Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Page 10
10 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 Fréttir 0V Bergur er að sögn kunnugra glaðlyndur maður sem er sí- fellt á uppleið. Velferð barna á hug hans allan og er talið að flestum foreldrum líki störf hans í þágu leikskóla Reykja- víkur. Bergur siglir stundum of lygnan sjó og þykir tilþrifa- lítill - sem kannski skrifast þó einfaldlega á það hversu óframhleypinn hann er. Sumum finnst hann stund- um aðeins ofstifur á sinni meiningu. “Ég hefátt við hann gott og farsælt samstarfi áratugi. Mér hefur alltaf líkað að starfa meö hon- um og hann er mikill áhugamaður um bætta stöðubarna í borginni og hefur unniö farsællega að þvl. Hann er skemmtilegur félagi og góður l flestu þvi sem hann tekur sér fyrir hendur. Mér dettur ekkert í hug um gallana hans.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaþing- maður “Hann er ótrúlega já- kvæður, bjartsýnn og skemmtilegur. Hann er þessi skemmtiiega týpa afstjórnanda. Hann get- ur líka verið fullmikiil þverhaus, þó í góðri merkingu. Hann stjórnar grlðarlega stórum og flóknum vinnustað en hann hefur stjórnað þessu stóra skipi frá upphafi. Ég held að það séu allir sáttir við hans störf." Þorlákur BJörnsson starfsmaöur OR "Fyrst og fremst kostum hlaðinn maöur. Hann er góðurog ég fullyröi að hann séeinhver heiðar- iegasta manneskja sem ég þekki. Mikill húmoristi og fyr- ir vikið vinsæll ræðumaður. Hann er drauma embættismaö- urinn. Vinnur allt eins vel og mögulegt er. Hann hefur áunnið sér mikla viröingu með starfs- fólki.Hans helsti galli er að hann er ekki mikið að trana sér fram. Fyrir vikið fara hans góðu verk oflágt." Felix Bergsson leikari Bergur Felixson fæddist þann 14.október 1937 í Reykjavik. Bergur er kvæntur Ingi- björgu Sigrúnu Guðmundsdóttir hjúkrun- arfræðingi og eiga þau fímm börn. Hann er framkvæmdastjóri leikskóla Reykjavíkur og hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 1978. Styrkja úthald á sæþotum Sæþotufélagið fær 200 þúsund króna styrk úr Tómstundasjóði ReykjaA nesbæjar. Menningarnefrid sveitarfélagsins ákvað þetta á fimmtudag. Ákvörðunin var tekin eftir að þrír menningarnefndarmenn höfðu farið á vettvang og kynnt sér aðstæður hjá Sjó- þotufélaginu. Skiluðu þeir nefndinni ljósmyndum af félagsaðstöðunni og gerðu grein fyrir viðræðum við forráðamenn þess. „Ljóst er að mikill hugur er í félag- mönnum og uppbygging félagsins gengur vel,“ segir menningarnefndin. Fréttir af blóðugum þjóðerniserjum Pólverja og íslendinga á Þorlákshöfn hafa vakið athygli. Pólverjarnir Krzysztof og Mariusz segja Þorlákshafnarbúa líta niður á útlendinga því þeir vinni störf sem íslendingar vilji ekki. Unga fólkið sé verst og áreiti Pólverja hvert sem þeir fari. „Til að byrja með líkaði mér vel í Þorlákshöfn," segir Krzysztof K, Pólverji á þrítugsaldri sem hefur búið hér á landi í fimm ár. Hann vildi ekki gefa eftirnafn sitt upp af ótta við hefndaraðgerðir. „Fljótlega fann ég að samskipti við fólk voru ekki eins og þau áttu að vera,“ segir hann og bætir við að hann hafi farið að taka eftir mikilli andúð í garð údendinga sem unnu í bænum. „Ég hugsaði ekki um mikið um það fyrst," segir Krzysztof K. sem fór að eigin sögn að finna fyrir fordómum fljótlega eftir að hann flutti til Þorlákshafnar. „Ég vann og vann og hugs- aði ekki um annað en fljótlega fór ég finna fyrir meira fyrir þessu. í vinnunni var alltaf talað niður til mín og út á götu var bent á mig og öskrað að mér,“ lýsir Krzysztof ástandinu. Hélt með röngu liði Eitt skipti segist Krzysztof hafa verið á kránni Duggunni í Þorlákshöfn að horfa á knattspyrnu- leik. „Ég var einn míns liðs og á borði við hliðina á mér voru nokkrir ungir Þorlákshafnarbú- ar. Þegar eitthvað var liðið á leikinn var skorað mark í leiknum. Ég fagn- aði enda var það liðið mitt sem skoraði. Þetta fór mikið fyrir brjóst- ið á strákunum og þeir fóru að kalla að mér ókvæðisorð, rifu kjaft við mig og horfðu illilega á mig,“ segir Krzysztof. Þessu næst segir BCrzysztof Þorlákshafnar- búanna á Duggunni hafa staðið upp og gengið í átt að sér eins og þeir ætl- uðu að taka í hann: „Þá hljóp ég út og beinustu leið heim. Eftir þetta gerði ég eins og flestir aðrir Pól- verjar í bænum; kom mér eins fljótt heim og ég gat eftir vinnu. Það er ekkert annað hægt, það tal-ar eng- inn við okkur. Krzysztof K. „Ég trúðiþví ekki að mér gæti liðið svona vel eins og mér líður I Bolung- arvík," segir Pólverjinn sem hraktist frá Þorlákshöfn. Þorlákshöfn Um fimmtíu Pólverjar búa i bænum. „Þau köstuðu bjór- flöskum í húsið mitt og börðu á gluggana." Ef maður reynir að tala íslensku þá nenna þau ekki að hlusta.