Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2005, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2005, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 Útivist & ferðalög DV Námskeið í fyrstu hjálp Ferðafélagið Útivist stendur fyrir námskeið í fyrstu hjálp fyrir fararstjóra, skálaverði og alla þá sem vilja geta bjargað sér og öðrum í óbyggðum. Á námskeiðinu verður farið yfír skipu- leg vinnubrögð á vettvangi, endurlífgun, blæðingar, lost, önd- unarerfíðleika, höfuðhögg, hryggáverka, stoðkerfísáverka, sár, brunasár, ofkælingu, kal, sjúkdóma, flutning og móttöku þyrlu. Mikil áhersla er lögð á verklegar æfíngar og takmark- aðan búnað. Það erAnna Sigríður Vernharðsdóttir hjúkrun- arfræðingur og Ijósmóðir sem er leiðbeinandi á námskeiðinu en hún er félagi í Hjálparsveit skáta i Kópavogi. Hún starfar einnig sem verkefnastjóra fyrstu hjálpar hjá Björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjörg. Falleg náttúra Hætturnar leynast á hálendinu og nauðsynlegt er að kunna sitt hvað fyrir sér I fyrstu hjálp i leiðöngrum þangað. % I. Stærð: 0,44 ferkm. 2.1búafjöldi:921. 3. Leiðtogi: Páfínn. Eftir andiát Jóhannesar Páls annars erenginn I þeirri stöðueinsoger. 4. Opinbert tungumái: Latina. 5. Lén endaá:.va. 6. Fyrsta kirkjan: Árið 326 var fyrsta kirkjan reist á landinu þar sem taiið er að Pétur postuli hafi verið grafmn. Heitir hún vitan- lega enn I dag Péturskirkja en hann var fyrsti páfmn, fulltrúi Krists á jörðu eftir upp- risu hans. Pétur hét upphafíega Símon en eftir aðhann lýsti þvl yfir I fyrsta sinn að Jesú Kristur væri frels- arinn sjálfur og sonur guðs nefndi Kristur hann Pétur (Petros, þýðirsteinn eöa klett- ur á grlsku),og á þeim kletti munég reisa kirkju mina'mun freisarinn hafa sagt. 7. Völd páfa: Eftir þvi sem á leið urðu iröld páfa sifellt meiri. Hann stjórnaði stærst- um hluta Italluskagans I meira en þúsund ár, allt til 19. aldar er hið nýja sameinaða konungsveldi Itallu lagði undir sig þessi lönd. 8.1929:Áriðsem Vatíkaniö varstofnað sem sjálfstætt riki eftir nokkurra áratuga valdabaráttu páfagarðs við Itölskyfírvöld um hver ætti I raun og veru Rómarborg. Samkomuiagið var á þá leið að Vatlkanið yrði sjálfstætt og rómversk kaþólska trúin yröi opinber trú á Itallu. 9. Saga páfakjörsins: Eftir andlát páfa, sem er kjörinn til llfstlðar, koma kardinálar kaþóisku trúarinnar saman vlðs vegarað I heiminum og kjósa nýjan páfa. Atkvæðis- rétt hafa þeir kardinálar sem eru yngri en áttræðir. Páfakjörið fer fram I Sixtlnsku kapellunni þar sem kardináiarnir dvelja aðskildir frá umheiminum uns kjörið er fullgilt. Hefur þessi háttur verið á slðan á II. öld. Sú nýbreytni mun nú eiga sér stað að kardinálarnir verði ekki inniiokaðir I kapellunni allan tlmann enáþeim tíma sem kjörið fer fram hafa þeir ekki aðgang að fjölmiðlum eða hefðbundnum sam- skiptatækjum. 10. Kjörið sjáift-.A fyrsta degi erkosið einu sinni Efenginn fær tvo þriðju hluta atkvæða, er kosið fjómm sinnum á dag I þrjá daga. Efengin niðurstaða fæst er tekið hlé I einn dag og beðist fyrir. Þannig getur það gengið til þrettánda dags en þá þarf einungis helming atkvæða til að verða kjörinn páfí. Efenn fæst engin niðurstaða má útiloka alla nema þá tvo sem flestat- kvæði hafa fengið og er þá gengið til at- kvæða I slöasta sinn. Ferðafélagið 4x4 er félag áhugamanna um jeppaferðir á hálendi landsins. í gegnum tíðina hafa jeppamenn mætt talsverðri gagn- rýni fyrir glannalegan utanvegaakstur en formaður félagsins, Skúli Haukur Skúlason, segir tilgang félagsins í upphafi hafa einmitt verið að berjast fyrir hagsmunum jeppaáhugamanna og að þeir gætu stundað sína iðju í fullkominni sátt við menn og móður náttúru. Skúli Haukur Skúlason er for- maður Ferðaklúbbsins 4x4 og hefur verið undanfarið ár. Framundan er aðalfundur félagsins þar sem kosið er í stjórn en Skúli hyggst bjóða sig ffam annað kjörtímabil. Nýverið var nýrri heimasíðu félagsins hleypt af stokkunum, f4x4.is, og er hún einkar glæsileg með mjög notendavænt viðmót. Ferðaklúbburinn hefur verið starfræktur í rúm 20 ár og hefur Skúli verið félagi í honum undanfar- in fjcjgur, fimm ár. „Ég hef nú ekki verið virkur nema kannski síðastlið- in þrjú ár," segir hann. „Við erum með eitthvað á þriðja þúsund félags- menn og því töluverð mikil starfs- semi sem á sér stað. Hjá okkur starfa níu nefndir í margvíslegum tilgangi sem allar vinna að einstökum mál- um.