Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Side 12
12 LAUGARDACUR 12. MARS 2005
Fréttir DV
Hestur spark-
ar í konu
Kona hlaut áverka á
höfði þegar hestur sparkaði
í hana um eittleytið í gær-
dag á sveitabæ rétt utan
Selfoss. Að sögn lögregl-
unnar á Selfossi var konan
að teyma hestinn þegar
hann fældist með fyrr-
greindum afleiðingum.
Lögreglan segir ákverkana
hafa verið talsverða og að
konan hafi verið flutt með
sjúkrabíl á slysadeild. Að
sögn vakthafandi læknis er
konan ekki alvarlega slös-
uð, en að hún hafi verið
lögð inn til meðferðar og
eftirlits með brot í andlits-
beinum og heilahristing.
Páskadjamm
á Akranesi
Veitingahús á
Akranesi hafa feng-
ið heimild bæjar-
yfirvalda til rýmri
opnunartíma um
páskana. Sigríður
Helga Sigfúsdóttir
sendi bænum
beiðni fyrir hönd
Café Markar og sótti um
rýmkunina. Heimild bæj-
aryfirvalda þýðir að opið
verður frá miðnætti föstu-
dagsins langa til klukkan
fjögur um nóttina. Laugar-
daginn fýrir páskadag má
opna á hádegi og hafa opið
til klukkan þrjú á páska-
dagsmorgun. Á páskadags-
kvöld má opna á miðnætti
og hafa opið til fjögur um
nóttina.
Færri skip en
stærri
Von er á 10
skemmtiferðaskip-
um sumarið 2005 til
Grundarfjarðar. Það
er þremur færri
skip en í fyrra þegar
þrettán skemmti-
ferðaskip lögðust að
bryggju f Grundarfjarðar-
höfn. Að því er segir á
heimasíðu Grundarfjarðar
tapar bærinn þó ekki pen-
ingum milli ára vegna
hafnargjalda þar sem
tekjur hafnarinnar af
slíkum skipum miðast við
stærð skipanna sem í heild
mun verða sú sama og var
í fyrra.
Loksins leyfi
fyrirvínbuð
Vínútsala sem
staðið hefur til að
opna í Hveragerði
getur nú loks tekið
til starfa. Opnun
verslunarinnar hef-
ur tafist vegna
tregðu í bæjar-
stjórninni að sam-
þykkja leyfið fyrir vínsöl-
unni. Bæjarstjórnin var og
er enn andvíg því að ÁTVR
hefur samið um að áfengið
verði selt á bensínstöð
Esso. Heimamenn vilja
frekar að vínbúðin verði í
nýju verslunarmiðstöðinni
Sunnumörk handan göt-
unnar. Auk margra verslana
eru bæjarskrifstofurnar í
Sunnumörk. Bæjarstjómin
samþykkti á fimmtudag
leyfi fyrir vínsölu í Esso í
eitt ár.
Luigi Esposito, ítalinn sem var handtekinn var vegna gruns um skipulagningu
hryöjuverkaárásar á Alþingi, er kominn heim til eftir örlagarika dvöl á íslandi.
Hann segir lögregluna hafa njósnað um sig i rúma tvo daga og fylgst með sér þegar
honum var sleppt aftur. Hann óttist ennþá um öryggi vinkonu sinnar á íslandi.
Hryðjuverkaankítekt meö banana
úp landi en óttast um vinkonuna
„Þeir komu á Sirkus um klukkan
hálf fjögur á föstudagsnóttina og
fóru með mig í fangelsi," segir Luigi
Esposito, ítalski arkitektúrneminn
sem grunaður var um að vera að
skipuleggja hryðjuverkaárás á Al-
þingishúsið.
„Það sagði enginn mér ástæð-
una fyrir handtökunni en þeir tóku
myndavél-
ina mína
og eitt-
hvað
„Ég veit ekki hvort það
hefur verið ástæðan
fyrir því að þeir álitu
mig hryðjuverkamann
en maður þarfekki
nema nota örlítið af
heilanum til að sjá að
ég er bara ósköp sak-
laus dreng-
ann-
mer
áfram.
heyrðu
mig. Þegar
mér var
sleppt um há-
degið á laugardeg-
inum veitti einhver
mér eftirför," heldur Luigi
Luigi mundar banana
f.Ég veit aö ég er kanrnki að
oftúlka hlutina en ég var
grunaður um hryðjuverk og
það er dálitið mikið þegar
maður hugsar út iþað."
Aiþingishúsið heillaði
„Ég var á íslandi að heimsækja
vin minn og hafði ekkert að gera
um kvöldmatarleytið á miðviku-
deginum og mér fannst þetta hús
vera heillandi. Ég er mikill áhuga-
maður um fallegar byggingar og er
að læra arkitektúr svo ég tók nokkr-
ar myndir af húsinu og rissaði það
upp á blað en svo fór ég bara minn-
ar leiðar. Ég var með trefil og hatt
því það var ískalt úti og ég er ekki
vanur slíkum kulda," segir Luigi
sem er aðeins 25 ára og er að ljúka
arkitektúrnámi.
