Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Page 45

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Page 45
DV Sport Lið Manchester City í ensku úrvalsdeildinni er að leita sér að nýjum knattspyrnustjóra eftir að Kevin Keegan og forráða- menn liðsins komust að samkomulagi um að hann hætti. Forráðamenn Manchester City og Kevin Keegan hafa náð samkomulagi um að knattspymustjórinn hætti um- svifalaust störfum hjá félaginu og Stu- art Pearce mun sjá um þjálfun þess út leiktíðina, eða þangað til nýr stjóri verður ráðinn í stað Keegan. Þessi tíð- indi koma eins og köld vatnsgusa fram- an í marga stuðningsmenn City, því eftir þónokkuð þref um framtíð stjór- ans hjá félaginu á undanfömum mán- uðum, leit raunar út fyrir að hann yrði um kyrrt og kláraði samning sinn. Nú hefur félagið hins vegar gefið út fréttatilkynningu sem segir að báðir að- ilar hafi komist að samkomulagi um að Keegan hætti undir eins að starfa hjá félaginu. í yfirlýsingunni stóð meðal annars; „Manchester City tikynnir hér með að samkomulag hefur náðst um að Kevin Keegan muni láta af störfum hjá félaginu og er það talið báðum aðil- um fýrir bestu. Fagmennska, áhuga- semi og vilji Keegans til að ná árangri, hefur verið knattspymufélaginu mjög til góðs í tíð hans sem stjóra og því vill stjóm félagsins þalcka honrnn fyrir frábær störf fyrir liðið og félagið í heild. Við óskum hon- um og fjölskyldu hans alls lúns besta í framtíðinni. Kevin tók við liðinu á erfiðum óvissutímum sem fylgdu í kjölfar falls í íyrstu deild og hóf það til virðingar á ný með því að vinna fyrstu deildina og koma okkur á tryggan stað í úrvalsdeildinni, þar sem liðið hefur náð nokkuri fótfestu. Hann hefur komið með stöð- ugleika og festu inn í félág sem þurfti stórlega á því að halda og fékk til liðsins margar stór- stjömur sem hafa náð hylii stuðningsmanna félagsins og notið krafta yngri leik- manna sem komið hafa upp hjá félaginu eins og Shaun Wright Phillips, sem orðinn er enskur landsliðsmaður''. Leikmenn vildu svör Þrátt fyrir að brotthvarf Keegan nú komi nokkuð á óvart, hafð framtíð hans hjá félaginu verið mjög óljós eins og áður sagði, því hann hafði verið tregur til að ræða framlengingu samnings síns við liðið, en hann átti að renna út á næsta ári. Keegan lýsti því yfir fyrir rúmu ári að hann ætlaði að hætta að þjálfa þegar samningur hans við City rynni út, en að undanfomu höfðu vaknað spumingar um framtíð hans. Margir höfðu látið í ljós skoðun sína á málinu og fyrrum ieilonaður City, Andy Hinchcliffe var einn þeirra sem sögðu að Keegan ætti að fara að gera upp hug sinn til að koma ekki óþarfa óvissu hjá leikmönnum iiðsins. David James, markvörður City átti síðar eftir að taka í sama streng og sagði að leikmenn ættu rétt á að vita hvort hann yrði áfram hjá félaginu, eftir að núverandi samningur hans rynni út. Wardle grípur í taumana Keegan sagði í viðtali eftir tapið gegn Bolton í vikunni að hann gæti al- veg hugsað sér að halda áff am störfum hjá Manchester City, en bætti við að ef að John Wardle, stjómarformaður fé- lagsins, myndi pikka í öxlina á sér, þá myndi hann fara frá liðinu. Nú virðist ljóst að Wardle, sem er vinur Keegans og hefur dælt peningum sínum í lið- ið á undanfömum árum, hafi loksins ákveðið að taka þyrfti * ákvörðun í málinu tif að skýra framtíð félagsins og taka af allan vafa. Eftirmaður óskast Þegar er farið að tala um hugs- aniega eftir- menn Keegan og hafa þeir Ian Dowie hjá Crystal Palace, Sam AUar- dyce hjá Bolton og Gordon Strachan allir verið nefitdir til sögunnar. Efstur á óskalistanum ku þó vera Norður-ír- inn Martin O’Neill hjá Celtic í Skotlandi, sem hefur verið eftirsóttur víða á Englandi undanfarin ár. Ekki er þó talið mjög líklegt að hann freistist tii að yfirgefa Celtic til að fara til skuldugs liðs eins og City, ekki síst vegna þess að hann hefur verið orðaður sem eftir- maður Alex Ferguson hjá grannaliði City í Manchesterborg. baldur@dv.is FJ ALLAH JÓLABÚÐIN FAXAFENI 7 S: 5200 200 MÁN - FÖS. KL 9-18. LAU. KL 10-14 www.gapJs fardu inn á gap.is og skodadu tilbodin... » * -------- alvöru fjallah Tilvali álstell 6061 |Spinner Grind 1 70 mm dempari |Shimano Acera 24 girai|Tektro diskabremsur Rockadile AL 26.900 kr. álstell 6061 ISpinner Grind 70 mm demparil Shimano Altus 24 girar álstell 6061 |Suntour75 mmdempari|$himano 21 girar BIKARINN 8 LIÐA ÚRSLIT I dag 12:00 Bolton - Arsenal í dag 17:05 Southampton - Man. Utd. Á morgun 12:55 Blackburn - Leicester Á morgun 15:50 Newcastle - Tottenham besta sætið 515 6100 • syn.is • Skífan • Og Vodafone

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.