“ Utanvegaakstur Skúli nefnir umhverfisnefhdina sem vinnur að málum sem hafa ver- ið hluti af kjarnastarfsemi félagsins frá stofnun þess. „Eitt af megin- markmiðum hennar er baráttan gegn utanvegaakstri. Sú nefnd vinn- ur einnig með stjómvöldum í þess- um málum og reynir að hafa áhrif á gang mála." Skúli vill ekki meina að jeppamenn á vegum ferðafélagsins séu bomir sökum þegar slík mál koma upp. „Okkur hefur tekist að skapa þá fmynd að félagsmenn okk- ar ferðist á ábyrgan hátt. Það er auð- vitað gríðarlegur fjöldi sem ferðast á hálendinu á jeppum og reynist vissulega misjafh sauður víða. í mörgum tilfellum em þetta erlendir ferðamenn sem stunda slíkan akstur af algerri vanþekkingu. Þeir mis- skilja einfaldlega „offroad“-hugtak- ið. Sjá kannski auglýsingar þar sem jeppar em sýndir aka um í hrjóstr- ugu landslagi og viija gera eins. Við munum hrinda af stað átaki í sumar í samstarfi við Ferðafélag Fljótsdals- héraðs o.fl. þar sem bæði innlendir og erlendir ferðamenn em fræddir um þessi mál. Við munum dreifa upplýsingabækhngum bæði í Nor- rænu og í bflaleigubfltun. Það er ijöldi aðila sem kemur að þessu með okkur," segir Skúh. Hann segir að svala megi utanvegaakstursþörf á veturnar þegar allt er snævi þakið og í klakaböndum. „Þá má ferðast út um allt án þess að valda umhverfinu skaða. Sú heimild komst til dæmis í lög með tilstilli Ferðaklúbbsins." Breyttir jeppar „I upphafi vom. tvö stór mál á dagskrá. Hitt máhð er jeppabreyt- ingar. Þegar ferðafélagið var stofn- að var slík iðja að sh'ta barnsskón- um og var að mörgu leyti vanþróuð. Og það var engin lagaleg heimild fyrir slíkum breytingum," segir Skúh og segir að menn hafi á sínum tíma verið að fela sín mál í bílskúr- unum. „Það vom margir jeppar á ferð sem vom í raun hættulegir. Tækninefnd klúbbsins er enn þann daginn í dag í samstarfi við yfirvöld um gerð reglugerðar um breytingar á jeppum. Það er uppi krafa um að tryggja öryggi allra, bæði jeppaeig- endanna og annarra í umferðinni. Upp úr þeirri umræðu komu til sér- skoðanir hjá Bifreiðaeftirlitinu, þar em bflarnir skoðaðir með ákveðin atriði í huga." Skúli bendir á að í dag em breytt- ir jeppar yfirleitt ekki hættulegri en aðrir. „Það em einstakar tegundir sem þarf að skoða sérstaklega, það em einstaka vandamál sem ein- kenna ákveðna bfla. Mörg atriði sem kannski em líka viðloðandi óbreytta Skúli Haukur Skúlason Formaður ferðafélagsins 4x4 sem gætir hagsmuna jappaáhugamanna á há- lendi Islands. •í&. ... Æ- Hofsjökull Úrstórferð Ferðaklúbbs- ins 4x4 á Hofsjökull mars 2005. Arleg vegastikuferð Ár lega fara félagar I klúbbn- um I stikuferð þar sem slóðir á hálendinu eru merktar með vegstikum. Smá hindrun Erfíður krapapyttur. Ferðir fram undan Útivist um helgina 13. aprfl: Úlfarsfell I dag kemur Úti- vistarræktin sam- an við Toppstöð- ina i Elliðaárdal kl. 18.30. Ekið á eigin bllum útfyrirbæ- inn þarsem gönguferðin hefst á Úlfarsfell. Ekki ereiginleg leiðsögn I ferðum Útivistarræktarinnar en alltafer einhver I hópnum sem þekkir staðhætti og leiðina sem farin er. Útivistarræktin erókeypis. Vegalengd er 4-5 km og hækkun 200 m. 14. aprfl: Útivistarræktin Idag kl 18 hittist Útivistarræktin á bllastæöinu þarsemSkóg- ræktarfélag Reykjavíkur var I Fossvogi og geng- iðerútaðÆgi- slðu. Gengið verð- ur vestur um Öskjuhlíð,um Nauthólsvík ogútmeð Skerjafírði að norðan út undir Ægisíðu. Sama leið er farin til baka og tekur göngustundin um klukkustund.Allir vel- komnir og ekkert þátttökugjald. 15.-17. aprfl: Fararstjórahelgi I Básum Árleg fararstjórahelgi er haldin á vegum Úti- vistar íBásum um helgina. Þar veröur meöal annars farið yfir leiösögn I rútu, talstöðvar og fjarskipti, Ifnu- tryggingar.sig, rötun,þverun straumvatna og hópefli. Venjuleg- ur útilegubúnaður nauðsynlegur en aukþessþarfvað- föt fyrir kalda veðráttu og hjálm. Nánari upp- lýsingar á utivist.is en skráningu lýkur I dag. 16. apríl: Söguferð í Borgarfjörð Ekið verður frá húsakynnum Fíf Mörkinni 6 kl. 10 og lagt afstað upp i Borgarfjörö. Skoðaðir verða helstu sögustaöir Eglu I Borgarfjarðar- héruöum. Við byrjum á Borg og áttum okkur þar á landnámi Skalla-Gríms. Þá verður haldiö \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.