Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 Fréttlr DV Byggið hræðir Þuríður Backman, þing- kona vinstri grænna, hefur sent spuminga- lista tÚ Guðna Ágústssonar land- búnaðarráðherra vegna áforma um umfangsmikla ræktun á erfða- breyttu byggi í sveitum landsins á næsm árum. Þur- íður spyr hvort byggið geti haft slæm áhrif á ímynd ís- lenskrar matvælaffam- leiðslu. Þá spyr hún hvaða verkefni um erfðabreytingu plantna hafl fengið opin- bera styrki. Kanna örbylgju á Héraði Kanna á hvort fysilegt sé að að koma á örbylgju- sambandi á Fljótsdalshér- aði. Fyrirtækið Þekking hefur boðist til að gera út- tekt á kostnaðinum við uppsetningu sendanna með tveggja daga ferð sér- fræðinga. Myndi sveitarfé- lagið greiða kostnaðinn við ferðina að hálfu, eða 100 þúsund krónur. Telja heimamenn örbylgjuna áhugaverðan kost til að bæta fjarskipti í dreifbýli. HerópAgnesar Bragadottur? Eggert Skúlason, ritstjóri og ráögjafi. „Ég held að Agnes eigi að halda áfram að skrifa við- skiptafréttir en ekki að hella sérútí viðskiptallfið. Hver á sitja í stjórn fyrirhönd þessar- ar breiðu fylkingar? Þetta er skemmtileg kaffistofupæling, óraunhæf, og Agnes á að trúa rlkisstjórninni til að standa rétt að þessu. Eigum við sem skattgreiðendur að fara að kaupa eign okkar aftur? „Common"-ekki nema ég fái að vera í stjórn." Hann segir / Hún segir „Mér finnst þetta alveg frá- bært. Varð svo glöð þegar ég las þessa grein Agnesar en hún er til marks um upplýst þjóðfélag, að fólk geti brugðist hressilega við þegar þvl finnst á það halla. Ég er sko alveg til- búin til að vera meö I þessu. Vona bara að hver hlutur þurfí ekki aö vera svo dýr. Og vel finnst mér koma til greina að lífeyrissjóðirnar komi inn í þetta. Það hefur verið spilað með þá í áhættufjárfestingum en þarna fengju launþegar arðinn." Móðir körfuboltamannsins Ingvaldar Magna Hafsteinssonar opnar sig og segir farir sínar ekki sléttar af viðskiptum við stuðningsmenn Keflavíkur sem hún lenti í átökum við að loknum tapleik sonar hennar. Hún hefur mætt nánast á hvern ein- asta körfuboltaleik sona sinna í meira en áratug. ■ ..., «p»ii standa með mömmu sinni „Ég stend fullkomlega með mömmu," segir Ingvaldur Magni Haf- steinsson, leikmaður körfuboltaliðs Snæfells. Móðir hans lenti í átökum við stuðningsmenn Keflavíkurliðsins í úrslitaleik í Stykk- ishólmi á laugardagskvöldið. Hún hefur farið á nánast hvem em asta leik sem Ingvaldur hefur spilað, yfirleitt án vandræða. ■ ,1 '; Maggý Hrönn Hermannsdóttir stóð ásamt afa Ingvaldar gegn hátt í þrjátíu stuðningsmönnum Keflavík- urliðsins að loknum tapleik Snæ- fells. Eftir snörp orðaskipti hrinti stuðningsmaður Keflavíkur Maggý. Faðir hennar á áttræðisaldri kom aðvífandi og veitti Keflvíkingi hnefa- högg. Honum var síðan, að sögn Maggýjar, hrint í götuna. Eftir það hélt æsileg atburðarásin áfram þeg- ar förinni var heitið í Borgarnes. Studdi synina í KR „Þetta er náttúrulega ótrúlega leiðinlegt og ekki gaman að heyra að ráðist sé að mömmu manns eftir leik og hvað þá afa manns sem er á átt- ræðisaldri og hjartasjúklingur," seg- ir Ingvaldur Magni. Móðir hans hef- ur stutt hann og bróður hans, Her- mann Marinó, ffá því þeir byrjuðu í körfubolta. „Hún er búin að fylgja okkur á körfuboltaleiki með KR síð- an við vorum 9 ára gamlir en aldrei hefur svona vitleysa farið í gang," segir Hermann og bróðir hans tekur undir þau orð. Byrjaði með trommu „Það var á leik í vetur sem þetta byrjaði. Hvað menn geta verið Ijótir í kjaftinum," segir Ingvaldur Magni og vísar til leiks í Keflavík þar sem Maggý greip trommukjuða af trommara Keflavíkur og