“ Hryggur yfir framkomunni Krzysztof segist ekki hafa verið óhultur heima hjá sér. Þegar unga fólkið á Þorlákshöfn hafi verið að skemmta sér hafi það oft komið að húsi í bænum þar sem Krzysztof og aðrir Pólverjar bjuggu. „Þau berja á rúður og hurðir, kasta bjórflöskum í húsið og láta öllum illum látum," segir Krzysztof og bætir við að hann hafi verið mjög hryggur yfir þessari fram- komu. Krzysztof fékk nóg af því að búa á Þorlákshöfn og flutti á Bolungar- vík í von um að ástandið mundi batna. Og það hafi gengið eftir. „Ég trúði því ekki að mér gæti liðið svona vel eins og mér líður í Bol- ungarvík, það er allt annað að vera hér. Allir taka mér vel og koma fram við mig af virðingu," segir hann. Þakklátur á Bolungarvík Eftir að hafa búið á Þorlákshöfn segist Krzysztof hafa liðið svo illa að hann hafi hugsað um að flytja aftur til Póllands. Nú sé allt annað upp á teningnum og honum líður mjög vel á Bolungarvík. „Ég er mjög þakklátur íbúum Bolungarvíkur fyr- ir að taka svona vel á móti mér og gefa mér tækifæri,“ segir Krzysztof, ánægður með lífið á Bolungarvík. Mariusz S. er annar Pólverji sem hefur búið í eitt ár í Þorlákshöfn. Mariusz vinnur við fiskvinnslu eins og svo margir af hans þjóðemi. Bróðir hans býr einnig í Þorláks- höfn ásamt konu sinni. Mariusz safiiaði peningum í tvö ár til að geta komið til íslands og hafið nýtt líf. Hann segist hafa verið mjög hrifinn af Þorlákshöfn, hon- um fannst náttúran falleg og hlakk- aði til að búa þar. Það hafi fljótt breyst. Unga fólkið segir Ijóta hluti Mariusz segir ástæður þess að litið sé niður á Pólverja þær að þeir vilji vinna störf sem íslendingar vilja ekki. Hann vill komast burt frá Þorlákshöfn og er að leita sér að vinnu annars staðar. Mariusz segir tungumálið spila stóran þátt í þessum erfiðleikum. Erfitt sé að læra íslensku því íslend- ingar vinni ekki sömu störf og út- lendingamir. Mariusz segir að hann þori ekki öðm en að fara beint heim til sín eftir vinnu og fari helst ekki út á kvöldin. Framkoma fólksins sé ekk- ert annað en andlegt ofbeldi: „Unga fólkið á Þorlákshöfn er verst, það talar niður til mín í vinnunni og segir ljóta hluti við mig." andri@dv.is Framkvæmdir stöðvaðar við nýtt félagshús Snarfara Vorum klaufar að fá ekki leyfi Gjaldkerinn og nýja húsiö Gunnar Kjartansson viö húsið sem verður ekki kláraö fyrr en tilskilin byggingaleyfí eru fengin. Gunnar tekur þvl máli öllu með ró ogfórútað sigla I góða veðrinu i gær. „Við höguðum okkur bara eins og klaufar," segir Gunnar Kjartansson, gjaldkeri smábátafélagsins Snarfara. I vikunni mætti starfsmaður bygg- ingarfulltrúans í Reykjavík á félags- svæði Snarfara í Elliðavogi og til- kynnti að þegar í stað yrði að hætta öllum framkvæmdum við nýtt hús félagsins við smábátahöfnina. „Við gleymdum að sækja um byggingarleyfi. Við vorum búnir að fá byggingarsamþykkt og vomm svo grænir að reisa húsið á þeirri sam- þykkt en ekki með leyfi frá bygging- arfulltrúa. Við vomm þegar búnir að greiða aukagatnagerðargjöld upp á tæpa milljón," útskýrir Gunnar. f Snarfara em nú um 250 manns. Gunnar segir að bátarnir í höfh séu um 120 talsins. Hann segir húsið, sem reyndar er fúllrisið, byggt af fé- lagsmönnum sjálfum. „Við leitum aldrei út fyrir hópinn heldur gemm þetta allt í sjálfboðavinnu. Við drifum bara í þessu eins og íslendingum er tamt að gera. í öllum flýtinum fórum við ekki rétt að þessu," segir hann. Snrfaramenn munu ekki getað lokið við hús sitt fýrr en þeir hafa aflað réttra leyfa. „Það kom þarna maður frá byggingarfulltrúa sem sagði okkur að taka okkur bara frí þar til við værum búnir að fá leyfi," segir Gunnar og ítrekar að smábátamenn séu eingöngu að gera fi'nt á lóð sinni með því að reisa nýja húsið: „Þetta var allt í hálfgerðu lamasessi. Við vomm með gamlan gám og niður- níddan skúrræfil. Við viljum geta boðið fólki á fallegt svæði," segir Gunnar. Konur ekki heimskar Haft var eftir Guðmundi Mart- einssyni framkvæmdastjóra Bón- us í DV í gær að verðstríð lág- vöruverslananna í mjólkurvömm væri eins og keppni í „Hver sé heimskasta konan." Þetta segir Guðmundur að sé rangt haft eftir. Hið rétta sé að hann hafi sagt að verðstríðið væri eins keppni í: Hver sé heimskasti kaupmaður- inn. „Konur em þær sem ráða innkaupmn á heimilunum og em 90% oldcar viðskiptavina. Það er því af og frá að ég hafi verið að viðhafa eftir- farandi um- mæli.“ DV biðst velvirð- ingaráþessum v5| leiða misskiln- ingi. r m W- 7 Guðmundur Marteins- son framkvæmda- stjóri Bónus Verðstriðið komið útlöfgar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.