Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Page 38
38 LAUGARDAGUR 12. MARS 2005
Helgarblað DV
Ólafur Darri Ólafsson hefur ekki setið auðum höndum frá því að hann útskrifaðist úr Leiklistarskóla ís-
lands árið 1998. Hann sló eftirminnilega í gegn sem fóstran í Rómeó og Júlíu og hlaut leiklistaverðlaun-
in Grímuna fyrir leik sinn í Kvetch en þetta tvennt er bara brot af því. Hann stendur í ströngu þessa
dagana við að æfa leikrit sem byggt er á töfrabrögðum Houdini en að hans sögn er það einsdæmi að
töfrar og leiklist séu sameinuð á þennan hátt.
„í sýningunni koma saman trúðar, hverfilistamenn sem er ný-
yrði af enska orðinu escape artist og leikarar svo þetta er ótrú-
lega fjölbreytt og umfram allt skemmtileg sýning," segir Darri en
sýning af þessum toga hefur aldrei verið sett upp hérlendis en
hún sameinar leikhús, sirkús og töfrabrögð.
„Sá sem á veg og vanda að sýning-
unni er Wayne Harrisson sem er leik-
stjórinn okkar. Hann á í rauninni
heimili á þremur stöðum því hann
starfar út um allan heim, það er á Bret-
landseyjum, Astrah'u og Suður- Afr-
íku," segir Darri og tekur fram að
Wayne sé alger sniilingur á sínu sviði.
Alltaf gaman í vinnunni
„Mér flnnst alltaf gaman í vinnunni
og þannig á það að vera. Ég er oft eins
og lítill krakki á æfingum því það er
svo gaman að fylgjast með þessu ótrú-
lega fólki við vinnu sína, þetta er auð-
vitað algerlega stórbrotið, þessir töfrar
em náttúrulega magnaðir, það er
ótrúlegt að sjá þessar sjónhverfingar
eiga sér stað,“ segir Darri. „Mitt hlut-
verk í sýningunni er ótrúlega
skemmtilegt, ég leik sirkússtjóra svo
ég fæ að hafa góða yfirsýn yfir allt. Ég
er í rauninni að stjóma öllu heUa
klabbinu. Þetta er alveg sérstaklega
skemmtílegur karakter," segir Darri en
hann fer án efa á kostum í þessu hlut-
verki en Houdini snýr aftur verður
frumsýnt þann 23. mars og verður
bara sýnt um páskana svo það er um
að gera fyrir aUa að verða sér út um
miða sem allra fyrst. Það sem er næst á
döfinni hjá Darra er leikritið Rambo
VII eftir Jón Atla Jónasson sem sýnt
verður í ÞjóðleUchúsinu, kvikmyndin
Kvikyndi sem Vesturport gerir í leUc-
stjóm Ragnars Bragasonar og leikritið
Glæpur gegn diskóinu í leikstjórn Agn-
ars Jóns EgUssonar svo það má segja
að dagskráin sé fuUhlaðin hjá Darra
um þessar mundir.
Houdini var frumkvöðull
Sýningin er að byggð á töfrabrögð-
um Harry Houdini en hann er talinn
mesti töffamaður fyrr og síðar.
„Hverfilistamaðurinn Dean Gunnar-
son er stór hluti sýningarinnar en hon-
um hefur verið lýst sem einum mesta
hverfilistamanni heims, í raun arftaki
Houdini," segir Darri en margir muna
eflaust eftir Dean þegar honum tókst
að losa sig úr spennitreyju hangandi í
242 metra krana yfir Hoover-stíflunni
um árið. Það uppátæki hefur verið
kaUað frægasta flóttaatriði heims.
Darri talar um að það sé frábært að fá
að vera með í sýningu um þennan fr á-
bæra töframann. „Harry Houdini var
frumkvöðuU á sviði hverffiistarinnar
og það er gaman frá því að segja að
hann var einmitt Iíka einn ffumkvöðla
þess að nýta sér fjölmiðla tíl ffam-
dráttar. Hann var aUtaf duglegur við
Glæsileg Ástin I lífi Darra, dansarinn Lovlsa Ósk Gunnarsdóttir.
„Mér firmst alltaf
gaman i vinnunni og
þannig á það að vera.
Ég er oft eins og lítill
krakki á æfingum því
það er svo gaman að
fylgjast með þessu
ótrúiega fólki við
vinnu sína.
að tilkynna fjölmiðlum uppátæki sín
og fá þá tíl að fylgjast með sér," segir
Darri og bætir við að það séu alger for-
réttindi að fá að starfa með öUu þessu
listafólki sem kemur að sýningunni
sem kemur hvaðanæva úr heiminum.
Sjaldan verið í betra formi
Darri er stór og mikiU maður og
það var óumflýjanlegt að spytja hann
að því hvort vaxtarlag hans hafi ein-
hver áhrif á það hvaða hlutverk hann
fái. „Ja, vissulega hefur það einhver
áhrif en ekkert óeðlUega samt. Ég hef
verið svo heppinn að fá samt sem áður
alveg ótrúlega fjölbreytt hlutverk þó að
ég fái nú samt oft svona bangsastimp-
U. En sem betur fer eru ekki allir leikar-
ar eins. Hver ætti tíl dæmis að leika
OUver Twist ef allir væru eins og ég?"
segir Darri hlæjandi. Það er þó ekki úr
vegi að taka fram að þegar sýningar á
Rómeó og Júh'u stóðu yfir í London
voru átta sýningar á vUcu og eðU máls-
ins samkvæmt komst Darri í gríðargott
form, hefur að eigin sögn sjaldan verið
í betra formi.
Brúðkaup á döfinni
Hin guUfaUega og hæfileikaríka
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir dansari er
unnusta Darra en þau hafa verið sam-
an í hartnær tvö ár. Lovísu er margt tíl
lista lagt en hún mun verða tíður gest-
ur á skjám landsmanna von bráðar
þar sem hún þreytir frumraun sína í
leikUst í þáttunum KaUakaffi sem
sýndir verða á RÚV. Hún er einnig
danshöfundur í Moulan Rouge sem
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ ffurn-
Harry Houdini fæddist þann 24.
mars 1874 í Ungverjalandi.
Hann laug því til að hann
hefði fæðst I Bandarikjun-
um en á þessum tíma vildu
allir vera Ameríkanar. Hann
vakti fljótlega athygli fyrir
listina að hverfa en allir
siðari tima töfra-og
sjónhverfingamenn
fóru að bera sig við
hann og báru fyrir
honum ótakmark-
aða virðingu.
Meðal bragðanna
sem Houdini varð
frægur fyrir var að
losa sig úralls
kyns fjötrum, til
sýndi í vikunni. „Það er vor í loftinu og
ástin er efdr því," segir þessi stór-
skemmtUegi leikari og bætir við að
lokum að hver viti nema það sé brúð-
kaup á næsta leiti.
dæmis handjárnum og spenni-
treyju, hann lokaði sig í kassa
mað vatni í lengri tíma og
var grafinn í mold. Árið 1926
gaf áhorfandi honum bylm-
ingshögg í magann og tveim-
ur vikum seinna hneig hann
niður á sýningu og
lést. Talið var að
höggið sem hann
fékk hefði orsakað
innvortis blæðing-
ar. Houdini skildi
eftir sig feril sem
allir sjónhverf-
inga- og töfra-
menn allttildags-
ins í dag hafa haft
að leiðarljósi.