Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2005, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2005, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 Fréttir DV Borgin braut á Securitas Reykjavíkurborg braut á öryggisgæslufyrirtækinu Securitas með útboði fyrir stofnanir borgarinnar. Kærunefnd útboðsmála tekur undir með Securitas að verulegir annmarkar hafl verið á formlegri fram- kvæmd útboðsins. Gerð hafi verið mistök í tilboðs- skrá vegna farandgæslu og þau raskað grundvelli út- boðsins £ verulegum mæli. Því er lagt fyrir Reykjavíkur- borg að auglýsa útboðið að nýju og greiða Securitas 100 þúsund krónur í kostn- að. Útboð stöðvað Samningsgerð eftir út- boð á vegum Innkaupa- stofnunar Reykjavíkurborg- ar á yfirborðsmerkingum á götur hefur verið stöðvað. Fyrirtækið Vegamál ehf. sem átti tilboð í útboðinu kærði að gengið var til samninga við annað fyrir- tæki. Kærunefnd útboðs- mála tekur undir með Vegamáli að útboðsgögnin hafi brotið í bága við lög um opinber innkaup. Þess vegna varð að stöðva út- boðið. Fá verkfalls- rétt á Dalvík Bæjarráð Dalvíkur- byggðar samþykkti á bæjarráðsfundi að taka stöðuheitin forstöðumaður bóka- og héraðsskjala- safns, safnstjóri og for- stöðumaður byggðasafns- ins Hvols út af verkfalls- lista á grundvelli athuga- semda félags íslenskra fræða-kjaradeildar og frá stéttarfélagi bókasafns- og upplýsingafræðinga um að þessar stöður teldust ekki til stærri þjónustustofn- ana. Frægasta fréttatímarit Ítalíu hefur birt grein um deilu Marcos Brancaccia við Snæfríði Baldvinsdóttur og Qölskyldu hennar, sem sögð er ein sú valdamesta á íslandi. Þar segir að itölsk stjórnvöld lofi að fylgja málinu eftir. Ein voldugasta fjölskylda íslands rænir bnrni „Lítilli stúlku er rænt af íslenskri móður sinni og voldugri fjöl- skyldu hennar," segir í inngangi að opnugrein ítalska fréttatíma- ritsins L’espresso um meint barnsrán xslensks sendiherra og dóttur hans. f grein ítalska tímaritsins er spurt hvort ísland sé réttarríki eða þjóðernis-lýðræðisríki. Samkvæmt ítölskum lögum er fjölmiðlum skylt að greina frá hlið beggja aðila, ef eftir því er óskað. Engin slík lög eru í gildi hérlendis. Marco segist í samtali við DV fagna því ef Jón Baldvin greinir frá sinni hlið mála í ítölskum íjölmiðlum. „Jón Baldvin skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hann talaði opinberlega um mig. Ég reyndi að biðja Morgunblað- ið um að birta svar mitt við ásökun- um hans, en þeir gerðu það ekki. L’espresso mun hins vegar birta at- hugasemdir hans ef hann óskar þess, lögum samkvæmt," segir hann. Marco hefur kært islenska ríkið til Mannréttindadómstólsins í Strassborg. Einnig hefur dómari í Mexíkó farið fram á frekari gögn frá saksóknara þar vegna málsins á hendur Snæfríði, Jóni Baldvini og Eduardo Rihan. Frekari frétta af téðum málum er að vænta á næst- unni. jontrau5ti@dv.is „Þessi saga hefur tvær mikilvæg- ar forsendur. Önnur snýr að íslandi, þróuðu samfélagi, sem talið er vera vandvirkt og nákvæmt í mannrétt- indamálum. Hin snýr að hlutverki fjölskyldu Dídíar (Snæfríðar Bald- vinsdóttur), einnar voldugustu fjöl- skyldu landsins," segir í greininni. Þar er farið yfir feril Jóns Baldvins, og kona hans, Bryndís Schram, kynnt sem ungfrú ísland, aðal- Snæfrlður Baldvínsdóttir Nam dóttur sína á brott frá Mexikó án vitundar föðurins. dansmey í ballett og fyrrverandi sjónvarpskona. Yfirvofandi handtökuskipun „Hann er Marco Brancaccia, 42 ára, Rómverji, blaðamaður, frétta- ritari Ansa í Mexíkóborg frá 2001,“ segir í greininni. „Fyrrverandi kona hans, Dídí Baldvinsdóttir, 36 ára, frá íslandi, flúði til Reykjavíkur þann 15. ma£ 2003 með dóttur þeirra, sem í dag