Njósnað í tvo daga
„Yfirvöld hafa því verið að
njósna um mig í tvo daga, en á
þeim tveim dögum fór ég
meðal annars að sjá Gullfoss og
Geysi og við vinur minn vorum
Aldraðir utan stofnana fá einir frían akstur
íbúum elliheimiia ekki ekið ókeypis
Aldraðir íbúar í Reykjavík eiga
kost á því að fá akstur til og frá
heimili við ýmis viðvik, á vegum
ferðaþjónustu fatlaðra. Undan-
tekningin er þó vistfólk elliheimila
sem ekki á kost á slíkri þjónustu.
Félag eldri borgara mótmælir
þessari tilhögun sem að sögn Bjark-
ar Vilhelmsdóttur, formanns félags-
málaráðs Reykjavíkur, stendur til
bóta. Sameiginlegur starfshópur
skoði nú málið og leggi til breyting-
ar.
„Starfshópurinn hefur þó fengið
mjög skýr skilaboð frá heilbrigðis-
ráðuneytinu um það að hjúkrunar-
heimilunum beri að sjá um þennan
taka íbúa
heimilum
Hrafnista Vistmenn njóta ekki
sömu aksturþjónustu ogjafn-
aldrarnir utan dvalarheimila.
akstur," segir Björk sem
segir borgaryfirvöld muni
koma til með að skoða
það með opnum hug að
Björk Vilhelmsdóttir
Formaður félagsmdlaráðs
Reykjavlkur segir rfkið
þurfa aö hjálpa til við akst-
urlbúa á dvalarheimilum.
á dvalar- og hjúkrunar-
inn í þjónustuna.
„Við þurfum þó að
ræða við ríkið um
kostnaðarhlutdeild að
þessu ef af verður," seg-
ir Björk en að sögn
hennar er misjafnt hver
aðgangur íbúa á dvalar-
heimilunum er að akstri
sem nú er víðast hvar
sinnt af stofnunum
sjálfum þó aðrar stof-
anir hafi átt inni hjá
ferðaþjónustunni.
Þetta þurfi þó að sam-
ræma. hetgi@dv.is
Bfll ónýtur eftir
útafakstur
Blll ók út af á Skagastrandar-
vegi seinni partinn á miðvikudag.
Að sögn lögreglunnar á Blönduósi
missti ökumaður stjórn á bflnum
með þeim afleiðingum að hann
endastakkst utan vegar, miðja
vegu milli Blönduóss og Skaga-
strandar. Einn farþegi var í bfln-
um ásamt ökumanni. Báðir voru
fluttir á sjúkrahús. Meiðsh þeirra
eru ekki talin alvarleg, ökumaður
er talinn handleggsbrotinn og far-
þeginn með minniháttar innvort-
is mar. Bflhnn er talinn ónýtur.
Luigi Esposito „Iraun þætti mér vænt um efeinhver kæmi fram og bæðist afsökunar, það
hefur enginn sagt eitt iltið fyrirgefðu og mér sárnar það. “
Luigi með vini sínum og nafna Luigi Þegarþessi myndvartekin varlögreglan að öllum
likindum að njósna um Luigi. Hann segir þennan„strákaieik"þeirra vinanna kannski hafa
fengið lögregluna tiiþess að úrskurða hann sem grunsamlegan hryðjuverkamann.
að leika okkur með banana í byssu-
leik þar. Ég veit ekki hvort það hef-
ur verið ástæðan fyrir því að þeir
álitu mig hryðjuverkamann en
maður þarf ekki nema nota örlítið
af heilanum til að sjá að ég er bara
ósköp saklaus drengur," segir Luigi,
og segist enn vera smeykur um að
ræða málið því hann óttist um vin-
konu sína sem enn er á landinu.
Grunaður hryðjuverkamaður
„Ég veit ekkert hvort einhver
getur gert henni eitthvað ef ég tala
um þetta mál,“- segir hann og er
greinilega ekki búinn að átta sig á
að það er ekkert samsæri í gangi hjá
íslenskum yfirvöldum gegn honum.
„Ég veit að ég er kannski að oftúlka
hlutina en ég var grunaður um
hryðjuverk og það er dálítið mikið
þegar maður hugsar út í það," segir
Luigi.
Vill einfalda afsökunarbeiðni
„Ég veit ekki hvort ég á eftir að
koma til íslands í bráð, mig langar
til þess en það verður að viður-
kennast að ég er í öngum mínum
ennþá yfir þessu. Ég elska samt
þetta land og fólkið þar er alveg frá-
bært og helst vil ég bara gleyma
þessu þó það sé ekkert auðvelt. f
raun þætti mér vænt um ef einhver
kæmi fram og bæðist afsökunar,
það hefur enginn sagt eitt lítið fyrir-
gefðu og mér sárnar það," segir
Luigi, sem er svekktur yfir að hafa
ekki komist í Bláa Lónið eins og
hann ætlaði.
tj@dv.is
Italski arkitektúrneminn Luigi Esposito er í öngum sínum eftir
að hafa verið handtekinn á skemmtistaðnum Sirkus á föstudag-
inn. Ástæða handtökunnar var grunur um hryðjuverkaárás á Al-
þingi. Luigi segir lögregluna hafa fylgst með sér í tvo daga áður
en látið var til skarar skríða. Lögreglan hafi veitt honum eftirför
eftir að hafa sleppt honum. Luigi telur ekki til of mikils mælst að
fá einfalda afsökunarbeiðni yfirvalda.