Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2005, Blaðsíða 55
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 12. MARS 2005 55
Níunda listgreinin - myndasagan - hefur fylgt okkur frá upphafi. Með list hennar gat kirkjan náð beinu sam- >
bandi við hina ólæsu. Hún var notuð í pólitískum tilgangi sem spott um þá háttsettu og færði fjöldanum ein-
faldar móralskar kenningar. í prentmiðlum flutti hún fréttir og skemmtun. í Listasafni Reykjavíkur opnar í
dag glæsileg kynning á myndasögunni í mörgum aðskildum deildum. Hún er sterkur vottur um stöðu grein-
arinnar hér á landi og ætti að verða mörgum undrunarefni. Myndasagan hefur aldrei troðið sér fram
riJ I *fI r
J u 11 M u
Hetjíii' og þeíp unMlÍu
Nían - Myndasögumessa, er sýn-
ingin kölluð. Hún varð til fyrir for-
göngu Gisp!-hópsins tmdir forystu
Bjarna Hinrikssonar en um þessar
mundir eru um þrettán ár síðan
hópurinn tók sig saman og hélt stóra
sýningu á Kjarvalsstöðum þar sem
sýnd voru verk íslenskra og franskra
myndasöguhöfunda. Upp frá því
húa sprottið upp nýir, íslenskir
myndasöguhöfundar, og staða
myndasögunnar breyst umtalsvert.
Hún hefur orðið athafnasvæði
myndlistarmanna með annan til-
gang en hreina þjónkun við afþrey-
ingu, stigið fram sem fullgildur tján-
ingarmiðill.
íslenskir og erlendir kraftar
Á sýningunni í Hafnarhúsinu
skoðar Gisp!-hópurinn nýja og
breytta stöðu myndasögunnar á ís-
landi og býður til liðs við sig höfund-
um frá Bandaríkjunum, Kanada,
Bretlandi og Qestum Norðurland-
anna auk þess að varpa sérstöku
ljósi á tengsl Erró við myndasöguna.
Meðal þeirra sem eiga sögur og
verk á sýningunni eru höfundar
Optimal Press í Svíþjóð sem gefur út
marga norræna höfunda, fulltrúar
Drawn & Quarterly í Kanada,
Kaninn Art Spiegelman, höfundur
hinnar kunnu Maus-sögu, og Bret-
inn Dave McKean sem hefur mynd-
skreytt verk Gaimans.
íslendingarnir eru þeir Bjarni
Himiksson, Jóhann L. Torfason,
Þorri Hringsson, Halldór Baldurs-
son, Ólafur J. Engilbertsson, Hall-
grímur Helgason, Helgi Þorgils Frið-
jónsson, Þorvaldur Þorsteinsson,
Hugleikur Dagsson svo fáeinir séu
nefndir.
Stór hópur hinna erlendu höf-
unda mun koma hingað til lands til
að vera viðstaddur opnun sýningar-
innar.
Níunda tölublaðið á Níunni
í tilefrii af sýningunni gefur
Gisp!-hópurinn út viðamikla og
vandaða sýningarskrá sem inniheld-
ur greinar um íslenskar og erlendar
myndasögur, yfirlitsgrein um
myndasögur á íslandi og íslensku
myndasöguna eftir Ingu Maríu
Brynjarsdóttur, greinar um Dave
McKean og Art Spiegelman eftir Úlf-
hildi Dagsdóttur, grein um sögu
Gisp! eftir Bjama Hinriksson að
ógleymdu viðtali við Erró sem Bjarni
tók fyrr á þessu ári.
Sá kálfur sýningarinnar sem
helgaður er Erró varpar einstaklega
skýru ljósi á vinnsluaðferðir Guð-
mundar og hvernig hann heflir með
skipulegum hætti notað efrii úr
myndasögum í verk sín. Bara sá
þáttur sýningarinnar er einstaklega
fróðlegur og spennandi hverjum
áhugamanni um myndlist.
Sýningin vekur einnig athygli á
því athyglisverða starfi sem starf-
andi myndlistarmenn hafa unnið í
þögn: Gisp, Bandormurinn og Blek
eru tímarit sem fáir hafa lagt sig eft-
ir en ættu frá þessari sýningu að
verða spennandi söfriunarefni þeim
sem áður beittu öllum ráðum til að
ná undir sig eldri árgöngum mynda-
sagna.
