Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2007, Page 69
Venus kemst lengst í austur frá sól í júnímánuði og verður þá kvöld-
stjarna í vest-norðvestri við sólarlag. Hæð hennar á himni við sólarlags-
bil fer minnkandi úr 16° í byrjun júní í 4° í júnílok. Hinn 18. júní hverf-
ur hún bak við tunglið, en það verður í björtu (sjá bls. 63) og því erfitt
að sjá það án sjónauka. Júpíter kemst í gagnstöðu við sól snemma í júní
og verður þá í suðri um lágnættið, 4° yfir sjónbaug í Reykjavík.
Ágúst
Mars kemur upp um það leyti sem dimmt er orðið og er á austur-
himni til morguns. Hann er í nautsmerki, heldur bjartari en bjartasta
fastastjarnan í því merki (Aldebaran), sem líka er rauðgul að lit. í mán-
aðarlok er Venus komin fram undan sól sem morgunstjarna og nær þá
7° hæð í auslri við sólarupprás í Reykjavík.
September
Mars er eina reikistjarnan á næturhimninum. Hann kemur upp í
norð-norðaustri eftir að dimrnt er orðið og er á lofti fram í birtingu.
Hann gengur úr nautsmerki í tvíburamerki og er bjartasta stjarnan á
þeim slóðum, auðþekktur af rauðgula litnum. Venus er morgunstjarna
á austurhimni, skær og áberandi. Hún er lágt á lofti í byrjun mánaðar,
en hækkar ört um leið og hún fjarlægist sól. Satúrnus kemur fram und-
an sól þegar líður á mánuðinn og verður líka morgunstjarna, nær sól en
Venus á himni og mun daufari. Satúrnus er í ljónsmerki.
Október
Mars er enn eina reikistjarnan á næturhimninum. Hann kemur upp í
norð-norðaustri nokkru eftir að dimmt er orðið og er á lofti fram í birt-
ingu. Mars er í tvíburamerki, bjartari en nokkur fastastjarna ef Síríus
er undanskilin. Venus og Satúrnus eru morgunstjörnur á austurhimni.
Þær mætast 15. október (sjá bls. 43), þá báðar í ljónsmerki. Venus er
miklu bjartari, enda skærasta stjarna himins.
Nóvember
Mars er á næturhimninum, bjartur og áberandi. Hann kemur upp
snemma kvölds í norð-norðaustri og er á lofti fram í birtingu. I lok
mánaðarins verður hann pólhverfur frá Reykjavík séð og er þá á lofti
allan sólarhringinn. Mars er enn í tvíburamerki. Satúrnus kemur upp
um miðnælurbil og er á lofti til morguns. Hann er í ljónsmerki, bjarlari
en nokkur fastastjarna þar í grennd. Venus kemur upp í austri eða
aust-suðaustri síðla nætur og verður skærasta stjarnan á morgunhimn-
inum. Merkúríus verður líka morgunstjarna í mánuðinum. Dagana 4.
til 12. nóvember nær hann 8° hæð yfir sjónbaug í suðaustri í birtingu í
Reykjavík. Birta hans fer vaxandi á því tímabili.
(67)