemmtistaðir opnir fram
undir morgun."
Eyþór var með vini sínum og
tveimur stelpum úti á götu í miðbæ
Keflavíkur milli sjö og átta að
morgni þegar Amazing Race-kepp-
endurnir birtust. Þau voru að koma
úr afmælisveislu í heimahúsi þar
sem glatt var á hjalla. „Fólkið
spurði okkur til vegar. Fyrst spurði
það okkur hvar fossarnir væru. Við
vissum ekkert hvað þau voru að tala
um enda lítið um fossa á Suður-
nesjunum. Svo fóru þau að reyna
að bera fram Seljalandsfoss sem olli
miklum misskilningi. En þau fundu
svo fleira fólk, sem var nú reyndar
líka á tjúttinu, og fékk réttar leið-
beiningar þar.“
Þótti keppendunum í Amazing
Race furðulegt að hitta fyrir
skemmtanaglatt fólk svo snemma
morguns. A heimasíðu Amazing
Race segir einn áhorfenda sem hef-
ur heimsótt landið að svona
skemmti íslendingar sér; maður
geti átt von á því að hitta fólk á
tjúttinu alla tíma sólarhringsins.
Eyþór segir þau hafa verið í
miklu stuði en er ekki sáttur við að-
dróttanir bandarísku keppendanna
um ástand hópsins. „Ég sá í þættin-
um að fólkið var að minnast á að
við værum skökk. Við vorum það
ekki, ég er á móti kannabisefnum
og finnst slíkt vera asnalegt. Við
vorum hins vegar vel í glasi."
Eyþór er ekki viss um að atriðið
hafi verið góð landkynning. „Ég veit
nú ekki hvort það er jákvætt að sýna
fullt fólk niðri í bæ. Kiefer Suther-
land var nú að tala um það í Letter-
man hvað íslendingum fyndist
gaman að skemmta sér. Svona er
þetta bara hér á íslandi," segir
hann.
Það leynir sér ekki að áhorfið á
íslenska Amazing Race-þáttinn var
gríðarlegt. „Ég tók eftir því þegar ég
fór í Smáralindina að fólk var að
gefa mér auga. Var eins og það væri
að rifja upp hvar það hefði séð
mig."
EyþórÁrni Úlfarsson. Varmeð
hópi Kefvikinga sem Amazing Race-
keppendur spurðu til vegar. Eyþór
segir algengt að fjörið i Keflavík
standi fram undir morgun.
T*
Orkuveitan
á Palace
Sífellt fleiri skemmtistaðir hafa
tekið upp þann sið að birta ljós-
myndir frá helgarskemmtunum á
heimasíðu sinni. Enginn þeirra sýn-
ir þó eins mikið af gestum sínum og
kastalinn Palace við Hafnarstræti á
heimasíðu sinni palace.is.
Svo virðist sem mikill dans og
talsverður hiti geri það að verkum að
æ fleiri kjósa að dansa án fata að
ofan. Svo var að minnsta kosti að sjá
af myndum sem teknar voru á
staðnum um liðna helgi, líkt og
þeim fyrri.
Staðurinn er til húsa í Hafnar-
strætinu í einu af gömlu húsum
miðbæjarins, frá 1875 eða svo, og
þar dansa nú ungir sem gamlir allar
helgar við dúndrandi danstónlist.
græðir vel
Sjáðu sætu... Leiða má likur að þviað mik-
ill hiti hafi orðið til þess að þessi unga dama
kaus að bera brjóst sin - likt og fleiri stöllur
hennar - á skemmtistaðnum De Palace
þessa helgina. Alfreð og Orkuveitan gleðst
væntanlega en feministar siður.
Sagt er frá því á heimasíðu staðarins
að plötusnúðar helgarinnar hafi ver-
ið þeir DJ DHD og DJ Extreme og er
í auglýsingu sérstaklega tekið fram
að hvorugt kvöldanna yrði fyrir
viðkvæma.
Kálfurinn Villimey kominn
úr útlegð á fjöllum
„Hún er komin í hús og er nokk-
uð hress bara,“ segir Ragnar Þor-
steinsson, bóndi í Sýrnesi í Aðaldal.
Ragnar hafði frá í haust gert
árangurslausar tilraunir til að koma í
hús ársgömlum kálfi sem hafði kom-
ist á fjall og ekki viljað aftur í hús.
„Hún komst í trjálendi hérna á
Fljótsheiðinni og var svo stygg að
það var vonlaust að ná henni," segir
bóndinn sem naut aðstoðar björg-
unarsveitarmanna við að koma heyi
til kálfsins sem lét ekki sjá sig við
heyið fyrr en leitarmenn voru á bak
og burt.
Það var því ekki fyrr en í síðustu
viku sem tókst að ná böndum á
kálfinn, sem nágrannar Ragnars
hafa gefið nafnið Villimey. Hún
dvelur því nú í fjósi á bænum og hef-
ur að sögn Ragnars sýnt litla tilburði
til frekara stroks. „Nei, við skulum
Kýrskýr á fjöllum Ársgömul kviga strauk á
fjöll ihaust og gerði Fljótsheiðina og kjarrið
þar að heimili sinu. Kálfurinn á myndinni
tengist ekki efni greinarinnar - að öðru leyti
en því að hann er kálfur.
vona að hún finni sig í fjósinu núna,
að minnsta út veturinn, “ segir bónd-
inn á Sýrnesi.