Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2007, Blaðsíða 178
afli 15.192 tonn (13.186), lúðuafli 516 tonn (556), grálúðuafli
13.021 tonn (15.479), skarkolaafli 5.794 tonn (5.693), síldarafli
á fslandsmiðum 102.967 tonn (121.577), síldarafli af norsk-
íslenskri síld 161.693 tonn (102.788), loðnuafli 594.632 tonn
(515.581), kolmunnaafli 265.890 tonn (422.074), humarafli
2.030 tonn (1.437), rækjuafli 8.657 tonn (20.001), kúfisksafli
2.357 (10.376) og skötuselsafli 2.843 tonn (2.221).
Nýting afla af öllum miðum var með eftirfarandi hætti:
Frysting í landi 286.991 tonn (302.308), sjófryst 354.065 tonn
(291.105), ísfiskur 13.077 tonn (16.792), söltun 91.052 tonn
(107.167), hersla 2.709 tonn (2.972), bræðsla 798.612 tonn
(899.465), útflutt ísað með flugi 56.459 tonn (48.319), gámar
59.052 tonn (53.359), innanlandsneysla 6.563 tonn (5.931), nið-
ursuða 0,0 tonn (1,0). Afli úr fiskeldi var talinn 410 tonn (448).
Mest verðmæti fyrir afla á árinu fékk fjölveiðiskipið Vilhelm
Þorsteinsson. - í byrjun júní veiddist norsk-íslensk síld nær
landi en verið hafði í 40 ár. Það var 50 mílur austur frá
Neskaupstað.
Sala á fiskmörkuðum óx nokkuð að magni á árinu og nam
um 103.000 tonnum (99.635 árið áður) að verðmæti 11.700
milljörðum króna (11.300 árið áður). Mikil söluaukning varð á
ýmsum smærri mörkuðum eins og Fiskmarkaði Suðureyrar, þar
sem salan varð 5.300 tonn (2.060 árið áður).
Kvótinn
Við upphaf nýs fiskveiðiárs, 1. september, voru þessi þrjú
fyrirtæki með mestan kvóta: HB Grandi hf. með 31.567
þorskígildistonn eða 8,87% af heildarkvótanum, Samherji hf.
og dótturfyrirtæki hans 25.945 þorskígildistonn, eða 7,29% af
heildarkvótanum og Þorbjörn-Fiskanes 17.892 þorskígildistonn,
sem er 5,03% af heildarkvótanum. Kvótahæstu skipin voru
Guðmundur í Nesi RE 13 með 9.414 þorskígildistonn, Arnar
HU 1 með 6.521 þorskígildistonn og Hrafn GK 111 með 5.758
þorskígildistonn.
Eignatilfœrslur í útgerð ogfisksölu
Fisksölufyrirtækin SH og Sjóvík voru sameinuð í mars undir
(176)