Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2007, Síða 168
Sveitarstjórnarmál - sameining sveitarfélaga
23. apríl var kosið um sameiningu fimm sveitarfélaga í
Borgarfirði. Þau voru Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítár-
síðuhreppur, Kolbeinsstaðahreppur og Skorradalshreppur. Sam-
eining var samþykkt alls staðar nema í Skorradal. Engu að síður
er stefnt að sameiningu fjögurra fyrsttöldu hreppanna fyrir
næstu sveitarstjórnarkosningar.
Hinn 8. október fóru fram að tilhlutan félagsmálaráðuneyt-
isins atkvæðagreiðslur í mörgum sveitarfélögum um hugs-
anlegar sameiningar. Var gert ráð fyrir 16 sameiningum. Svo
fór, að sameining var samþykkt í 22 sveitarfélögum af 61, sem
tóku þátt í þessum atkvæðagreiðslum. Þar sem allir aðilar að
hverri sameiningu urðu að samþykkja hana náði aðeins ein
fullu samþykki. Það var á Austfjörðum þar sem samþykkt var
sameining Fjarðabyggðar, Austurbyggðar, Mjóafjarðarhrepps
og Fáskrúðsfjarðarhrepps. Þátttaka var mjög misjöfn, mest í
Ashreppi í Húnaþingi 92,0% en minnst í Reykjanesbæ 13,0%.
Eindregnust andstaða við sameiningu var í Grýtubakkahreppi
99,0%.
Á suðvesturhorninu samþykktu íbúar Reykjanesbæjar sam-
einingu við Sandgerði og Garð, en hinir felldu. Þá felldu íbúar í
Vatnsleysustrandarhreppi sameiningu við Hafnarfjörð. í sveitar-
félögunum fimm á Snæfellsnesi var sameining alls staðar felld.
Hinsvegar samþykktu íbúar Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps
sameiningu en íbúar í Reykhólahreppi, sem áttu að vera með,
felldu hana með miklum mun. Samkvæmt reglum sameining-
arkosninganna skyldu greidd atkvæði aftur í Reykhólahreppi og
var það gert 5. nóvember, en allt fór á sömu leið.
Sameining Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps var felld
á báðum stöðum, en á Ströndum samþykktu íbúar Brodda-
neshrepps sameiningu við Árneshrepp, Kaldrananeshrepp og
Hólmavíkurhrepp. Hinir þrír feildu hins vegar sameiningu svo
að ekki varð af henni. í Húnaþingi vestra samþykktu kjósendur
sameiningu við Bæjarhrepp í Strandasýslu, en meirihluti var á
móti í Bæjarhreppi. Mikill meirihluti íbúa á Blönduósi sam-
þykkti sameiningu við Höfðahrepp (Skagaströnd), Áshrepp
og Skagabyggð, en hinir þrír felldu allir. í Skagafirði voru
(166)