Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2005, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005
Fréttir DV
Meiddust yfir
íslandi
Skelfing greip um sig
meðal flugfarþega SAS á
laugardagipn j|egar flugvél
féll niður 200 nietra í
ókyrrð yfir íslaiidi. Nokkrir
farþeganna skrámuðust og
skárust á höfði ög norsk
flugfreyja slasaðist, sam-
kvæmt frétt norska blaðsins
Verdens Gang. Vélin var á
leið frá New York til Kaup-
mannahafnar og hafði ílug-
ið gengið að óskum þar til
komið var yfir ísland. Að
sögn talsmanns SAS var
ekki um alvarlegt flugatvik
að ræða, þó svo að farþegar
hafi verið sem í lausu lofti
og metið þetta sem hræði-
legan atburð.
Fimm póst-
kassar brotnir
í fyrrakvöld barst lög-
reglunni í Keflavík til-
kynning um skemmdar-
verk í félagsmiðstöðinni
Hvammi við Suðurgötu í
bænum. Þar höfðu fimm
póstkassar í anddyri ver-
ið brotnir. Um morgun-
inn sama dag var til-
kynnt um innbrot í iðn-
aðarhúsnæði á Sjávar-
götu í Sandgerði. Úr bif-
reið sem er inni í húsinu
var stolið Pioneer-hátöl-
urum, bassakeilu og
geislaspilara.
Vinnuslys í
slæmum sjó
Skömmu eftir hádegi í
fyrradag barst lögreglunni í
Keflavík tilkynning um
vinnuslys um borð í flutn-
ingaskipi sem var að leggj-
ast að bryggju í
Njarðvíkur-
höfn. Skipverji
hafði slasast
við störf í mikl-
um veltingi
skipsins á leið
til landsins. Skipverjinn var
fluttur á sjúkrahús í Reykja-
nesbæ til aðhlynningar.
Meiðsl hans reyndust
minniháttar.
núna og maöur er bara alveg
slakur/ segir Jón Sigurðar-
son, vefstjóri og bræöslu-
starfsmaöur á Vopnafirði.„Viö
erum aö bræöa loðnu á fullu
og eigum von á fleiri skipum
og þá veröur jafnvel athugaö
Landsíminn
ingu. Samruninn við HB-
Granda hefur reynst vel og
lofar satt best að segja góöu
og nóg að gera í kjölfarið á
því. Svo var þorrablót hérna á
bóndadaginn, hörku fjör og
árið gert upp aö vopnfirskum
sið og enginn sár eftir. Svo er
slðan mín, vopnafjörður.is, að
komast I gagnið aftur og fleiri
breytingar eru væntalegará
henni. Svo fer maður að mega
skjóta rjúpuna aftur, ég vona
aö þaö sé að rofa til með þau
mát."
Tryggvi Ingólfsson sendi fólki með húsnæði í nauðungarsölu bréf þar sem hann
bauðst til að kaupa af þeim milliliðalaust. DV hafði samband við Félag fasteigna-
sala og í kjölfarið dró Tryggvi allt sem stóð í bréfunum til baka. Tryggvi sem ekki
er fasteigansali segir efni bréfa sinna hafa verið misskilið.
Braskari ágirntist
íbúðir nauöstaddra
Tryggvi Ingólfsson Sendibréftil
fjölda fálks með eignir sinar i nauðung-
arsölu og bauðst til að kaupa þær af
þeim án afskipta fasteignasala og borqa
beintá borðiö.
Tryggvi Ingólfsson sendi hópi fólks sem hefur lent með hús-
eignir sínar í nauðungarsölu bréf þar sem hann lýsir sig viljug-
an til að kaupa eign þeirra án milligöngu fasteignasala. Hann
býður fólkinu peninga beint á borðið sem hann segir bjarga
lánstrausti og fjárhagsstöðu þeirra. „Kolólöglegt athæfi," segir
Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala.
