Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2007, Page 159
af embætti utanríkisráðherra og Geir H. Haarde tók við. Árni
M. Mathiesen varð sama dag fjármálaráðherra og Einar K.
Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra.
í ársbyrjun skipaði forsætisráðherra nefnd með fulltrúum allra
flokka til þess að endurskoða stjórnarskrána. Formaður hennar
var Jón Kristjánsson ráðherra. Hugmynd forsætisráðherra var,
að hún skyldi fjalla „einkum um valdsvið forseta Islands". I
skipunarbréfi hennar var sagt, að hún skyldi endurskoða 1.,
2. og 5. kafla stjórnarskrárinnar. Stjórnarandstæðingar vildu
hins vegar fjalla um fleiri atriði. Fyrsti fundur nefndarinnar
var haldinn 24. janúar. Frá Sjálfstæðisflokknum sátu í nefnd-
inni Birgir Ármannsson, Geir H. Haarde og Þorsteinn Pálsson,
frá Samfylkingunni Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Ossur
Skarphéðinsson, frá Vinstri grænum Steingrímur J. Sigfússon,
frá Frjálslynda fiokknum Guðjón Arnar Kristjánsson og frá
Framsóknarflokknum Jónína Bjartmarz auk Jóns Kristjáns-
sonar. Um haustið sögðu Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir sig úr nefndinni og voru Bjarni Benediktsson og
Kristrún Heimisdóttir skipuð í þeirra stað. Nýkjörinn formaður
Sjálfstæðisflokksins lét þau ummæli falla um haustið að fella
ætti niður 26. grein stjórnarskrárinnar, þar sem fjallað er um
málskotsrétt forseta. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varafor-
maður tók undir þetta sjónarmið.
í febrúar kynnti iðnaðarráðherra fyrirætlanir ríkisstjórn-
arinnar um sameiningu Landsvirkjunar, Rariks og Orkubús
Vestfjarða. Stjórnarandstaðan gagnrýndi þetta harðlega. - 7.
apríl voru kynntar tillögur fjölmiðlanefndar, sem menntamála-
ráðherra skipaði til þess að leita sátta í deilum um eignarhald á
fjölmiðlum. Fulltrúar allra flokka voru í nefndinni og var hún
sammála um að 25% eign væri hámark á fjölmiðli, sem næði
til þriðjungs landsmanna. Frumvarp var þó ekki lagt fram.
Skömmu eftir formannskjörið á Landsfundi sjálfstæðismanna
lét Geir H. Haarde í ljós þá skoðun sína, að miða ætti við lægra
hlutfall en 25%.
I lok apríl voru umdeild lög um eftirlaun stjórnmálamanna
til umræðu í ríkisstjórninni. Framsóknarmenn vildu breyta
þessurn lögum og afnema rétt fyrrverandi stjórnmálamanna til
(157)