Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2005, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2005, Síða 10
1 0 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 Fréttir DV Steingrímur er úkveöinn, hlýr og heiðarlegur einstaklingur, besti vinur sera hægt er að hugsa sér. Steingrimur hefur á örlaga- ríkum stundum þótt gleymnari en góðu hófi gegnir. „Nafni er opinskár, Iff- ------mm mér vei og ég ber hlýjar h taugar tii hans frá því !#>■ ég var I rlkisstjórn. Hann lijL-Ur.l talar tungumál sem fólk skilur og skildi. Hann hefur haldið sinu striki og stendur fyrir það sem Framsókn einu sinni var. Hann gat verið svolltið kærulaus og slengdi hlutunum fram, tungan varstundum lausbeisluð en þetta var hrekklaus stíll. Ekki er vist aö allir hefðu getað fyrirgef- iö stjórnmálamönnum að fela sig bak við gteymsku." Steingrimur J. Sigfússon þingmaður. „Það er lítið að segja nema gott um Steingrim. Eini gallinn er að hann er framsóknarmaður. Hann er heiðarlegur, ósérhlifinn og duglegur og kunni að játa ef honum varð eitthvað á og biðjast afsökunar. Maður getur ekki eignast betri vin. I pólitlk vorum viö sjaldan sammála en hann viðurkenndi þegar við vorum að tala saman privat ef ég hafði rétt fyrir mér, en sagö- ist ekki geta veriö sammála vegna stöðu sinnar, sem sýnir hversu heill hann er, og við það situr." Örn Clausen, lögmaður og æskuvinur. „Það er erfitt að nefna galla en eftir að hann dró sig úr stjórn- málum hefur honum hætt til að tjá sig í við- kvæmum málum, sem er afar óvenjulegt. Hann hefur skoðanir og það þarfað skoða þetta í því Ijósi. Við kynntumst á ferð um landið á kosningafundum 1990. Þá sá ég hversu sterkur hann var og skipulagður. Hversu öfl- ugur hann var sést á þvlhvernig honum tókst að koma á þjóðar- sáttinni miklu og kveða þannig niður verðbólguna." Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi umhverf- isráðherra. Steingrímur Hermannsson fæddist í Reykja- vík22.júnl 1928. Var ráðherra í 16ár,þaraf forsætisráöherra 1983-1987 og 1988-1991. Hann er sestur I helgan stein en hefurþó veriö virkur I þjóðmálaumræðunni.Á dög- unum vakti hann athygli I þættinum Silfur Egils, hann var óspar I gagnrýni sinni á stjórnarherra landsins. Fasteignaverð í miðbænum breytist dag frá degi. Gríðarleg eftirspurn og nægt framboð á lánsfé. Þekkt leikkona græddi 25 milljónir á Suðurgötu. Skógræktarfélagið vill 80 milljónir Ivrir kós a Ranargotu Steinunn Ólína og Stefán Karl seldu húsið sitt á Suðurgötu 6 á tvöfalt hærra verði en þau keyptu það á fyrir fáeinum misserum. Skógræktarfélag Reykjavíkur ætlar að nota uppsveifluna á fast- eignamarkaði og selja hús sitt á Ránargötu. Að sögn fasteignasala breytíst verð upp á Landgræðslusjóður hefur ákveð- ið að selja húseign sína við Ránar- götu 18 og gerir sér vonir um að fá 80 milljónir króna fyrir eignina. Skóg- ræktarfélag íslands hefur verið með húsið á leigu en nú ætíar sjóðurinn að sæta lagi og hala inn fé þegar fast- eignaverð í miðbænum er hátt. Rán- argata 18 er þrjár hæði og hver hæð um 90 fermetrar. Góður tími - gott verð „Þetta er góður tími til að selja og fá gott verð,“ segir Brynjólfur Jóns- son, framkvæmdastjóri Skógræktar- félags Reykjavíkur, sem undirbýr nú flutning félagsins af Ránargötunni og í annað hentugra og ódýrara hús- næði. „Ég býst við að þeim pening- um sem inn koma vegna sölu eign- arinnar verði varið í skógræktarátak þó ekkert sérstakt hafi verið ákveðið í þeim efnum," segir Brynjólfur. Steinunn Ólfna Hagnaöist vel á fasteigna- viðskiptum á Suöurgötu. við á fasteignum frá degi til dags og getur munað hundruðum þúsunda króna hvort menn selja í dag eða á morgun. Svínabóndi með fjármálavit Stjórn Landgræðslusjóðs fundaði með Brynjólfi fyrr í vikunni vegna sölu