Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.2007, Side 199
nýmjólkurlítri í pakka 63 kr. (82), smjörkíló 399 kr. (452),
eplakíló 100 kr. (156), kartöflukíló 94 kr. (108), strásykurskíló
96 kr. (105), kaffikíló 769 kr. (749), Coca-Cola í flösku (2 1) 169
kr. (203), brennivínsflaska 3.180 kr. (3.010), bjórdós (Egils gull
50 cl) 209 kr. (196), vindlingapakki 571 kr. (531), herraskyrta
4.521 kr. (4.906), kvensokkabuxur 928 kr. (928), bensínlítri (95
okt.) 114 kr. (112), mánaðargjald á dagheimili í Reykjavík með
fæði 28.080 kr. (27.900), flugferð Reykjavík-Akureyri aðra leið
8.930 kr. (8.505), rútufargjald Reykjavík-Selfoss 1.000 kr. (950),
bíómiði 800 kr. (800), fullorðinsmiði á íslandsmótið í knatt-
spyrnu 1.200 kr. (1.200), mánaðaráskrift að Morgunblaðinu
2.600 kr. (2.400), síðdegisblað í lausasölu 220 kr. (220), strætó-
miði í Reykjavík, stakt fargjald 220 kr. (220).
ÝMISLEGT
Austurbœjarbíó. 1 byrjun júlí keypti Nýsir samkomuhúsið
Austurbæ/Austurbæjarbíó við Snorrabraut í Reykjavík. Fyrir-
tækið ætlar að gera húsið upp og leigja það síðan til tónleika-
halds o.fl.
Baugur. 11. febrúar tóku Baugsmenn við yfirráðum yfir
Big Food Group, sem þeir festu ásamt fleirum kaup á í des-
ember 2004 fyrir 670 milljónir punda. Innan keðjunnar eru
m.a. merkin Iceland og Booker og hjá henni starfa um 40.000
starfsmenn.
Baugsmálið. 1. júlí var tilkynnt, að ríkissaksóknari hefði
gefið út ákærur á hendur sex einstaklingum, sem tengdir voru
Baugi. Þeirra á meðal var forstjóri Baugs, Jón Asgeir Jóhannes-
son og faðir hans Jóhannes Jónsson. Ákærurnar, sem voru í 40
liðum, skyldu þingfestar 17. ágúst, en 13. ágúst birti Fréttablaðið
þær og tekin voru viðtöl við málsaðila. Þeir neituðu allir sök.
Mikil urnræða varð í Bretlandi um þessar ákærur og urðu þær
til þess, að Baugur dró sig út úr viðræðum um kaup á stórri
verslunarkeðju, Somerfield. - 6. september kvað Héraðsdómur
Reykjavíkur upp þann úrskurð, að 18 ákæruliðir af 40 væru
ekki dómtækir. - 20. september vísaði Héraðsdómur öllu
málinu frá, en frávísuninni var áfrýjað til Hæstaréttar. - 24.
(197)