Fær peninga með lánum
„Það eina sem ég er að gera er að
losa fólk við sölulaunin í ferlinu,"
Umrætt bréf byrjar svo: „Kæri
fasteignaeigandi. Ég vill kaupa fast-
eignina þína. Ég er ekki fasteignasali
og vinn ekki fyrir fasteignasölu. Ég
hef ekki áhuga að setja fasteignina
þína á söluskrá eða sýna öðrum
þessa eign."
Gerðu það núna - strax
f bréfinu er talað um að sala fast-
eigna sé dýrt ferli og fasteignasalar
græði hundruð þúsunda á því. „En
ef ég kaupi eignina þína, lofa ég þér
því að það verði ekki nein óhófleg
gjöld eða sölulaun sem þú þarft að
greiða," segir Tryggvi í bréfinu.
Tryggvi ábyrgist að gera skriflegt
tilboð í eignina innan 48 klukku-
stunda og ef samkomulag náist
verði allt greitt í reiðufé og gengið frá
kaupunum. Neðst eru eftirfarandi
skilaboð: „Ef þú vilt selja fasteignina
þína á fljótlegan og á sem auð-
veldasta hátt, þá verður þú einfald-
ega að hafa samband. Ekki hika -
gerðu það
NÚNA
STRAX."
sagði Tryggvi í samtali við DV fyrir
helgi og sagðist ekki vita til þess að
slíkt söluferli væri ólöglegt. „Mað-
ur finnur fólk sem vill selja fljótt og
reddar þeim úr vandræðum. Yfir-
leitt fær fólk ekki mikið frá nauð-
ungarsölum og lánstraust þeirra
er í klessu."
Tryggvi segist redda peningum
fyrir kaupunum með lánum. „Ég á
ekki endalausa peninga til að leggja
út. Ég fæ peninga með lánum.
Maður hefur ágætt nafn og þeir eru
tilbúnir til að lána manni í alls konar
verkefni."
Grafalvarlegt mál
Grétar Jónasson, framkvæmda-
stjóri Félags fasteignasala sagði það
vera klárt mál að svona bréfasend-
ingar til fólks í bágindum væru
. kolólöglegar:
„Það eru einvörðungu fasteigna-
salar sem hafa lagalega heimild tii
að hafa milligöngu í fasteignavið-
skiptum. Umrætt fólk berst við
slæma fjárhagsstöðu og getur átt
erfitt. Fasteignasalar verða og eiga
að sjá um hagsmuni beggja aðila.
Þetta athæfi byggir á gróðasjónar-
miðum og það er illa farið með fólk."
Grétar segir
Grétar Jónasson,
framkvæmdastjóri
Félags fasteigna-
sala Segir mikilvægt
að fólk vari sig á svik-
urum i fasteignaleit.
félagið hafa
fengið símhring-
ingar vegna
bréfsins. „Þessi
bréf fóru í tals-
vert miklu magni
til fjölda fólks
sem hefur haft samband við okkur,
miður sín yfir þessu."
Ógeðfellt
Grétar segir að allir þeir sem hafa
átt í viðskiptum á þennan hátt eða
ætli sér að gera það ættu að hafa
samband við félagið. „Við myndum
aðstoða fólk að vinda ofan af þeim
viðskiptum. Fólk þarf að huga að því
að þegar eitthvað er boðið frítt eða
ókeypis gæti ýmislegt misjafnt legið
þar að baki, eins og í þessu tilfelli,"
segir hann.
Að sögn Grétars geta „menn úti í
bæ“ tekið upp svona kauphætti.
„En hvernig meta þeir íbúðina,
vinna skjalagerð og annað sem fast-
eignasalar eru sérhæfðir í að
vinna?" spyr Grétar sem telur það
vera ógeðfellt að sjá aðstöðumun-
inn milli aðila í þessu tilviki. „Þetta
eru menn sem eiga peninga og
þykjast geta frelsað fólk á staðnum
og unnið góðverk. Það er mikilvægt
að brýna fýrir fólki að vara sig á
slíku."
Dregur allt til baka
Tryggvi er ekki fasteignasali.
Hann sagðist í samtali við DV í gær
hafa ákveðið, samkvæmt ráðlegg-
ingum, að draga tflboðin tfl baka og
senda fólki afsökunarbréf.
