Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2005, Qupperneq 31
DV Síðast en ekki síst
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2005 31
Kiallari
Sjálfstæðismenn hafa
nefnilega einmitt
verið mjög duglegir
að skipta um fólk en
málin eru hins vegar
gömul og þrá.
þetta atriði sé þeirra eina stefnumál
í menntamálum Reykvíkinga. Því
þarf gengi þeirra í síðustu þremur
kosningum kannski ekki að koma á
óvart - Sjálfstæðisflokkurinn í
Reykjavík hugsar ekki í takt við fólk-
ið í borginni.
Sjálfstæðisflokkurinn ætti því
kannski ekki að eyða allri orkunni í
að velja sér enn einn nýjan oddvita
heldur að endurskoða stefnuna og
bjóða nú borgarbúum upp á eitt-
hvað nýtt, en ekki sömu harma-
kveinin og þrisvar áður. Hver veit
nema flokkurinn næði þó að syngja í
aðeins meiri takt við fólkið í borg-
inni.
Úrtakti viðallt
• Á mánudaginn var
sagt frá bréfum hér í '>
blaðinu sem Pétur
Gunnarsson, fyrrum
blaðamaður og nú-
verandi fram-
kvæmdastjóri þing- >
flokks Framsóknarflokksins, hafi
skrifað til fréttastjóranna á Ríkisút-
varpinu, Friðriks Páls Jónssonar, 0-
ínar Hirst og Boga Agústssonar.
Bréfin vöktu mikla undrun þar á bæ
og kom það út eins og Pétur væri að
skammast yfir vinnubrögðum
fréttamanna og segja þeim hvernig
þeir ættu að vinna/Þegar Pétur átt-
aði sig á því að bréf sem átti að vera
tiltölulega saklaust, væri túlkað svo,
sendi hann afsökunarbréf þar sem
fram kom að hann áttaði sig á því
að eitthvað hefði getað misskilist...
• Samfylking og
Framsókn fagna bæði
niðurstöðum í skoð-
anakönnun Gallups.
Þar er Samfylkingin
stærsti flokkurinn og
Framsókn tapar engu
þrátt fýrir innan-
flokksdeilur og umfjöllun um fraks-
málið og HalldórÁsgrímsson. Átökin
halda áfram því sagt er að Ámi
Magnússon þurfl að leita sér að nýju
kjördæmi en hann bauð fram í
Reykjavík norður síðast og komst á
þing með örfáum atkvæðum. Krón-
prinsinn þarf öruggt sæti og þá þarf
hann annaðhvort að hjóla í Siv eða
Guðna...
Sjálfstæðisflokkurinn í borgar-
stjórn Reykjavíkur hefur hamast
mikið að undanförnu enda þegar
kominn kosningahugur í flokkinn
fyrir sveitarstjórnarkosningar 2006.
Þegar Reykjavíkurlistinn vann borg-
ina af Sjálfstæðisflokknum 1994 -
sem var einmitt fyrsta skiptið sem ég
kaus - þótti sjálfstæðismönnum það
mikill álitshnekkur. Enn meira varð
þó áfallið þegar sjálfstæðismenn
töpuðu aftur árið 1998. Og enn meiri
varð ósigurinn í seinustu kosn-
ingum. En nú ætla sjálfstæðismenn
að leggja allt í sölurnar, þeir hafa
verið á vinnustaðafundum og stefna
á mikinn sigur 2006. En hvað ætla
þeir að leggja til málanna?
Ör leiðtogaskipti
Jú, borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins hafa rekið baráttu sína á
nokkrum málum, reyndar þeim
sömu og þeir hafa rekið baráttu sína
á undanfarin tíu ár án mikils árang-
urs. Þau eru nokkur og ber lfldega
hæst meinta skuldasöfnun Reykja-
víkurborgar. En sá er galli á gjöf
Njarðar að Reykjavík er stöndug.
Skuldir á íbúa eru mun minni í
Reykjavík en í mörgum nágranna-
sveitarfélögum, s.s. Garðabæ.
Enn sorglegri er svo bilaða platan
um „glundroða vinstrimanna" sem
notuð var í gamla daga til að standa
vörð um hreinan meirihluta Sjálf-
stæðisflokks en er ekkert annað en
áróður gegn samsteypustjórnum
margra flokka. Á ú'u ára valdaferli
hefur enginn orðið var við glund-
roða í Reykjavíkurlistanum og Sjálf-
stæðismenn hafa neyðst til að grípa
til þess ráðs að blása upp borgar-
stjóraskipti í valdatíð núverandi
meirihluta sem hafa þó jafnan átt
sér eðlilegar skýringar.
Á hinn bóginn hafa sjálfstæðis-
menn ekki verið síður duglegir við
að skipta um leiðtoga seinustu árin
og yfirleitt rétt fyrir kosningar.
Miðað við það sem gerðist árið 1994
og 2002 geta kjósendur flokksins
þannig engan veginn treyst því að
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson verði
oddviti í næstu kosningum. Ekki
einu sinni þó að flokkurinn stæði vel
í könnunum og ekki einu sinni þótt
hann ynni prófkjör.
