Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Side 34
34 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005
Helgarblað TfV
's-T
Islendingar hafa elskað Emilíönu Torrini frá því hún hóf fyrst
upp sína tæru og fallegu rödd. Nánast allar plötur hennar hafa
selst í bílförmum og nýja platan hennar, Fisherman’s Woman, er
ennþá í efsta sæti íslenska vinsældarlistans, sjöttu vikuna í röð.
Platan er M1 af ljúfsárum sökn-
uði, trega og þrá, en við enda gang-
anna leynist von og gleði. Emilíana
er með tónlistinni að vinna úr mikilli
sorg og gerir það á svo snilldarlegan
hátt að ómögulegt er annað en að
hrífast með.
Stóra ástin deyr
Sorgin á sér upptök í harmleik
sem dundi yfir í ágúst árið 2000.
Emilíana hafði flutt til London árið
áður og fengið samning við One
Littíe Indian-útgáfuna, fyrirtæki
sem varð að stórveldi við sigurgöngu
Sykurmolanna og gefur út plötur
Bjarkar í dag. Fyrsta plata Emilíönu í
útíöndum kom út árið 1999, Love in
the Time of Science; glaðleg plata o
sakleysisleg sem mældist vel fyrir.
þessum tíma var Emilíana yfir sig
ástfangin af kærastanum sínum,
Svíanum Jhoan Camitz. Hann var
leikstjóri og af mörgum talinn snill-
ingur á hraðri uppleið. í undirbún-
ingi var fyrsta kvikmynd hans í fullri
lengd. Jhoan hafði slegið í gegn með
myndbandinu Wannabe sem gerði
Spice Girls heimsfrægar og
skemmtilegum auglýsingum, m.a.
fyrir Dieselgallabuxurnar. Emilíana
Þegar Jhoan var ný-
kominn útafklúbbn-
um vildi svo skeifílega
til að skotbardagi á
milli manna í tveim
bílum var í fullum
gangL Ungur maður í
öðrum bílnum fékk
byssuskot í höfuðið,
lést samstundis og
stjórnlaus bifreiðin
rann beintáJhoan.
í staðinn fyrir að gef-
ast upp spýtti Emilí-
ana í lófana og byrj-
aði upp á nýtt, byrjaði
annað líf.
og Jhoan höfðu verið saman í
nokkurn tíma og ijóst á öllu að hann
var stóra ástin í lífi hennar. Þau voru
í frfi í New York, en Emilíana þurfti
að fara til Englands fyrr en áætíað
var til að spila á stóru tóniistarfesti-
vali. Jhoan varð eftir og kíkti á rapp-
klúbbinn Club N.V. í Soho-hverfinu
um kvöldið á meðan Emilíana söng
fyrir áttatíu þúsund manns á festi-
valinu. Þegar Jhoan var nýkominn út
af klúbbnum vildi svo skelfilega til
að skotbardagi á milli manna í tveim
bílum var í fuilum gangi. Ungur
maður í öðrum bflnum fékk byssu-
skot í höfuðið, lést samstundis og
stjórnlaus bifreiðin rann beint á Jho-
an. Þremur tímum síðar lést hann á
sjúkrahúsi.
Erfiðir tímar og líkamsárás
f staðinn fýrir að láta sig hverfa í
svartnætti sorgarinnar ákvað Emilí-
ana að vinna eins mikið og hún gat;
vinna til að gleyma. Hún fylgdi
fyrstu plötunni sinni eftir af miklum
krafti, fór í viðtöl og myndatökur og
spilaði á tónleikum með stórstjörn-
um eins og Sting, Dido og Gabrielle.
Ari eftir atburðinn hræðilega dundi
ógæfan aftur yfir. Emilíana var á
ferðinni fótgangandi í Suður-
London að tala við umboðsmann-
inn sinn í farsíma þegar átta ungir
menn réðust á hana. Emilíana lýsir
atburðinum svona í nýlegu viðtali
við The Times Eye: „Það var háanna-
tími, allsstaðar fólk en enginn lyfti
litía fingri tii að bjarga mér þegar
þessir krakkar voru sparkandi í
hausinn á mér til að ná farsíman-
um.
