Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2005, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2005, Page 17
DV Tækni FIMMTUDAGUR 13.JANÚAR2005 17 og Tækniháskólinn. Hægt er að kaupa stutt- erma á 300 ur, síðerma T-boli á 500 krónur, flís- peysur á frá 500 krónum, kuld'agaUa og samfestinga í litlum stærðum á 1000 krónur og margt annað á afar hægstæðu verði. • í tæknivöruversluninni Hátækni Ármúla 26 er nú tilboð á ýmsum vörum. Kostar Nokia 2300 síminn 6.999 krónur, Nokia 6600 síminn kostar 19.999 krónur, Nokia 7610 kostar 24.999 krónur. Bluetooth fyrir bilinn er á sértilboði og hægt er að fá stafrænar myndavélar og minniskort með 15-25% afslætti. • Lagersala er nú í tísku- versluninni Iðunni, Tjarn- arbóli 4 á Seltjarnarnesi. Hægt er að versla fatnað á afar góðum kjörum en lágmarkstilboðin eru með helmingsafslætti og því ætti að vera öruggt að þar er hægt að gera góð kaup. Handhæg fitusuga Hvaða tæki ætti að vera til? „Ég myndisegja að okkur vanti svona ryksugu sem sýgur fitu affólki, svona fitusugu. Ég sé þetta fyrir mér framleitt fyrir aimenning, þú stingur henni bara i sam- band og hleður líkt og með handryksuguna. Ég held að þessi suga væri nauðsynleg á hvert heimili þvi það vilja allir losna við ein- hverja fitu. Ég er viss um að þetta tæki verði til i framtiðinni og spái því að þetta verði vin- sælasta jólagjöfin árið 2008," segir Arnar Grant likamsræktarkappi. DV hvetur fyrirtæki til að senda tölvubréf til að láta vita af góðum tilboðum, helst með myndum, á netfangið neytendur@dv.is. Neytendasíða DV birtist í blaðinu alla virka daga. Áhugamál eru holl og góð. En hægt er að ganga út í öfgar með flest og í sumum til- fellum verður áhugamálið að fikn. Eitt gott dæmi um slíkt er sjúklegur áhugi á tækjum og tólum, öðru nafni græjufikn. Hér eru rakin helstu einkenni slíkrar fikn- ar sem er eflaust útbreiddari en margur heldur. 7 merki pess að þú sárt græiufíkill *jje Þú finnur ómótstæðilega þörf til að kaupa allar nýjustu græjurnar Þetta er fyrsta og fremsta einkennið á græju- fíkn. Þó svo að það sé engin þörfá heimilinu fyrir tækið, verður viðkom- andi að eignast það - strax! Það er eins og með flestar aðrar fíknir, allt er gert til að rökstyðja kaupin og oftast eiga þessi rök ekkert skylt við raunveruleikann. Reyndar er það oftast þannig að fiknin byggir tilveru- rétt sinn á því að viðkomandi vill forðast hið blákalda og raunverulega líf. Að eignast nýtt tæki er besta tilfinn- ingíheimi Alveg eins og með allar aðrar fíknir jafnast ekkert á við að svala þörfinni. Mikil vellíðun- artilfinning streymir um líkamann þegar fitlað er við nýja tækið, eins og um ástarleik væri að ræða. Erfitt eraðleggjatækið frásér.En eftirþvi sem á líður minnkar spenningurinn og viökomandi fer aftur að skoða nýjar græjur. Frá- hvarfseinkenni geta gert vart við sig efekkert er gert til að svala þörfinni til lengri tíma og geta þau lýst sér með höfuðverk og óreglu- legum svefni. Þú verður að vera fyrstur af vinunum til að eignast nýja græju Rannsóknir sýna að meirihluti þeirra sem kaupa sérnýja græju horfir fyrst og fremst á tísku- hlið kaupanna, I stað notagildis tækisins. Þörfin fyrir athygli er mikil og það er hægt að bóka talsverða at- hygli út á nýja flotta græju - sem enginn á nema þú en alla langar i. Samskonar rannsóknir sýna að konur vilja i sumum tilfellum frekar eyða peningum i nýja græju en snyrtivörur. Telja semsagt að náunginn horfi á þær jákvæðari augum ef þær eiga nýja græju en flottan varalit. Þú eyðir öllum þinum tima i að læra á græjuna Eftir að ný græja er keypt getur tækjafík- illinn eyttöllum stundum dagsins í að læra á tækiö. Hvað allir takkar gera og grandskoða alla notkunarmögu- leika. Ekkert annað kemst að, dagurinn líður án þess að nokkuð annað gerist. Viðkomandi gleymir jafnvel að borða og hunsar alla í kringum sig. Þú ert oflengi íraftækjaverslunum Fyrir tækjafíkilinn getur það reynst erfittað fara i raftækjaverslun og labba tómhentur út. Viðkomandi eyöir allt oflöngum tíma i slikum verslunum og skoðar allt sem i boði er - og leitar allra leiða til aðgetafest kaup á þeim gripum sem grípa augað. Rað- greiðslusamningar eru oftast mest heillandi kosturinn sem I boði er. Hver hefur ekki efni á að bæta við sig 4 þúsund króna greiðslubyrði á mánuði næstu 3 árin?Slíkar röksemda- færslureru vin- sælarensjaldan tilgóðs. Að kaupa nýja græju tekur öllu öðru fram Þó svo að þú sért sá eini á heimilinu sem hefur eitthvert gaman aföllum tækjunum, ganga fjármál heimilis- ins út á tækjakaup. Við- komandi gæti fundist það miklu meira spenn- andi hugmynd að kaupa nýtt plasma-sjónvarp I stað þess að fara I tveggja vikna sól- arlandaferð með fjölskyldunni. Og bara skil- ur ekki afhverju aðrir fjölskyldumeðlimir eru ósammála því. Alýja græjan fær meiri athygli en makinn Oftast er það karlmaður sem lendir í þessari aðstöðu. Konan fær enga athygli þar sem ekkert annað kemst að f huga hans en nýi DVD-spilarinn sem hann sá fyrr um daginn. Hann jafnvel forðast allt samneyti við konu slna, þar með talið kynlíf. Það þarf ekki að eiga mörg orð um það hversu slæm áhrif þetta hefur á sam- bandið og fjölskyldu- lífiðallt. 20vinsælustu hringitónamir 1. Snoop Dogg & Pharrell - Drop It Like Ifs Hot 2. JayZ&Unkin Park - Numb Encore *a& 'Ö <2? -I Nyjasta nýttAllt ggl kapp er lagt á að eign H ast það nýjasta og a flottasta hverju sinni. a G3CSJ GEa'OEJ C&ÐOiED CE>02 3. Eminem - Uke Toy Soldiers 4. Blue - Get Down Onlt 5. Jet - Look What You've Done 6.50 Cent - Disco Inferno 7. The Streets - Blinded By The Ughts 8. Gavln DeGraw -1 Don't Wanna Be 9. Maroon 5 - Sunday Morning 10. Quarashl - Pro 11. Keane-ThIs Is The LastTime 12. Nelly & Tim McGraw -OverAndOver 13. Armand Van Helden - My My My 14. The Game - How We Do 15. Á móti sól -Traustur vinur 16. Justin Tlmberlake - Good Foot 17. Sálin - Tíminn og við 18. í svörtum fötum - Meðan ég sef 19. Ashlee Simpson - Shadow 20. Destin/s Child - Loose My Breath Heimlld: Ogvodafone.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.