er 8 ára, án hans vitundar og bar við lygar hjá sendi- ráðsyfirvöldum. í 19 mánuði hefur hún gert allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að hann geti notið réttar síns til að sjá dóttur sína. Saga full sárs- auka, en einkamál, eins og margar sögur? Nei, opinber saga sem L’espresso segir nú ítölskum almenn- ingi. Sagan vefur sig um þrjú lönd og tvær heimsálf- ur, í hana eru flæktir valdamiklir einstaklingar og erfið réttarfars- og utanrík- ismál. Svo erfið að saksóknari Mexíkó- borgar höfðaði mál á hendur þremur: Snæfríði „Dídf Bald- vinsdóttur, móður Mörtu; föður Dídíar, Jóni Baldvini Hannibals- syni, sendiherra fslands í Flelsinki, fyrrverandi utanríkis- og fjármálaráðherra og leiðtoga sósíaldemókrataflokksins og Eduardo Rihan, heiðurs- konsúl íslands í Mexíkó, fyrir alþjóðlegt barns- rán og flutning á barni. Yfirvof- andi er að út verði gefin alþjóðleg L'espresso Útbreiddasta fréttatimarit italiu. handtökuskipun. “ Einnig kemur fram í greininni að ítalska utan- ríkisráðuneytið standi þétt að baki Marco í mál- inu og lofi að málinu verði fylgt eftir. ftalska sendiráðið í Ósló hefur sent íslenska utanríkisráðherranum tvær skriflegar beiðnir um skýringar. Ekki talað við Jón Baldvin Ekki náðist í Jón Baldvin í gær, en í grein L’espresso er hvorki rætt við Jón Baldvin né Snæfríði. Heim- ildir DV herma að lögfræðingur Jóns Baldvins hafi sent kvörtunar- bréf til L’espresso þar sem fram komi að engar sannanir séu fyrir þvi' sem blaðið greinir frá. Sjálf sagði Snæfríður aðeins „no comment" þegar DV innti hana eft- ir afstöðu hennar til greinar L’espresso í gær. Jón Baldvin og Bryndfs Schram Italska timaritið L'espresso lýsirþeim sem einni \ valdamestu fjölskyldu Islands. Svarið lá fyrir við fyrsta hanagal. Eva María var á vitlausum slóðum. Það á ekld að senda hana út meðal fólks og láta grúska í sagnfræði. Eva María nýtur sín best í beinum út- sendingum innan um lifandi fólk þar sem hún sjarmerar alla upp úr skónum á staðnum. Eva María er kona augnabliksins. Ekki fortíð- arinnar. Svarthöfði beinir því til Stöðvar 2 að hugsa sinn gang. Ekld er nóg að ráða vinsælasta sjónvarpsfólk landsins til starfa og reyna síðan að finna því verkefni eftir á. Eva María á að fara í beina samkeppni við Sirrý á Skjá einum. Þá þyrfti ekki að spyrja að leikslokum. Og þá yrði aftur gaman í stofunni heima hjá Svarthöfða. Svarthöföi Svarthöfði var búinn að bi'ða lengi. Bíða eftir að sjá loksins hana Evu Maríu sína á skjánum eftir barn- eignarleyfið langa og tvöfalda. Sjálf- ur vildi Svarthöfði hafa átt börnin en ekki verður við allt ráðið. Og svo kom hún loks í fyrrakvöld. Það var hátíð á heimili Svart- höfða. Frúin send í bíó og börnin í rúmið. Svarthöfði poppaði og keypti kók. Breiddi si'ðan úr sér í stofunni. Framundan stund með Evu Maríu. Svarthöfði einn með Evu Maríu. Þátturinn byrjaði svo sem vel. Þarna áttu þau saman nokkxar góð- ar mínútur, Svarthöfði og Eva María. ^ Svarthöfði En svo fór allt í vaskinn. Ekkert á skjánum annað en eldgamalt fólk og kindur á hlaupum í myrkri. Ein- hvern veginn lagðist þessi slæða dýrahalds og elli yfir eftirlæti Svart- höfða sem fýrir bragðið var ekki svipur hjá sjón. Hvorki Eva María né Svarthöfði sem átti erfitt með svefn eftir þessi ósköp. Lengi lá hann og hugsaði með höfuð á kodda og sæng yfir haus. Hvað hafði gerst? Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað bara skítt," segir Gunnar Helgason leikari sem leikur nú I sýningunni Ég er ekki hommi í Loftkastalanum.„Var að vakna og ligg hérna heima með einhverja helvítis flensu. Þetta er víst að ganga." Einu sinni var Eva María...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.