Ránargötunnar og um leið voru ný húsakynni Skógræktarfélagsins rædd. Formaður stjórnar Land- græðslusjóðs, og heilinn á bak við fasteignaviðskiptin sem skila eiga verulegum hagnaði, er Guðbrandur Brynjólfsson, svínabóndi á Brúar- landi á Mýrum. Hann þykir hafa peningavit sem nýtist skógræktinni í landinu vel. Steinunn Ólína græðir Úr næsta nágrenni Ránargötunn- ar berast þær fréttir að leikkonan Steinunn Ólína og sambýlismaður hennar Stefán Karl, betur þekktur sem Glanni glæpur í Latabæ, hafi selt hús sitt við Suðurgötu 6 fyrir hartnær 50 milljónir króna. Mun leikaraparið hafa hagnast um hart- nær 25 milljónir króna við söluna en kaupandinn er byggingarverktaki sem hyggst taka til hendinni á lóð- inni við Suðurgötu sem er í hjarta miðbæjarins. Húsið keyptu þau Steinunn Ólína og Stefán Karl fyrir nokkrum misserum. Er söluhagnað- ur þeirra lýsandi dæmi fyrir þá verðhækkun sem orðið hefur á fasteignamarkaðnum á síðustu mánuðum. Útíánsstofnanir mæti lægri vöxtum einfaldlega með hærra fasteignaverði. Daglegar breytingar Að sögn fasteignasala breytist verð upp á við á fasteignum frá degi til dags og getur munað hundruðum þúsunda króna hvort menn selja í dag eða á morgun. Hafa þessi mismunandi dagsverð verið að rísa síðustu tvær vikurnar og ekki útlit fyrir að linni í bráð. Eiður Örn Ingvarsson er ósáttur við dóm héraðsdóms og ætlar að áfrýja Björgólfur kaupir breskt Landsbankinn hefur gert yfirtökutilboð í breska ij ármálafyrirtækið Teather & Greenwood. Samkvæmt tilboðinu er fyrirtækið verðlagt á um 5 milljarða króna. Stjóm breska félagsins og æðstu stjórnendur mæla með tilboðinu við hluthafa. Nú þegar hafa eigendur 48,5% hlutafjár lýst sig hlynnta tilboðinu. Teather & Greenwood er eitt af smærri verðbréfafyr- irtækjum Bretíands. Áhersl- an er á verðbréfamiðlun fyrir fagfjárfesta og ráðgjöf. Það á sér 130 ára sögu og var skráð á hlutabréfa- markað árið 1998. Greining íslandsbanka segir frá. Kallaði ekki eftir hjálp þó Birgitta væri dáin Eiður Örn Ingvarsson, sem var fyrir helgi dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að koma deyjandi konu ekki til hjálpar, ætíar að áfrýja dómnum. Lögfræðingur hans, Róbert Árni Hreiðarsson, staðfesti þetta í samtali við DV. Hann segir málið fordæmisgefandi og byggt á mjög veikum gmnni. Dómurinn taldi brot Eiðs mjög alvarlegt. Hann var einn í íbúð á Lindargötunni með Birgittu frisi Harðardóttur þegar Birgitta veikt- ist heiftarlega eftir að hafa spraut- að sig með fíkniefnum milli klukkan fjögur og fimm mánudag- inn 25. ágúst 2003. Dómurinn taldi sannað að svaraði því til að hann hefði ekki treyst sér til að hringja í neyðarlín- una þar sem hann hefði þurft að fela fíkniefni Birgitta íris Harðardótt- ir Dómurinn segirskeyt- ingarleysi Eiðs hafa kostað Birgittu llfið. Birgitta hefði getað lifað af hefði hún komist á sjúkrahús en Eiður og áhöld til fíkniefna- neyslu. Þá ákvörðun tók hann eftir að honum var ljóst að Birgitta íris var dáin. Róbert Árni Eiður Örn Ingvarsson Lögfræðingur Eiðs segir n ósáttan við dóminn. Hreiðarsson segist ætía að fara yfir dóminn á næstu dögum en það liggi ljóst fyrir að málinu verði áfrýj- að. „Eiður er ekki sáttur við niður- stöðuna og telur sig saklausan," segir Róbert. Frá árinu 1993 hefur Eiður þrisvar sinnum verið dæmdur fyrir auðgunarbrot. Hann hefur fimm sinnum gengist undir sátt eða verið dæmdur fyrir brot á fíkniefnalög- um. í dómnum yfir honum nú segir að „símtal af hans hálfu kynni að hafa bjargað lífi Birgittu írisar Harðardóttur. Framferði ákærða þann dag ber vott um skeyt- ingarleysi um líf ungrar stúlku sem í ástandi sínu var honum að öllu leyti háð um líf sitt. Er hér um alvarlegt brot að ræða.“ simon&dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.