Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2007, Blaðsíða 195
Ný, kæld eða ísvarin fiskflök 12.117 (11.590)
Sjófryst flök 9.887 (9.713)
Sjófrystur heill fiskur 8.749 (7.639)
Loðnumjöl, síldar- og þorskmjöl 8.580 (12.606)
Nýr, kældur eða ísvarinn heill fiskur 7.653 (7.527)
Saltfiskflök, bitar 5.195 (6.013)
Viðskipti í Kauphöll íslands fóru vaxandi á árinu og námu
alls 2.527 milljörðum króna (2.218 árið áður). Var þetta fjórða
árið í röð, sem veltuaukning var mikil. Urvalsvísitala aðallista
hækkaði um 64,7% (59,0% árið áður). Vísitalan var með loka-
gildi ársins 5.534 stig (3.360 árið áður).
Af einstökum fyrirtækjum á aðallista Verðbréfaþings hækk-
uðu bréf í Landsbanka íslands hf. mest eða um 113%, þá kom
Bakkavör með 110% og FL Group með 102%. Mesta lækkun
hlutabréfa var hjá Flaga Group 24%. Þá kom SÍF hf. með 16%
lækkun.
Markaðsvirði Kauphallarfyrirtækja á aðallista nam um 1.700
milljörðum í árslok 2005. Verðmætasta fyrirtækið var KB-
banki hf., en markaðsvirði hans var talið vera um 496 milljarðar
króna, næst á eftir komu Landsbankinn, sem var upp á 279
milljarða, og íslandsbanki hf. upp á 227 milljarða.
Eigendaskipti ífyrirtœkjum
í apríl keypti félag í eigu Karls Wernerssonar 66,6% hluta-
fjár í Sjóvá af Islandsbanka. Bankinn ætlar að eiga áfram 33,4%
í félaginu. Straumur vildi kaupa Sjóvá en fékk ekki. - í júní
keyptu átta af helstu stjórnendum íslandsbanka bréf í bank-
anum fyrir 3,2 milljarða. Bankinn lánaði peningana. Bjarni
Armannsson keypti fyrir 1,3 milljarða. - 2. ágúst var tilkynnt
að eigendur Burðaráss hefðu skipt fyrirtækinu upp milli Lands-
banka og Straums. Þetta var kallaður mesti fyrirtækjasamruni á
Islandi. - 3. ágúst voru undirritaðir samningar milli I-Holding
(Baugur, Straumur, Birgir Þór Bieltvedt) og eigenda Illum versl-
unarinnar í Kaupmannahöfn um kaup íslendinganna á verslun-
inni.
Frá og með 1. október varð til nýtt móðurfélag Og Vodafone
(193)