Bræðrabandið - 01.01.1979, Qupperneq 9

Bræðrabandið - 01.01.1979, Qupperneq 9
Á HAUSTRÁÐSTEFNU HEIMSSAMBANDSINS ÞRIÐJUDAGINN 17.0KTÓBER VAR NEAL C. WILSON KJÖRINN FORSETI HEIMSSAMBANDSINS OG ÁTTI AÐ TAKA VIÐ STÖRFUM 3.JANÚAR 1979 ÞEGAR ROBERT PIERSON HÆTTI SEM FORSETI. ÞAÐ SEM HÉR FER Á EFTIR ER RÆÐA í SAMÞJÖPPUÐU FORMI SEM WILSON HÉLT VIÐ ÞAÐ TÆKIFÆRI. Ef ykkur finnst ég vera fölur í framan er það vegna þess að ég geri mér ljósa grein fyrir helgi þeirrar atkvæðagreiðslu sem nýlokið er. Þið heyrðuð Sandefur (formann stjórnar- nefndarinnar) lýsa andrúmsloftinu í stjórnarnefndinni. Þið heyrðuð hann tala um fimm bænir sem voru fluttar á ýmsum stigum í starfi nefndarinnar.Þið heyrðuð hann lýsa samheldninni sem þar var til staðar og ég get aðeins sagt ykkur það að allt þetta leggur mikla ábyrgð á hendur konu minnar og mér. Það er ekki oft sem ég fæ hjart- slátt en þegar ég sé að söfnuðurinn hefur talað á þennan hátt er aðeins eitt svar sem ég get gefið. Ef ég hefði getað fundið góða ástæðu til þess að hafna stöðunni þá hefði ég gert það. Ég hefði gjarnan viljað vera einn af þeim sem stóðu og báðu um að nöfn þeirra yrðu tekin af töflunni í herbergi nefndarinnar. (Hér víkur forsetinn að því að meðan stjórnarnefndin hafði fundi sína voru nokkrir leiðtogar sem voru komnir nálægt eftirlaunaaldri sem báðu um að nöfn þeirra væru þurrkuð út af töflunni) en ég skil líka að Guð hefur leyft sumum okkar að eiga nokkur ár í samvihnu við núverandi forseta, Robert Pierson. Guð hefur leyft sumum okkar að eiga margbreytilega starfsreynslu og líka utan Norður-Ameríku. Þar sem helmingi af lífi mínu hef- 9

x

Bræðrabandið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.