Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2007, Blaðsíða 112
í Kópavogi frá 1. janúar, Gunnar Einarsson í Garðabæ frá 24.
maí, Gunnar Birgisson í Kópavogi frá 1. júní, Erla Friðriksdóttir
í Stykkishólmi frá 1. ágúst, Guðmundur G. Gunnarsson á
Álftanesi frá 1. september, Guðmundur Páll Jónsson á Akranesi
frá 1. nóvember.
Embættismenn Reykjavíkurborgar: Hafþór Yngvason var í
maí ráðinn safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og tók við starfinu
1. september.
Ymis störf
í janúar lét Garðar Sverrisson af störfum sem formaður
Öryrkjabandalags íslands, en Emil Thoroddsen tók við. - 17.
janúar tilkynnti Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða hf., að
hann ætlaði að hætta um vorið.
í febrúar var Ragnhildur Geirsdóttir ráðin forstjóri Flugleiða
hf. og Jón Karl Ólafsson forstjóri Icelandair. Þau skyldu taka við
af Sigurði Helgasyni 1. júní. Ragnhildur starfaði aðeins til 19.
október hjá fyrirtækinu, sem þá hafði fengið nafnið FL-Group.
Hannes Smárason varð forstjóri en Skarphéðinn Berg Steinars-
son starfandi stjórnarformaður í stað Hannesar.
1. mars var Steinn Logi Björnsson ráðinn forstjóri Húsasmiðj-
unnar í stað Árna Haukssonar. - í fyrri umferð í rektorskjöri
í Háskóla íslands 10. mars fékk Kristín Ingólfsdóttir 28,7%
atkvæða, Ágúst Einarsson 27,6%, Jón Torfi Jónasson 24,7% og
Einar Stefánsson 19,1%. í seinni umferð 17. mars fékk Kristín
52,3% en Ágúst Einarsson 46,4%. Auðir og ógildir atkvæða-
seðlar voru 1,3%. Af 1.088 starfsmönnum greiddu 812 atkvæði
eða 74,6%, en af 8.821 stúdent greiddu aðeins 2.151 atkvæði
eða 24,4%.
1. apríl varð Auðun Georg Ólafsson fréttastjóri hljóðvarpsins
hjá RÚV, en gegndi starfinu aðeins í einn dag. Óðinn Jónsson
var ráðinn fréttastjóri 3. apríl. - Björgólfur Thorsteinsson hag-
fræðingur var í apríl kosinn formaður Landverndar. - 28. apríl
var tilkynnt, að Ásdís Halla Bragadóttir yrði forstjóri BYKÓ.
í byrjun maí var Guðbrandur Sigurðsson ráðinn forstjóri sam-
einaðs félags Mjólkursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna.
- í maí tók Knútur G. Hauksson við starfi forstjóra heildversl-
(110)