Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2007, Síða 70
Deseniber
Mars kemst í gagnstöðu við sól í mánuðinum og verður þá í hásuðri
á miðnætti, hátt á lofti, bjartur og áberandi. Hann er svo norðarlega á
himinhvelfingunni að hann sest ekki frá Reykjavík séð (er pólhverfur).
Mars reikar úr tvíburamerki í nautsmerki í mánaðarlok. Hinn 24.
desember hverfur hann bak við tunglið (sjá bls. 63). Satúrnus kemur
upp síðla kvölds og er á lofti til morguns. Hann er enn í Ijónsmerki,
bjartastur stjarna þar. Venus kemur upp snemma morguns og er skær-
asta stjarnan á morgunhimninum. Við sólarupprás er hún í suðri, en
hæð hennar yfir sjónbaug í Reykjavík minnkar smám saman úr 18° í 7°.
Úranus er í vatnsberamerki allt árið. Hann er í gagnstöðu við sól í
september og er þá í hásuðri á miðnætti, 20° yfir sjónbaug í Reykjavík.
Birtustig Úranusar er nálægt +5,8 svo að hann sést tæplega með berum
augum, en hann ætti að sjást í litlum handsjónauka.
Neptúnus er í steingeitarmerki, talsvert vestar en Úranus og lægra á
lofti. Birtustig Neptúnusar er nálægt +8 svo að hann sést aldrei án
sjónauka.
Plútó er í steingeitarmerki, nærri mótum höggormsmerkis og Naður-
valda, nálægt 17' 50m í stjörnulengd og —17° í stjörnubreidd, um 7°
norðan við sólbraut (sbr. kortið á bls. 73). Birtustig Plútós er um +14
svo að hann sést einungis í stjörnusjónauka.
UM VETRARBRAUTINA
Sólin er aðeins ein af aragrúa stjarna í hinu mikla stjörnukerfi
vetrarbrautarinnar sem telur að minnsta kosti 200 milljarða sólstjarna.
Pvermál þessa kerfis er um hundrað þúsund ljósár. Til samanburðar
má nefna að fjarlægðin til tunglsins er rúmlega ein ljóssekúnda og að
fjarlægðin til ystu reikistjörnunnar, Plútós, er meira en fjórar ljós-
stundir. Ef gert væri líkan þar sem fjarlægðin til Plútós væri einn milli-
metri yrði þvermál vetrarbrautarkerfisins í sama mælikvarða um 200
kílómetrar.
Miðja vetrarbrautarkerfisins er í áttina að stjörnumerkinu Bog-
manni, við 29° suðlægrar stjörnubreiddar, of sunnarlega á himni til að
sjást frá íslandi. Staðurinn er nálægt rönd kortsins á bls. 73 við mánað-
arnafnið „Júní“. Með tilliti til norðurskauts himins er snúningur vetrar-
brautarinnar réttsælis, öfugt við gang reikistjarna um sólu, og snún-
ingsstefnan frá jörðu séð er í átt að himinstað sem er á 48° norðlægrar
stjörnubreiddar, skammt frá stjörnunni Deneb í stjörnumerkinu Svan-
inum (sjá kortið á bls. 73).
(68)