Einkaskólar ekki ósk foreldra
Sjálfstæðismenn hafa nefnilega
einmitt verið mjög duglegir að
skipta um fólk en málin eru hins
vegar gömul og þrá. Til viðbótar við
sönginn um skuldirnar og glundroð-
ann er helsta baráttumál flokksins
að einkavæða skólakerfið og þess
vegna eru þeir síklifandi á meintum
misgjörðum Reykjavíkurlistans gegn
einkareknum skólum í borginni. Nú
hafa framlög til einkarekinna grunn-
skóla reyndar aukist mjög í U'ð
Reykjavíkurlistans þó að þeir séu
ekki á sömu reksUarkjörum og borg-
arreknir skólar. Hér eru enda á ferð
einkaaðilar sem taka skólagjöld af
nemendum þó að þeir fái ríflegan
styrk frá borginni.
Hið áhugaverða við þennan mál-
flutning sjálfstæðismanna er að í
viðhorfskönnun sem Gallup gerði
fyrir Fræðslumiðstöð Reykjavíkur á
vormánuðum 2004 meðal reyk-
vískra foreldra kom fram að það at-
riði sem foreldrar lögðu minnsta
áherslu á í skólastarfi í Reykjavík er
að fjölga einkaskólum og efla þá. Þó
að annað mætti ráða af síbylju sjálf-
stæðismanna er þetta það auiði sem
reykvískir foreldrar leggja minnsta
áherslu á.
Ekki bjóða sömu harma-
kveinin
f sömu könnun kom ennfremur
fram að foreldrar leggja mun meiri
áherslu á ýmis önnur atriði sem
reykvísk fræðsluyfirvöld hafa
einmitt verið að sinna af kostgæftii,
svo sem forvarnir gegn einelti og
vímuefnum, aukna sérkennslu fyrir
þá sem dragast aftur úr í námi, há-
degismáltíðir fyrir börn, góðan
tölvukost og aukið námsframboð
fyrir nemendur með óvenju mikla
námsgetu.
Það sem reykvískir foreldrar
telja upp er einmitt það sem fellur
undir fimm höfuðmarkmið reyk-
vískra fræðsluyfirvalda í skólamál-
um. Því er ljóst að áherslur reyk-
vískra fræðsluyfirvalda og foreldra
hafa farið saman þó að auðvitað
megi gera betur. En áherslur borg-
aryfirvalda hafa skilað því að um
83% foreldra eru ánægð með skóla
barnsins síns. Það er hins vegar
lýsandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn að
Katrín Jakobsdóttir
segirstefnu Sjálfstæðis-
flokksins í borgarmál-
um vera úr takti við
íbúa Reykjavíkur.
UTSALfl
í MÚRBÚÐINNI
Allt að 60% afsláttur út þessa viku
m 2,5títrar —5
Marmarahvít innimálning, gljástig 7'
670 kr.
Stigar og
tröppur
30%
afsláttur
Velkomin á Smiðjuveg 72
MURBUÐIN
Opið
mán-fös kl. 8-18
laugard. kl. 9-15
^Smiðjuvegur 72 ■ 200 Kópavogur Simi 544 5470 ■ Fax 544 5471 • sala@murbudin.is ■ www.murfaudin.isy
Upp með hendur
niður með brækur
Þórir sendi DV bréf:
„Það er nánast skömmustulegt
hvernig þjóðin hagar sér fyrir ffaman
imbakassann á föstudagskvöldum.
Lesendur
Hún fleygir 99 krónum, í gegnum
símann, í málstað sem erfitt er að
réttlæta. Mörg hundruð þúsundir
króna fljúga út um glugga lands-
manna, og árangurinn; brostnar
vonir lítilla sála og niðurlæging. Og
landinn horfir á þann særða, með
bros á vör, berjast við að syngja lagið
sem varð honum að falli. Þessi svana-
söngur minnir mig alltaf óþægilega
atvikið þegar kennarinn minn lét mig
gyrða niður um mig fyrir framan
bekkinn minn í barnaskóla, sem refs-
ingu fýrir að gyrða niður um bekkja-
bróður minn. Ég átú það kannski
skilið en ég hef aldrei verið eins nið-
urlægður á ævinni! En eiga þessi grey
þetta skilið? Á einhver svona refsingu
skilið? Þegar vel er að gáð erum við að
safría saman í púkk til þess eins, að
niðurlægja óhamaðan einstakling
sem oftast veit ekki hvað hann hefur
komið sér í. Frægðin og framinn
sem var innan seilingar er fokin út í
veður og vind og hann stendur
allsnakinn einn eftir, uppi á sviði
fyrir framan alþjóð. Þegar ég hugsa
betur út í það þá er ég feginn að
mín refsing var eingöngu fyrir
framan 25 manna bekk, úff. Nú er
bara að bíða eftir næsta föstudegi
með að segja; „upp með hendur
eða niður með brækur" og hlæja
svo af hinum berskjaldaða. Svona
er nú innræti okkar Islendinga!"