Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2007, Page 68
Janúar
I byrjun mánaðar er Venus komin fram sem kvöldstjarna austan við
sól, lágt á lofti, en hækkar smám saman um leið og hún fjarlægist sól. I
mánaðarlok hefur hún náð 11° hæð yfir sjónbaug í suðvestri við sólar-
lag í Reykjavík. Satúrnus kemur upp snemma kvölds og er á lofti alla
nóttina. Hann er í ljónsmerki, bjartari en nokkur fastastjarna þar um
slóðir. Júpíter er morgunstjarna, lágt á lofti á suðurhimni fyrir birtingu
í Reykjavík.
Febrúar
Venus er kvöldstjarna í suðvestri eða vest-suðvestri við myrkur í
Reykjavík, allra stjarna björtust. Hún heldur áfram að fjarlægjast sól
og hækkar jafnframt á lofti. Merkúríus verður einnig kvöldstjarna, en
er nær sól en Venus og erfitt að sjá hann. Frá 6. til 13. febrúar verður
hann í 7° hæð á suðvesturhimni við myrkur í Reykjavík. Birta hans fer
dvínandi á því tímabili. Satúrnus kemst í gagnstöðu við sól í mán-
uðinum og er þá í hásuðri um miðnættið, hátt á lofti. Hann er í ljóns-
merki og er á lofti alla nóttina. Júpíter er morgunstjarna, en liggur ekki
vel við athugun. Hann kemur upp tveimur stundum fyrir birtingu, en
nær aðeins 4° hæð í suðri í Reykjavík.
Mars
Venus er kvöldstjarna á vesturhimni eftir sólarlag, skær og áberandi.
Eftir að hún sest er Satúrnus bjartastur reikistjarna. Hann er í ljóns-
merki og er á lofti allar myrkurstundir í Reykjavík. Hinn 29. mars
gengur hann bak við tunglið (sjá bls. 63). Júpíter er morgunstjarna, lágt
á suðurhimni fyrir birtingu.
Aprfl
Venus er kvöldstjarna á vesturhimni eftir sólarlag, björtust allra
stjarna. Hún er á lol'ti frarn á nótt. I mánaðarlok verður hún pólhverf í
Reykjavík og sest þá ekki í mánaðartíma. Satúrnus er á lofti allar
stundir þegar dimmt er í Reykjavík. Hann er í ljónsmerki. Júpíter er
enn morgunstjarna, lágt á lofti á suðurhimni fyrir birtingu. Hann nær
mest 4° hæð í Reykjavík.
Maí
Venus er kvöldstjarna á vesturhimni við sólarlag, björt og áberandi.
Fram til 23. maí sest hún ekki (er pólhverf). Satúrnus er líka á vestur-
himni þegar kvöldar, lengra frá sól og hærra á lofti, en miklu daufari en
Venus. Júpíter er morgunstjarna, lágt á lofti sem fyrr, kemst hæst 4° yfir
sjónbaug í suðri í Reykjavík.
Júní-júlí
Vegna birtunnar er erfitt að greina reikistjörnur um hásumarið hér-
lendis, en það er ekki útilokað, sérstaklega ef sjónauki er notaður.
(66)