Gissur gullrass
Myndasagan á íslandi hefur
gengið í gegnum nokkra fasa. Með
þróun prenttækni tóku vikublöð og
dagblöð að birta myndasögur: Fálk-
inn og Vikan báru skærasta kyndla í
framgangi myndasögunnar, en blöð
á borð við Mogga, Tímann og Vísi
voru engir eftirbátar þeirra á eftir-
stríðsárunum. Tarsan, Gissur
gullrass, Knold og Tott, Dreki, Eirík-
ur rauði, Terry og sjóræningjarnir að
ógleymdum Hvell Geira voru um
langt árabil fastur liður í daglegu lífi
margra kynslóða.
Til hliðar við svarta dagblaða-
strípuna komu hasarblöðin amer-
ísku og Andrés í dönsku útgáfunni,
uns hér námu land harðspjaldasög-
Hluti myndraðar eftir Gunnar Karlsson
urnar sem voru ættaðar frá megin-
landi Evrópu.
Sigga Vigga og Stebbi stæl-
9»
Innlendir höfundar áttu alltaf
erfitt uppdráttar því einstaka strípur
litu snemma dagsins ljós: Haraldur
Guðbergsson og Birgir Bragason
birtu báðir sögur á sjöunda áratugn-
um og Gísli Ástþórsson hafði þá ver-
ið að um langa hríð með Siggu
Viggu.
Gisp!-hópurinn kemur til sög-
unnar um það leyti sem neðanjarð-
armyndasagan er að hverfa og verð-
ur að ofanjarðarfyrirbæri. Mynda-
sagan hefur á fjölmennum mál-
svæðum skapað sér sjálfstæða til-
veru sem er víðast afskipt í menn-
ingarumræðu en nýtur ákafrar virð-
ingar þeirra sem á annað borð leggja
sig eftir kröftum hennar og h'fs-
magni. Hún hefur haft afgerandi
áhrif á myndmál kvikmyndarinnar á
síðustu áratugum og ræður miklu
um hvernig við skoðum heiminn.
Við sjáum heiminn í myndasögum.
M Sfe«
Halldór Baldursson hengir upp
kunnuglega kerlingu sem birtist um
tíma í DV sem hann vann ásamt
Þorsteini Guðmundsyni.
Útlán og sala
Samstarfsaðilar Listasafnsins að
sýningunni eru Borgarbókasafriið
og Nexus en báðir þessir aðilar
munu gera myndasögunni hátt
undir höfði á sýningartímabilinu
með viðburðum og uppákomum.
Borgarbókasafnið mun auka úr-
val sitt á myndasögum til útláns og
einnig mun Reykjavíkurtorgið í
Grófarhúsinu verða vettvangur
myndasagna. Undir lok sýningar-
tímabilsins er fyrirhugað að hafa þar
sýningu á vinnu ungra teiknara sem
tekið hafa þátt í myndasögunám-
skeiðum og öðrum áhugasömum.
Einnig er þar íyrirhuguð dagskrá þar
sem unga fólkið spjallar um myndir
sínar og myndasöguáhuga. í Nexus
verður einnig stórlega aukið úrval
myndasagna og fjölbreytileiki þeirra
þar sem aldrei fyrr.
Leiðsögn og áritanir
Sérstök athygli er vakin á því að á
sunnudag, kl. 15.00 mun sýningar-
stjórinn Bjarni Hinriksson ásamt
nokkrum hinna erlendu mynda-
söguhöfunda vera með leiðsögn um
sýninguna.
Fyrr um daginn mun afþreying-
ar- og bókaverslunin Nexus svo
skipuleggja áritanir hinna erlendu
gesta í höfuðstöðvum sínum að
Hverflsgötu 103 og er dagskráin sem
hér segir. Kl. 13.00-Matti Hagelberg,
Kati Kovács og Katja Tukiainen, kl.
13.30-Pentti Otsamo, Anneli Fur-
mark og David Collier, kl. 14.00-
David Liljemark, Henrik Lange og
Ása Grennvall og kl. 14.30-Julie
Doucet og Jason.
