Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2005, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2005, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 Fréttir 0V Chihuahua-hundinum Lúlla var alltaf svo kalt að eigandi hans, Theodóra Elísabet Smáradóttir, ákvað að sauma handa honum flíspeysu. Og nú nokkrum misserum seinna gerir Theo-fatalínan fyrir hunda það gott hér heima og erlendis. „Ég og kærastinn minn Sigurður Jónsson tókum eftir því að hvolpin- um okkar honum Lúlla var alltaf svo kalt, þannig að ég brá á það ráð að sauma handa honum flíspeysu," segir Theodóra Elísabet Smáradóttir sem hannað hefur fatalínuna THEO fyrir hunda. Fyrstu flíkina á Lúlla saumaði Theodóra Elísabet í hönd- unum því saumavélin var biluð en þegar búið var að gera við vélina fór Theodóra að sauma fleiri flíkur á hvolpinn. „Fólk var farið að stoppa mig úti á Hringir til kisunnar á hverju kvöldi Gömul kínversk kona sem býr í borginni Chengdu f Sichu- an-héraði í Kína er þessa dagana í heimsókn hjá dóttur sinni sem býr í suðurhluta Kína. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi ef sú gamla hringdi ekki á hverju kvöldi til kisunnar sinnar sem dvelur á katta- hóteli í heimaborginni, þúsund kílómetra í burtu. Hu Zhongyun sem rekur kattahótelið segir hjart- næmt að hlusta á samtal þeirra. „Sú gamla spyr í hverju samtali köttinn m.a. hvort hann hafi borðað nóg og hagað sér vel yfir daginn og köttur svarar hverri spurningu með mjái.“ Bergljót Davíðsdóttir skrifar um dýrin sín og annarra á miðvikudögum í DV. Kuldakastið í Bandaríkjunum Miklir kuldar hafa gengið yfír mörg fylki Bandaríkjanna að und- anförnu og hafa dýraverndarfélög séð sig knúin til að senda frá sér þarfar leiðbeiningar um hvernig búa eigi að dýrunum í kuldanum. Hunda- og kattaeigendur eru hvattir til að halda dýrum sínum inni og efþau þurfi nauðsynlega að fara út veröi að kiæða þau. Þá þurfí dýrin meira fóður í köldu veðri til að halda á sér hita. Þeim sem eiga sjálfstæða hunda sem vilja vera í hundakofum sínum er bent á að raki getur verið mikill óvinur, gott sé að hækka gólfíð um nokkra sentimetra og strá heyi á gólfíð. Og síðast en ekki síst eru bíleigendur hvattir til að berja á húddið á bílunum sinum áður en þeir ræsa vélina þvi dýr leiti oft i hitann frá vélunum. Fjórtán gæludýrum bjargað úr bruna Slökkviliðsmönnum iSeminole-sýslu í Flórída tókst á mánudaginn að bjarga 74 gæludýrum úr alelda húsi. Það var slökkviliðsmaður [ » á frívakt sem sá A , j húsinu og fór jjLSjjö'".*?- til að athuga W B a M hvortþaðværi V ™ » mann/aust. IIjós % i kom að inni var •» ’ fjöldi dýra i sjálf- heldu, meðal annars heimilshundur- inn, köttur, einn skúnkur, snákar og fleiri gæludýr. Þegar var kallað eftir aðstoð slökkviliðs sem fékk hjálp ná- granna við að bjarga öllum dýrunum sem i húsinu voru. Þegar húsráðendur fréttu um brunann og björgunina fengu þeir þegar í stað áfallahjálp. iílFJÖLSKYLDU-OC HÚ$ DÝRA6 ARDURIN N Opið alla daga frá kl. 10-17 Barngóð kisustelpa Þessa svörtu og hvítu og loðnu kisustelpu vantar nýtt heimili. Hún er afskaplega góð kisa, hrifin af börnum og finnst gaman að leika sér. Það er búið að taka hana úr sambandi og hún er eyrnamerkt og bólusett. Þeir sem áhuga hafa á henni eða öðr- um góðum kisum er bent á að hafa samband við Kattholt eða Ifta á heimasíðuna kattholt.is. iwmm W % götu til að spyrjast fyrir um fötin sem Lúlii var í. Ég fór að gefa því síma- númerið mitt og síðan fór síminn að hringja í tíma og ótíma," segir