henti þeim inn á völlinn. „Þeir vildu ekki minnka hávaðann," segir Maggý. „Þeir svöruðu með dónaskap og það fauk í mig og ég reif af þeim kjuðana og henti þeim. Þá æstist lýðurinn og Stuðningsmamman Maggý Hrönn Hermannsdóttir segist hafa orðið fyrir ofsóknum Keflvikinga. Þeir kölluðu í gjallarhornið: „Útmeð hór- una. Út með gæruna" hópaðist kringum mig. Þeir kölluðu í gjallar- hornið: „Út með hóruna. Út með gæruna Ég svaraði ekki, en ' þeir færðu tromm- urnar beint aftur fyrir mig og tromm- uðu eins hátt og þeir gátu," segir hún. Á með an leikurinn stóð yfir hót- uðu Keflvíkingar að henda henni út og var hún sett í bann í kjölfarið. Keyrði á 90 Eftir átökin að loknum leiknum hélt æsileg atburða- rásin áffam. Maggý keyrði á undan rútu Keflvíkinga frá Stykkishólmi í Borgarfjörð með barnsföður sinn og 16 ára dóttur í bílnum. Keflvikingar kölluðu til lögreglu og sögðu kon- una hafa hindrað för rútunnar og valdið stórhættu með því að sveigja ítrekað fyrir hana þegar reynt var að taka fram úr. Maggý stoppaði ekki þegar lögreglan keyrði upp að henni með blikk- andi blá ljós. „Ég var lengi að stoppa og hélt þeir væru að stoppa rútuna," segirhún. „Ég keyrði bara á 90 eins og eðli- legt er og það var ekkert at- hugavert við það.“ Lögregl- an rannsakar nú málið. Stuðningsmenn Keflavíkur tóku aksturslag hennar upp á myndband sem þeir hafa ekki viljað sýna. jontrausti@dv.is | j Ingvaldur Magni Segirþað illtað stuðningsmenn andstæöinganna ráð- ‘ ‘ ist að móður hans eftir körfuboltaleik. Dómari í Ungfrú Suöurland segir feguröardís hafa misskilið orð sín Klámmyndir verða fegurðardísum að falli „Sú sem vann þetta er verðugur fulltrúi og stórglæsileg," segir Sól- veig Pálmadóttir, dómari í Ungfrú Suðurland. Ein af stúlkunum í keppninni, Ásdís Alda Runólfsdóttir, hélt því fram í vikunni að hún hefði átt sigurinn vísan í keppninni hefði ekki birst mynd af henni í tímaritinu B&B. Vísaði stúlkan í orð eins dómar- ans sem á að hafa sagt að ef myndin hefði ekki birst hefði hún unnið. Sólveig segir þetta byggt á mis- skilningi. Hún segist hafa talað við stúlkurnar eftir keppnina þegar dómarahlutverki hennar var lokið. Hún segist muna vel eftir samtah sínu við Ásdísi. „Ég sagði að hún hefði átt jafna möguleika og allar hinar stúlkurnar á að vinna hefði myndin af henni ekki birst. Ekki að hún hefði átt sigurinn vísan," segir Sólveig sem að öðru leyti vill ekki tjá sig um máhð í fjölmiðlum. Svala Jónsdóttir, Ungfrú Suðurland 2005 Hefur ekki setið fyrir á nektarmyndum og vann keppnina. Elín Gestsdóttir, framkvæmda- stjóri Ungfrú ísland 2005, segir þetta mál lúta sömu reglum og hið sorg- lega mál Dagbjartar Rósu Helga- dóttur, sem rekin var úr Ungfrú Reykjavík eftir að DV birti af henni Ásdfs Alda Runólfsdóttir fegurðardfs Myndin sem varð henni að falli. klámmyndir sem birst höfðu í tíma- ritinu Bleiku & Bláu. „Stúlkurnar mega einfaldlega ekki hafa komið fram á myndum naktar eða berar að ofan," segir Elín. „Reglurnar eru skýrar." Vaka mótmælir sektum Árleg skráning stúdenta fýrir næsta ár fór fram dagana 4. til 8. apríl. Þetta var í fyrsta skipti sem almenn skráning fór ffam á net- inu. Þeir stúdentar sem af ein- hverjum ástæðum náðu ekki að ganga ffá árlegri skráningu eru beittir sektum þurfi þeir að breyta skráningu að skráningar- tímabili loknu. Vaka sem fagnar netþjónustunni við stúdenta seg- ir ff amkvæmd skráningarinnar í ár hafa sýnt að ýmsir hnökrar séu á kerfinu. Vaka telur sektirnar óviðunandi og skorar á háskóla- yfirvöld að falla ffá öUum hug- myndum tun sektir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.