Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2007, Side 171
og tómstundaráð, menningar- og ferðamálaráð, skipulagsráð,
umhverfisráð og velferðarráð. - f mars var samþykkt í borg-
arstjórn að stefna að því að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla
eftir nokkur ár. - 26. maí kynntu sjálfstæðismenn í borgarstjórn
tillögur sínar í skipulagsmálum. Þeir vildu koma upp byggð í
Engey, Akurey og Viðey auk Geldinganess. Þá vildu þeir flýta
lagningu Sundabrautar og koma fyrir mislægum gatnamótum
Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. - í skoðanakönnun, sem
gerð var í júlí, mældist Sjálfstæðisfiokkurinn með meira fylgi
en R-listinn, en sú staða hafði ekki komið upp lengi.
Aðdragandi sveitarstjórnarkosninga 2006
Síðla sumars fóru fram viðræður milli flokkanna, sem stóðu
að R-listanum í Reykjavík, um áframhaldandi samstarf. Sérstök
viðræðunefnd lauk störfum 11. ágúst, og var málið sent flokks-
félögunum. A fundi hjá Vinstri grænum 15. ágúst var samþykkt
með 68 atkvæðum gegn 28 að slíta samstarfi R-listans. Annar
borgarfulltrúi flokksins, Björk Vilhelmsdóttir, lenti í minni-
hluta á fundinum. Aðalröksemd Vinstri grænna fyrir því að slíta
samstarfinu var sú, að Samfylkingin vildi ekki ræða framboðs-
mál á jafnréttisgrundvelli.
I fyrstu skoðanakönnun, sem gerð var, eftir að í ljós kom, að
R-listinn byði ekki aftur fram, fékk Sjálfstæðisflokkurinn 47,7%
atkvæða og 8 borgarfulltrúa, Samfylkingin 29,4% og 5 fulltrúa,
Vinstri grænir 13,6% og 2 fulltrúa, Framsóknarflokkurinn
4,9% og engan fulltrúa og loks fékk Frjálslyndi flokkurinn
2,0% og engan fulltrúa.
Fyrsta prófkjör vegna sveitarstjórnarkosninganna 2006 var
hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði í Reykjavík og fór það
frarn 1. október. 750 voru á kjörskrá og greiddu 392 atkvæði.
Svandís Svavarsdóttir varð efst og hlaut 277 atkvæði í 1. sæti,
Arni Þór Sigurðsson hlaut 167 í fyrstu tvö sætin og Þorleifur
Gunnlaugsson 160 í fyrstu þrjú.
Sjálfstæðismenn í Reykjavík voru með prófkjör 4.-5. nóv-
ember. Tveir menn börðust um fyrsta sætið, Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson og Gísli Marteinn Baldursson. Vilhjálmur fékk
6.424 atkvæði í fyrsta sætið en Gísli Marteinn 5.193 Hanna
(169)