Theo- dóra Elísabet. Hún hefur alltaf haft áhuga á saumaskap en amma henn- ar kenndi henni að sauma. „Þegar saumaskapurinn var far- inn að vaxa mér einni yfir höfuð ákváðum við Sigurður að ráða til okkar saumakonu. Og í desember 2003 fóru við með afraksturinn á sýningu í Svíþjóð þar sem óhætt er að segja að fatnaðurinn hafi slegið í gegn. Þá varð okkur ljóst að við hefð- um ekki undan pöntununum tvær á saumastofunni og gerðum fram- leiðslusamning við fyrirtæki í út- löndum," segir Theodóra Elísabet sem á síðasta ári hefur setið við og endurhannað og útfært fatnaðinn í samráði við hundana sfna. „Fötin sem eru komin í sölu núna eru hversdagsvetrarföt, peysur, úfp- ur og gallar og í sumar verða á boðstólum smekkbuxur, skotapils og stuttermabolir. Þá er líka í hönnun sparifatalína en um síðustu jól var Lúlli í smóking og Nala dóttir hans sem er líka Chihuahua í bleikum silkikjól," segir Theodóra Elísa- bet. „Fatalínan er hönnuð fyrir smáhunda sem eru yfirleitt mjög kulsæknir. Lúlli og Nala neita að fara út nema klædd. Það eru margir hundar sem þurfa á þessum fötum að halda.. Fötin henta líka hundum með mikinn feld. Þótt feldurinn haldi á þeim hita þá geta snjór og rigning sett strik í reikninginn. Oftar en ekki þurfa feldhundarnir að fara í bað eftir slíkan göngutúr. En nú hef- ur fólk verið að biðja mig um föt á stærri hunda og ég er að fara með númerin upp um 3 stærðir. Fyrir Doberman, Boxer og aðrar stærri tegundir," segir Theodóra Elísabet. „Við ædum að sýna fatalínuna THEO í Iðu í Lækjargötu á laugar- daginn og hefst dagskráin sem við viljum kalla fjölskylduskemmtun kl. 13. Svo ætla hundar úr Hundarækt- unarfélagi íslands að sýna fatalínuna kl. 15 og aftur kl. 16. I Iðu verður margt áhugavert að gerast fyrir hundavini á öllum aldri," segir Theo- dóra Elísabet. Hönnuðurinn og fyrirsætan Theodóra Elísabet og Nala undirbúa sig fyrirtískusýninguna á laugardaginn Þess má geta að fatnaður THEO- fatalínunnar fyrir hunda er til sölu í Iðu, Dýraríkinu á Grensásvegi og Dýrarfkinu á Akureyri. Þá hafa Theo- dóra Elísabet og Sigurður gert sölu- samning við stóran sænska dreifing- araðila og er THEO-fatnaður seldur í mörgum gæludýraverslunum í Sví- þjóð. 30% VETRAR AFSLÁTTUR Allar gæludýravörur og fóður með 30% afslætti. Full búð af nýjum vörum Opið alla daga Tokyo Hjallahrauni 4 Hafnarfirði S: 565 8444 slfcSgfcÉmfc Handsaumaða flispeysan sem vatt npp á sig Ingenya snyrtivörurnar tryggja fljótvirkari árangur og eru það fullkomnasta i gæludýraumönnun á frábæru verði. Allar vörumar eru framleiddar án natríum klóríös sem er ekki einungis skaðlegt fyrir þig heldur líka gæludýrið þitt. Vorsýning Hundaræktarfélagsins Á föstudaginn rennur út skráningar- frestur fyrir vorsýningu Hundaræktarfé- lags íslands sem haldin verður í Kópavogi fyrstu helgina í mars. Dómarar á sýning- unni sem er alþjóðleg ræktunarsýning verða Moa Person frá Svíþjóð, Miklos Levente frá Ungverjalandi og Ðiane And- erson frá Bandarrkjunum. „íslenskur dómari dæmir unga sýnendur í yngri flokki og Sigríður Pétursdóttir á Ólafsvöllum dæmir hvolpa ffá 4 til 6 mánaða," segir Þórhildur Bjartmarz formaður Hundaræktarfélags íslands. „Þá dæmir Diane Anderson eldri sýnendur í yngri flokki og eldri hvolpana. Hundaræktarfélagið heldur alþjóðlegar ræktunarsýningar tvisvar á ári, á vorin og haustin og venjulega höfúm við verið að fá 2 nýjar hundtegundir á sýningarnar." Vorsýningin stendur yfir helgina 4., 5. og 6. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.