Þá munu Listasafti Reykjavfkur
og Borgarbókasafnið gangast fyrir
málþingi og pallborðsumræðum
um myndasöguna og önnur listform
2. og 3. aprfl undir yfirskriftinni
Myndasaga og bókmenntirnar/
Myndasagan og myndlistin.
Áskorun
Ekki verður hjá því vikist að vekja
athygli á því einstaka tækifæri sem
Grunnskólar Reykjavflcur og ffarn-
haldsskólar hafa nú til að nýta sér ^
áhuga nemenda á myndasögunni
sem fullorðnir gera sér fæstir grein
fyrir hvað er mikill. Sýningin í Lista-
safni ætti í raun að kalla á sömu at-
hygli yfirvalda í Reykjavík og vænt-
anleg Listahátfð, en hér storkar lif-
andi og áköf fjöldahreyfing neyt-
enda í hópi barna og unglinga hinni
„viðurkenndu" og menntuðu list
hinna fullorðnu. Myndasagan getur
í höndum ungra handa orðið virkur
tjáningarmáti og stendur áhugafull-
um eldsálum nærri. Sýningin stend-
ur til 24. aprfl.
pbb@dv.is i
BORGARLEIKHUSIÐ
Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 1 03 Reykjavík
STÓRA SVIÐ
DRAUMLEIKUR
e. Stríndberg. Samstarf: Leiklistardeild LHÍ
í kvöld kl 20, Lau 19/3 kl 20, Su 20/3 kl 20, Lau
9/4 kl 20, Su 10/4 kl 20
HÍBÝLI VINDANNA
leikgerð Bjarna Jónssonar eftír
vesturfarasögum Böðvars Cuðmundssonar
Su 13/3 kl 20 - UPPSEU.
Fi 17/3 kl 20 - UPPSEU, Fi 7/4 kl 20,
Fö 8/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20, Su 17/4 kl 20
e. Coline Serreau
Lau 23/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20
LINA LANGSOKKUR
e. Astrid Lindgren
Lau 2/4 kl 14 - Aukasýning
Su 3/4 kl 14 - Aukasýning
Lokasýnmgar
HOUDINI SNÝR AFTUR
Fjölskyldusýning um páskana.
Mi 23/3 kl 20, Fi 24/3 kl 15, Fi 24/3 kl 20,
Lau 26/3 kl 15, Lau 26/3 kl 20
LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA
“’PSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI
Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsifl
- kynning á verki kvðldsins
Kl 19:00 Matseflill kvöldsins
Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins
NÆRING FYRIR SAL OG LÍKAMA - BÓKIÐ I TÍMA
TT?mrrt i1J" WTFr—
e. Kristínu Ómarsdóttur
Su 13/3 kl 20, Lau 19/3 kl 20, Su 20/3 kl 20
BELGÍSKA KONGO
e. Braga Ólafsson, Críman fyrír besta leik í
aðalhlutverki
í dag kl 16 - AUKASÝNING
í kvöld kl 20 - UPPSEU,
Lokasýningar
AUSA eftir Lee Hall
í samstarfí við LA.
Su 13/3 kl 20, Su 20/3 kl 20, Su 3/4 kl 20
- Ath: Miðaverð kr. 1.500
AMERICAN DIPLOMACY
eftir Þoríeif Örn Arnarsson. í samstarfi við
Hið lifandi leikhús.
Lau 18/3 kl 20, Fi 31/3 kl 20, Fö 1/4 kl 20
Síðustu sýningar
SAUMASTOFAN 30 ARUM SIÐAR
eftir Agnar Jón Egilsson. í samstarfi við TÓBÍAS.
Fi 17/3 kl 20 Sfðasta sýning
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvinsdóttur.
í kvöld kl 20 - UPPSEU,
Fö 18/3 kl 20 - UPPSEU,
Lau 19/3 kl 20 UPPSEU Su 20/3 kl 20,
| Mi 23/3 kl 20, Fi 24/3 kl 20,
Fö l/4kl20-UPPSELT.
Lau 2/4 kl 20 UPPSEIT.
: eftír Harold Pinter
' Samstarf: A SENUNNl.SÖCN ehf. og LA
[ kvöld kl 20, Lau 19/3 kl 20
Börn 12 ára og yngri fá frltt í
■ Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna
- gildir ekki á barnasýningar
Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is
Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is
Miðasalan i Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga,
10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga