Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 Helgarblaó DV í síðustu viku voru kynntar hugmyndir að nýjum miðbæ í Garðabæ og á næstunni verður kynning á hugmyndum um háskólaþorp fyrir Háskólann í Reykjavík á Urriðaholti í Garðabæ. Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri segir aðdrag- andann langan en á næstu árum er stefnt að því að tvöfalda íbúafjölda bæjarins sem er nú skyndilega í mikilli sókn í samkeppni við nágrannasveitarfélögin. Nú þegar hefur bær- inn náð að laða til sín stórfyrirtækin Marel og Ikea sem mun opna stórverslun í Garðabæ á næsta ári. a sd A ve ±X: sdís Halla Bragadóttir er fædd í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprdíl frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi þar sem hún bjó á unglingsárunum. Hún fékk ung áhuga á stjórnmálum og fór því í stjórnmálafræði í Háskólanum að loknu stúdentsprófi. Á síð- ustu árum hefur hún fest rætur í svefnbænum Garðabæ sem hún hefur nú vakið upp værum blundi með eftirtektarverðum hætti. „Ég hef búið mjög víða, bjó lengi á Ólafsvík og svo á Akranesi, í Svíþjóð og Noregi. Ég er búin að flytja 20 sinnum á ævinni og hef búið í allskonar húsnæði í margs- konar hverfum bæði hér á landi og erlendis. Maðurinn minn er alinn upp í skólum og íþróttastarfi í Garðabæ þar sem við höfum nú fest rætur, allavega í bili. Þetta er það sem margir Garðbæingar upplifa, forréttindin við ákveðna nálægð í þessu samfélagi og vilja gjarnan að börnin sín fái að upp- lifa það sama. Mér finnst ég alltaf verið kom- in heim þegar ég kem til Ólafsvík- ur þó ég hafi flutt þaðan þegar ég var 9.ára. Það er einhver tenging sem maður virðist móta á ákveðn- um aldri. Þegar ég keyri inn í Ólafsvík fer ég út á bryggju og horfi á sjóinn og finnst ég vera komin heim," segir hún með sælusvip. „Að sjálfsögðu er ég mikill Garðbæingur núna, held með Stjörnunni og þá er ég Garð- bæingur. Miðað við flutningatíðni hingað til á ég örugglega eftir að flytja aftur," segi Ásdís Halla, hlær og bætir við að hún sé löngu hætt að rýna langt fram í framtíðina. Hún nýtur þess sem hún er að fást við hér og nú á sama tíma og hún hlakkar til að sjá hvert tíminn mun leiða hana í framtíðinni. Gaman að ögrun ög áskor- un „Það er alveg meiriháttar að vinna hér með arkítektum og fleirum að hugmyndum og sjá grunnana verða til og hús rísa," segir Ásdís Halla og ástríða henn- ar fyrir uppbyggingunni í Garða- bæ skín úr stórum augum hennar. „Ég hef svo oft upplifað það að líf- ið getur tekið alls kyns breyting- um. Maður er kannski alsæll eina stundina, svo getur komið skyndilegur hvellur sem öllu breytir í stutta stund." Aðspurð um markmið framtíðarinnar seg- ist Ásdís taka hvern dag fyrir sig og njóta þess sem hún er að fást við þessa stundina án þess að hugsa mörg ár fram í tímann. „Ég set mér ákveðin markmið í starfi og fyrir samfélagið sem ég vinn fyrir. Tek ekki ákvarðanir til lang- tíma varðandi minn eigin frama eða starf. Ég held að það sé að vissu leyti mannskemmandi að taka ákvarðanir um langtíma frama. Held að það grafi undan neistanum og maður hætti jafnvel að þora að taka áhættur. Ég hef hrikalega gaman að ögrun og áskorun. Ég held að ef ég færi að setja mér einhver markmið um embætti eða framtíðarstörf, þá myndi ég ekki lengur þora. Þá þætti mér ekki gaman lengur," segir hún með prakkaralegu glotti. Helduru aö það hafí áhrif á börn að fíytja eins oft og þú gerð- ir? Ég held að það sé allur gangur á því. Ég var 12 ára þegar ég upp- lifði það fyrst að fara í bekk að hausti með sömu krökkum og ég hafði verið með veturinn áður. Það þarf ekki endilega að vera vont. Að vissu leyti getur það auk- ið samskipta-og aðlögunarhæfni barnanna sem er mjög mikilvægt. Fólk hefur mjög gott að því að breyta um umhverfi. Ég fann það þegar við fluttum til Bandaríkj- anna að strákurinn