Þegar Emilíana var orðin úrkula
vonar um hjáip kom tólf ára
stelpa hlaupandi ásamt
tveggja ára bróður sínum
og hrakti árásarmennina á
brott. Þessi ótrúlega at-
burðarrás var kornið sem
fyllti mælinn hjá Emihonu.
„Um kvöldið hugsaði ég
bara: Ókei, nú er komið
nóg, ég verð að ná valdi á
lífi mínu aftur,“ segir hún.
Hún íhugaði það m.a. í
fullri alvöru að leggja söng-
inn á hilluna.
Bréf til sjómanns
í staðinn fyrir að gefast
upp spýtti Emilíana í lóf-
ana og byrjaði upp á nýtt,
byrjaði annað líf. Hún los-
aði sig undan samningi
við plötufyrirtækið og
sagði skilið við umboðs-
manninn sinn. Hún
kunntist nýju fólki, m.a.
nýjum kærasta, Jamie
Cruisey, sem er umboðs-
maður hennar í dag. Hún
flutti úr grámyglulegri
stórborginni og býr í dag
í líflega strandbænum
Brighton, sem Emilíana
segir minna sig á Reykja-
vík.
Hún hefur smám saman verið að
byggja upp sjálfstraustið um leið og
ferilinn. Hún samdi lagið Gollum’s
Song fyrir stórmyndina Lord of The
Rings: The Twin Towers og bjó til
smellinn Slow fyrir Kylie Minogue.
Lagið samdi Emilíana á hálftíma
ásamt samstarfsmanni sínum Dan
Carey, sem er allt í öllu á nýju plöt-
unni. Enska rokkfyrirtækið Rouge
Trade gerði við hana samning þegar
menn þar á bæ heyrðu fyrstu drögin
að því sem átti eftir að verða Fis-
herman’s Woman.
„Platan er bréf til mannsins sem
ég missti,” sagði Emilíana nýlega í
viðtali við Indie London. „Ég höndl-
aði það með því að ímynda mér að ég
væri með sjómanni. Þeir eru að
heiman svo mánuðum skiptir, eins og
pabbi eins vinar míns. Mamma hans
sá hann í tvær vikur tvisvar á ári."
Of margir tunglgyltir lækir
Og hvílíkt bréfl Dómarnir eru
Einlæg tónlist Plata Emillönu er létt og geislar aflifsgleöi
þó hún fjalli um aö sorgin hafi haft stór áhrif.
nánast á einn veg: Stórkostíeg plata
sem lætur engan ósnortinn og vex
með hverri hlustun. Þessa dagana
fylgir Emilíana plötimni eftir með
tónleikaferð um heiminn. Hún er
með þriggja manna band með sér.
Eftir yfirstandandi Evróputúr taka
Bandaríkin við, en Emilíana mun
leyfa okkur að njóta einlægrar tón-
listar sinnar í návígi og áætíar að
taka lítínn tónleikatúr um fsland í
sumar.
Þrátt fyrir harminn og sorgina
sem umvefur allt er platan líka ein-
kennilega léttleikandi og geislar af
lífsgleði og von. Þrátt fyrir allt það
sem á undan er gengið er Emilíana
bjartsýn og jákvæð. „Ég gæti aldrei
gert plötu sem er sorgleg út í gegn,“
sagði hún við Indie London. „Það
eru bara of margir tunglgyltir lækir í
heiminum og of mörg líf sem þarf
að lifa. Fisherman’s Woman var
mín aðferð til að græða sárin.”
Jhoan Camitz Afheimasiöu hans sem vinir
hans halda ennþá úti.
Bjartasta vonin Emilíana hefur náö langt
siöan hún varkostin söngkona ársins og
bjartasta vonin á Islensku
tónlistarverölaununum 1994.
Tónskáldiö Emilfana Hún er fjölhæfur
tónlistarmaður sem hefur samiö tónlistfyrir
aörar stórstjörnur.
Nýjasta plata Emiliönu Torr-
ini er sú mest selda á land-
inu og hefur veriö það í sex
vikur. Platan er sprottin af
hræðilegum harmleik sem
söngkonan lenti í fyrir
nokkrum árum og hún
vinnur úr með ljúfsárum
textum og tónlist sem kem-
ur beint frá hjartanu.