Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst
LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 3
Bassaleikarinn setur upp plakat
Sólskin var í miðbæ Reykjavikur í gær en helgarkuldinn,
sem sagt var frá fyrr í vikunni, var greinilega farinn að gera vart
við sig. Þeir sem röltu um í bænum létu það hins vegar ekkert
á sig fá. Ullarhúfur og treflar voru nokkuð áberandi.
Þröstur bassaleikari í Mínus
stóð úti á bolnum og átti fullt í
fangi með að hengja upp
plakat á vegginn fyrir utan Eílefuna.
Verða þetta ekki fínir tónleikar?
„Hvað, kanntu ekki að lesa maður?" svaraði Þröstur og
benti á stórglæsilega auglýsingu fyrir tónleika Mínuss og Brain
Police þar sem allar helstu upplýsingar komu fram.
Skyndimyndin
Þröstur er að vinna á Ellefunni og ákvað að skella upp einu
plakati til þess að minna fólk á stórviðburðinn:
„Tónleikarnir verða á laugardaginn og það kostar ekkert
inn, það stendur hérna, sérðu það ekki maður?" ítrekaði Þröst-
ur og klappaði á öxhna á blaðamanni.
Derhúfa með danska fánanum framan á passaði að sólin
færi ekki í augun á rokkaranum sem ber það svo sannarlega
með sér að vera rokkari.
Mínus og Brain Police munu halda tvenna tónleika á
laugardaginn. Þeir fýrri eru klukkan sautján og þá er ókeypis
inn. Svo eru aðrir tónleikar um kvöldið.
Spurning dagsins
A Markús Orn
að hætta sem útvarpsstjóri?
Efmenn standa sig ekki
eiga þeiradfara
„Já, það finnst mér. Hann kann greinilega
ekki að velja fagmannlega í störf. Efmenn
standa sig ekki í stöðunni verða þeir bara
að fara. Þeir verða að sæta ábyrgð eins og
aðrir í þjóðfélaginu. Efþú stendur þig illa í
vinnu ertu rekinn og það á sama að gilda
hann."
Hafsteinn Haraldsson.
„Mér er alveg
sama. Ég hef
engaskoðuná
Markúsi Erni,
ekki frekar en
nokkrum
manni."
Gunnar Jónsson
„Ég hefenga
skoðuná
þessu máli."
Sigurbjörg
Sigurðar-
dóttir.
„Nei mér finnst
algeróþarfi að
hann geri það.
Það er alger
óþarfi að hann
breyti ákvörð-
un sinni eins
og margirsegi
að hann eigi að gera. Ég er bara
nokkuð sáttur."
Jóhann Ottesen Þórisson.
„Mér finnst að
hann eigi að
hætta og mér
finnst að það
eigi að leggja
niður útvarps-
ráð. Þetta á að
vera fagleg
stofnun og það á ekki að vera
ráðið í stöður eftir pólitík. Ann-
aðhvort á hann að hætta eða
snúa ákvörðuninni við. Hann
verður að hafa traust starfs-
manna sinna og útvarpið þarfá
trausti okkar að halda."
Bryndís ísfold
Hlöðversdóttir.
Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri réð í vikunni Auðun Georg
Ólafsson sem fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Mikil óánægja er meðal
starfsmanna RÚV og hafa margir hótað að hætta starfi dragi hann
ráðninguna ekki til baka.
„Já, ég man vel eftir
þessum tónleikum,"seg-
ir Ólafur Gaukur gítar-
leikari þegar hann er
spurður út í gömlu mynd-
ina.„Þetta var á RúRek sem
haldið var á Hótel Sögu 1992. Það
var fullt
út úr dyr-
umog
mjög góð stemning. Anna Mjöll dótt-
ir mín er þarna með mér. Við tókum
nokkra standarda og svo líka nokk-
ÞAÐ ER STAÐREYND...
Gamla myndin
...að þrír
fjórðu .
hlutar Is-
lands eru
200 metr-
um yfir
sjávarmáli.
ur lög eftir mig. Anna
Mjöll er mjög skemmtileg
djasssöngkona þó ég segi
sjálfur frá og mér finnst
alltaf skemmtilegt þegar við
tökum lagið saman. Hún býr
núna í Kaliforníu og gengur mjög
vel. Ég sjálfur er svo að kenna gítar-
leik eins og ég hefgert svo lengi. Ég
hefnú ekki tölu á hve margir hafa
numið hjá mér en ég vona að ég hafi
gaukað góðum hugmyndum að ein-
hverjum þeirra."
, klósettinu í klukkutlma f)
útsendinguna." Ragnhild
unn Jónsdóttir, fyrrverandi l
frú ísland, nemi í sjúkraþ
og einn þáttastjórnanda
Ópsins, um stressið sem
fylgir því að koma fram í t
in sjónvarpsþætti í fyrsta sinn
í viðtali við Sverri Bergmann c -
>ru Rut Bjarnadóttur I j
og Ðýrið á Po|
ÞEIR ERU FRÆNDUR
Fréttastjórinn og þingflokksformaðurinn
Auöun Georg Ólafsson, nýráöinn fréttastjóri Ríkisútvarps-
ins, er frændi Hjálmars Árnasonar þingflokksfor-
manns Framsóknarflokksins.Auðun ersonurMar-
lu Hannesdóttur sem er dóttir Hannesar Jóns-
sonar fyrrverandi sendiherra og Karinar Waag
Hjálmarsdóttur. Bróöir Karinar varÁrni
Waag Hjálmarsson kennari en þau
eru bæði frá Færeyjum. Sonur Árna,
Hjálmar, hefur verið á þingi fyrír
Framsóknarflokkinn frá 1995.
slökun, hvíld
og svefn sem völ er á
Betra \
BAK
Þar sem Tempur dýnan aðlagast líkamanum dreifir hún þyngdinni og
dregur þar með úr þrýstingi á viðkvæma staði svo sem axlir, mjaðmir,
hné og ökkla. Jafnframt styður hún undir og fyllir upp í „holrúmin" sem
gjarnan skortir stuðning svo sem mjóbak, háls og hnésbætur.
Með Tempur heilsudýnunni nærðu hámarks slökun, hvíld og svefni sem
er lykilinn að góðri andlegri og líkamlegri heilsu.
Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477
betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is
Opib virka daga frá kl. 10-18 • Laugardaga frá kl. 11-16