Tryggvi segist þó ekki líta svo á að
hann hafi gert neitt ólöglegt. „Ég
dreg þetta til baka vegna þess að
þetta fór fyrir brjóstið á fólki. Það
dró ályktanir um að við værum að
gera eitthvað annað, hélt að við
myndum ekki fara með kaupin í
gegnum fasteignasala," segir hann.
í bréfinu sem var sent út er það
margendurtekið að fasteignasali
komi hvergi nálægt kaupunum og
Tryggvi taki að sér alla pappírsvinnu
og „vesen".
Tryggvi segir það vera misskfln-
ing sem hefði átt að orða betur. „Við
gáfum það óvfljandi í skyn. En þetta
átak er dottið upp fyrir," segir hann.
tol@dv.is
Sérkennilegur snúningur í Jackson-málinu
Sigurjón fær ekki svör á þingi
Móðir fórnarlambsins
er orðin Janet Jackson
Allsérskennilegur hliðarsnúningur
er komiim á málaferlin gegn söngvar-
anum Michael Jackson vestur í Banda-
ríkjunum.
Móðir drengsins sem Jacko er sak-
aður um að hafa misnotað kynferðis-
lega, Janet Arvizo, gifti sig nýlega í Las
Vegas. Eiginmaður hennar er major í
bandaríska hernum sem heitir Jay
Jackson og því heitir móðirin nú Janet
Jackson.
Réttarhöldin yfir Michael Jackson
em loks byrjuð vestan hafs með vali á
kviðdómi í málinu. Það val virðist ætla
að dragast á langinn vegna ýmissa
vandamála eins og t.d. þess að sá sem
velst í kviðdóminn má ekki hafa vit-
neskju um málið fyrirfram. Er erfitt að
finna slíka persónu miðað við allt fjöl-
miðlafárið í kringum málið.
ir ' —
Janet Jackson
Eiginmaður
hennar er major
i bandariska
hernum sem
heitirJay
Jackson og þvi
heitir móðirin nú
Janet Jackson.
Fórnarlamb Jackos í málinu hinn 15
ára gamli krabbameinsveiki Gavin
Arvizo er nú kominn í verndaða réttar-
gæslu ásamt móður sinni, nýbökuðum
föður og tveimur systkinum. Verjendur
Jackos em þegar byrjaðir að skjóta föst-
um skotum á fjölskylduna og segja að
Gavin og systkini hans hafi farið í
búðarferð með saksóknara málsins í
Beverly Hills. Dmdge Report segir frá.
Þingmaður segir
þingið einsog sirkus
Sigurjón Þórðarson þingmaður
Frjálslynda flokksins hafði í gær ekki
fengið svör við fyrirspurn sinni um
það hvað forsæúsráðuneytið hafi
greitt fyrir lögfræðiálit frá Eiríki
Tómassyni. Sigurjón segist ekki
skilja hvers vegna fýrirspurnin
hafi ekki fengið afgreiðslu en yf-
irskrift spurningarinnar var
hvað kattarþvottur ríkisstjóm-
arinnar hefði kostað: „Hvað
greiddi forsæúsráðuneyúð fyrir
lögffæðiálit Eiríks Tómas
sonar sem samið var
fyrir ráðuneyúð,
sunnudaginn 23.
janúar 2005, um
lögmæú ákvörðun-
ar um að styðja taf-
arlausa afvopnun íraks?" spurði
þingmaðurinn.
„Halldór Ásgrímsson vfll ekki
svara þessari spurningu," segir hann.
„Svo frétú ég að Halldór Blöndal
hefði stoppað þetta. Ég er ekki
efstur á vinsældarlistanum hjá
honum," segir Sigurjón. „Þetta
þing er að verða sirkus," segir
þingmaður frjálslyndra.
Síðar í gær féll Halldór
Blöndal frá því að hafna
fyrirspurninni, sem hann
hafði upphaflega
gert vegna þess að
spurt væri um
einkahagsmuni
Eirfks
Tómassonar.