Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2007, Blaðsíða 63
SÓLIN OG STJÖRNUMERKIN
Sé miðað við þær alþjóðlegu markalínur stjörnumerkja sem notaðar
eru í stjörnufræði, gengur sólin nú inn í stjörnumerkin nokkurn veginn
sem hér segir. í hrútsmerki 18. apríl, nautsmerki 14. maí, tvíburamerki
21. júní, krabbamerki 20. júlí, ljónsmerki 10. ágúst, meyjarmerki 16.
september, vogarmerki 31. október, sporðdrekamerki 23. nóvember,
naðurvaldamerki 30. nóvember, bogmannsmerki 18. desember, stein-
geitarmerki 19. janúar, vatnsberamerki 16. febrúar og fiskamerki 12.
mars. Vegna pólveltunnar gengur sólin örlítið seinna í stjörnumerkin
með ári hverju. Pannig breytast dagsetningarnar að jafnaði um einn
dag á hverjum 70 árum.
Breiddarbaugar þeir sem afmarka hitabeltið á jörðinni eru stundum
nefndir „hvarfbaugur krabbans“ og „hvarfbaugur steingeitarinnar" á
landabréfum. Nöfnin vísa til þess að sólin var endur fyrir löngu í þess-
um stjörnumerkjum á sumarsólstöðum og vetrarsólstöðum. Nú er
þetta breytt þannig að sólin er í nautsmerki á sumarsólstöðum en í
bogmannsmerki á vetrarsólstöðum.
BIRTUFLOKKUN STJARNA
Þeim stjörnum sem sýnilegar eru berum augum var að fornu skipt í
sex flokka eftir birtu. Björtustu stjörnurnar töldust í 1. flokki en þær
daufustu í 6. flokki. Nú á dögum er þessi hugmynd lögð til grundvallar
en birtustigin skilgreind með nákvæmni eftir mældum ljósstyrk. Fyrsta
stigs stjarna er sem næst 2,5 sinnum bjartari en annars stigs stjarna, sem
er aftur 2,5 sinnum bjartari en þriðja stigs stjarna o.s.frv. Til að tákna
millistig eru notaðar brotatölur, t.d. 1,5 eða 2,7. Samræmis vegna hefur
orðið að gefa nokkrum björtustu stjörnunum stigatölur sem eru lægri
en 1, og jafnvel lægri en 0 (mínusstig). Hærri stigatölur en 6 eru svo
notaðar til að einkenna stjörnur sem eru svo daufar að þær sjást ekki
með berum augum.
Fjöldi fastastjarna í mismunandi flokkum er u.þ.b. þessi:
Birtustig —1012 3 4 5 6
Fjöldi stjarna 2 7 13 71 190 620 2000 5600
Þarna er miðað við að 6. flokkur, til dæmis, nái yfir þær stjörnur sem
eru á birtustigi frá 5,5 til 6,5. Þótt venjulega sé talið að stjörnur sem eru
daufari en þetta sjáist ekki með berum augum eru mörkin ekki skýr, og
þess eru dæmi að fólk með aíburðasjón liafi greint stjörnur í 7. og jafn-
vel 8. flokki.
Þegar birtustig stjörnu er tilgreint er ávallt miðað við að stjarnan sé
beint yfir athugandanum. Ef stjarnan er nær sjóndeildarhring fer ljósið
lengri leið gegnum andrúmsloft jarðar og deyfist því meira. Deyfingin
er allbreytileg, en við bestu skilyrði nemur hún 0,1 birtustigi þegar
stjarnan er í 45° hæð, 1 stigi við 10° hæð, 2 stigum við 4° hæð, 3 stigum
við 2° hæð, 4 stigum við 1° hæð og 6 stigum við sjónbaug.
(61)