minn hafði al- veg rosalega gott af því,“ segir þessi metnaðarfulla kona með lífsreynslu sem hefur vafalaust haft áhrif á einbeittan vilja henn- ar til að byggja upp fallegt og fjöl- skylduvænt samfélag. Bróðurmissirinn hefur áhrif Ásdís Halla er gift Aðalsteini Jónassyni lögmanni og eiga þau tvo syni, Jónas og Braga. Hvernig gengur þér að sameina annasamt starf og uppeldi drengjanna þinna? „Aðra hverja viku er ég hætt hér klukkan fimm og fer í Bónus og sinni strákunum mínum eins vel og ég get. Hina vikuna vinn ég meira og kem oft heim seint og síðar meir. En ég held að auk ástar og athygli þurfi börn festu, reglu og aga. Ég held að það sé mitt hlutverk sem móður að gera það. Ég reyni að vanda mig við það en geng stundum aðeins of langt í að reyna að vernda þá of mikið. Ef maður er hræddur um eitthvað, er maður hræddur um börnin sín þannig að maður hefur tilhneigingu til þess að vernda þau jafnvel of mikið." Sjálf er Ásdís Halla ein af sex börnum foreldra sinna. - Tveir bræður hennar hafa verið í óreglu' og annar þeirra lést eftir ofneyslu vímuefna. Hefur það áhrif á þig sem móðurað hafa upplifað sárs- aukann við að horfa á eftir nán- um ættingjum sökkva svona djúpt? „Slík lífsreynsia mótar mann það sem eftir er ævinnar. Þetta var eitthvað sem ég hafði alist uþp við alla tíð, að eiga bræður í neyslu. Það óhjákvæmi- lega verður til þess að maður er meðvitaður um hversu skelfilegt þetta er. Maður reynir þar af Ieið- andi að gera það sem maður get- ur til þess að forða börnunum sínum frá þessum erfiða vanda. Sjálf á ég yndislega foreldra sem lögðu sig fram við að veita börn- um sínum alla þá ást og alúð sem þau gátu. Sú reynsla fyrir þau að eiga tvo drengi sem fetuðu þessa braut, leiddi til þess að þau litu á uppeldi okkar yngri syststranna með öðrum hætti. Það ér hræði- legt lífsreynsla að eiga nákominn ættingja sem er við dauðans dyr á hverjum degi. En það er lítið sem maður getur gert þegar menn eru svo langt leiddir og lífsneistinn virðist slokknaður". Bærinn í sögulegri upp- byggingu A síðustu mánuðum hefur fast- eignaverð á höfuðborgarsvæðinu rokið upp sem aldrei fyrr. Aukið lánaframboð fjármálastofnana hefur valdið því að eftirspurn eftir fasteignum hefur stóraukist sem hefur orðið til þess að framboð annar ekki eftirspurn sem er mun meira, ekki síst á stærri eignum. Takmarkað lóðarframboð á höf- uðborgarsVæðinu hefur ennfrem- ur aukið á þessa þenslu sem ekki sér fyrir endann á. Ásdís Halla segir mikilvægt að sveitarfélögin bregðist hratt við þessum vanda. „Það er til mjög mikið land á höfuðborgarsvæðinu og það er al- veg ljóst að undanfarin tvö til þrjú ár hefur framboðið engan veginn mætt eftirspurn og sveitarfélögin verða að bregðast við því einn, tveir og nú. Reykjavíkurborg verður að axla ábyrgð, það er eng- in spurning. Þetta takmarkaða lóðaframboð sem hefur sérstak- lega verið í Reykjavík á undan- förnum árum hefur haft mjög slæm áhrif á fasteignamarkaðinn. Hlutfallslega hefur verið mun meira lóðaframboð annarsstaðar en í Reykjavík á síðustu árum, en Reykjavíkurborg verður að taka þátt og vera méð lóðir í boði. Tak- markað lóðaframboð hefur haft mikil áhrif á hversu hátt fasteigna- verðið er nú og það er engin spurning að langstærsta sveitarfé- lagið ber mikla ábyrgð. Við höfum aldrei verið með jafn mikla upp- byggingu í Garðabæ og við mun- um auka íramboðið ennþá meira á næstu misserum," segir hún og bendir á kort með framtíðarskipu- lagi Garðabæjar þar sem mikil skipulagsvinna hefur augljóslega verið unnin til þess að mæta auk- inni eftirspurn þeirra sem vilja búa í bænum. „Við erum búin að vera að taka upp hverfi og þéttari byggð til þess að geta. boðið upp á meira framboð á minna landssvæði. Við fórum í uppbyggingu á Sjálands- hverfi í upphafi kjörtímabilssins. Erum búin að ljúka uppbyggingu á Ásahverfinu. Einnig erum við að ljúka samningum um Akrahverfið sem er gamla Arnarneslandið sem Jón Ólafsson átti. Svo erum við komin f skipulagningu á Urriða- holti. Þar erum við að gera ráð fyr- ir að geti búið 3000-4000 manns. Vorum að kynna hugmyndir af nýjum miðbæ í Garðabæ. Þar verður íbúðabyggð með verslun og þjónustu og við erum að gera ráð fýrir því að þar verði líka íbúð- ir fyrir um 500 manns. Þegar eitt hverfi er komið í byggð verðum við. að vera með annað tilbúið á meðan eftirspurnin er svona mik- il. Það sem við erum með í undir- búningi er 10-11 þúsund manna íbúabyggð sem við erum að skipu- leggja til framtíðar. Við erum að sjá að með áframhaldandi upp- byggingu fari Garðbæingar vel yfir 20 þúsund manns á næsta áratugi sem er tvöföldun frá núverandi íbúafjölda". Róttækar breytingar á skól- um Áður en Ásdís tók við starfi bæjarstjóra starfaði hún í menntamálaráðaneytinu sem að- stoðarmaður Björns Bjarnasonar. Eitt af hennar helstu verkum í bæjarstjóratíð sinni hafa verið róttækar breytingar á skólakerfi bæjarins sem byggir á því að veita börnum jöfn tækifæri til náms með nýju kerfi sem byggist upp á hugmyndum frjálshyggjunnar. Það hefur verið eftirtektarvert hversu mikil sátt hefur verið um þessar miklu breytingar en mikill styr stóð um sambærilegar hug- myndir sjálfstæðismanna í Hafn- arfirði á sínum tíma. „Við leggjum áherslu á að gefa börnum jöfn tækifæri til náms óháð efnahag og að fjármagnið fylgi nemendum hvert sem þau fari. Þeir sem hafa byrjað að gagnrýna þetta mikla valfrelsi hafa komist að því smám saman að þetta er bara það besta sem hægt er að gera fyrir skóla- kerfið. Fyrir þá íslendinga sem vilja ekki stéttaskipt samfélag, fyrir fólk sem vill fara í grunnnám og skyldunám án þess að þurfa að borga fyrir það, þá er þessi hug- myndafræði, þó hún sé lengst til hægri, miklu betri fyrir samfélag- ið. Hugmyndafræðin hjá Reykja- víkurborg þar sem einkaskólarnir eru sveltir og einungis fyrir börn sem eiga foreldra sem eiga pen- inga er ekki af hinu góða. Með slíku kerfi verður til stéttaskipt samfélag þar sem aðeins fólk með fjármagn hefur valfrelsi. Ég held að það sé svona grundvallarhugs- un í íslensku skólakerfi að börn eigi að geta menntað sig óháð efnahag. Þó við gerum það með þessum hægrisinnuðu hugmynd- um um einkarekstur og valfrelsi, þá er þetta bara hugsjón sem virkar. Við finnum það hér og for- eldrar eru almennt alsælir með þetta fyrirkomulag hér í Garða- bæ.“ Valfrelsið að virka Talsverð reynsla er komin á þetta nýja skólakerfi í Garðabæ sem aðrir skólar eru farnir að líta til sem hugmyndafræði framtíðar- innar í rekstri skóla á landinu. „Við vorum á dögunum með kynningu fyrir foreldra barna sem eru að byrja í skóla næsta haust. Á kynningunni komu allir skólarnir saman og kynntu sína skóla og hvaða þjónustu þeir hefðu að bjóða. Skömmu síðar urðu for- eldrar að vera búnir að velja skóla til þess að senda börnin sín í næsta vetur. Þetta leiddi til þess að skólastjórar og kennarar keppt- ust við að sýna hvað þeir hefðu fram að færa. Þetta er svo skemmtilegt að vera með skóla sem eru á tánum og vilja gera allt til þess að börnunum líði vel og gangi vel í skólanum. Það sama höfum við verið að gera í leikskól- unum. Við erum að sjá það í öllum könnunum og viðtölum við for- eldra að þeir eru mjög ánægð með þjónustuna. Þetta er stefna sem virkar hérna." Svefnbær að vakna Garðabær hefur lengi verið hálfgerður svefnbær á milli Kóp- vogs og Hafnarfjarðar. Lítið hefur farið fyrir bænum þar til á allra síðustu árum. Segja má að upp- hafið hafi verið flutningur stórfýr- irtækissins Marel úr Reykjavík í Garðabæ fyrir nokkrum árum. Á síðustu dögum kynnti bærinn hugmyndir um framtíðar miðbæ og í næstu viku verður kynnt hug- mynd að stóru háskólaþorpi á Ur-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.