Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2005, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005
Sport DV
UEFA les
Mourinho
pistilinn
Forráðamenn UEFA eru æfir eft-
ir að Jose Mourinho mætti ekki á
blaðamannafund fyrir leik Chelsea
og Bayem í gærkvöldi. Sem stað-
gengla sína sendi Mourinho þá Rui
Faria, úthaldsþjálfara sinn, og Mik-
ael Forsell, finnska sóknarmanninn
sem er nýkominn úr hálfs árs
meiðslum og er algjör varaskeifa í
liðinu. Fyrir hönd Bayem vom
staddur á fundinum þjálfarinn Fei-
ix Magath og fyrirliðinn Oliver
Kahn auk enska landsliðsmannsins
Owen Hargreaves. Eftirlitsmaður
UEFA á leiknum, Wolfgang Eichler,
segist ætía að senda skýrslu til
UEFA vegna framkomu Chelsea
sem þykir einkar smánarleg. En
Mourinho er einfaldlega við sitt
heygarðshom og er sennilega bara
að hefna sín á UEFA fyrir að dæma
sig í leikbann.
Malouda segir
PSV vera gróft
lið
Florent Malouda hjá Lyon hef-
ur sakað leikmenn PSV um grófa
spilamennsku í fyrri leik lið-
anna í 8-liða úrslitum meist- r
aradeildarinnar í síðustu M
viku. Malouda segir þá ekki 1
eiga von á göðu frá leik- *
mönnum Lyon í leiknum í
kvöld. „Ég fékk óeðlilega
mörg högg á sköflung- ,
ana í þeim leik. Ég er (f,
ekki vanur að kvarta '''
undan dómumm en ég j
hef aldrei kynnst öðm i
eins og var á boðstóln-
um í fyrri leiknum. J
Leikmenn PSV
komust upp
með allt.
Stuðningsmenn Liverpool hafa smám saman í vetur fengið að sjá af
hverju Rafael Benitez telur Spánverjann Luis Garcia spila lykilrullu í vel-
v gengni liðsins, hvort sem litið er til lengri eða styttri tíma. Garcia hefur
einkum farið á kostum í meistaradeildinni og í íjarveru Stevens Gerrard
gegn Juventus í kvöld mun Garcia þurfa að taka enn meiri ábyrgð.
Luis Garcia Var verðlaunaður fyrr á
árinu fyrirgóða frammistöðu með
Liverpool með því að vera vahnn í
spænska landsliðið I fyrsta skipti.
sm mitl besla
„Fyrst þegar ég kom spilaði ég alveg eins og ég
hafði gert á Spáni en síðan fóru andstæðingarnir
að þekkja inn á mig og minn leikstíl."
Luis Garcia kostaði Liverpool
sex milljónir punda þegar hann
var keyptur frá Barcelona í sum-
j ar. Rafael Benitez hefur lengi
7 verið aðdáandi Garcia eftir að
f hafa stjdrnað honum á sínum
tíma hjá liði Tenerife og segist
Benitez hafa ætlað að kaupa Garcia
til Valencia hefði hann haldið áfram í
herbúðum þess liðs.
Trezeguet
ekki með
Juventus
Franski sóknarmaðurinn David
Trezeguet getur ekki leikið með
Juventus gegn Liverpool í kvöld
vegna ökklameiðsla sem hann
hlaut í deildarleik um helgina. Fjar-
vera Trezeguet þýðir að sænski
framherjinn Zlatan Ibrahimovic og
Allesandro Del Piero munu mynda
sóknarlínu Juventus, en þeir náðu
afar illa saman í fyrri leiknum á
Anfield og það var í raun ekki fyrr
en Trezeguet leysti Del Piero af sem
eitthvað líf færðist í leik Juve.
Meiðsli Trezeguet eru væntanlega
til að gleðja forráðamenn Iiverpool
því þau vega upp á móti meiðslum
Steven Gerrard sem verður ekki
með í leiknum og munar þar um
minna fyrir þá rauðklæddu. Hins
vegar hefur Dji-
, bril Cisse verið
Eftir frábæra
byrjun á tímabil-
inu í haust datt
Garcia í nokkra
lægð um miðbik vet-
ursins. Hann viður-
kennir að það hafi tekið
sinn tíma að aðlagast
ensku knattspyrnunni en að
undanförnu hefur hann verið
að finna sitt rétta form, og þá
sérstaklega í meistaradeildinni.
Garcia hefur skorað fimm mörk.í
síðustu átta leikjum, þar af þrjú í
meistaradeildinni frá því að 16-liða
úrslitin þar hófust. „En ég er enn
Ég finn mikinn mun á
mér nú og frá því að
ég kom hingað fyrst
og ég get ekki annað
en bætt mig."
ekki fullkomnlega sáttur við mína
frammistöðu. Ég verð enn betri á
næstu leiktíð," segir hann sjálfur.
Garcia hefur alls skorað tíu mörk
á tímabilinu, þar af hafa fjögur
þeirra komið í átta meistaradeildar-
leikjum. f leiknum gegn Juventus í
kvöld verður honum væntanlega
komið fyrir í „holunni" á milli miðj-
mannanna og Milan Baros, sem
væntanlega verður í fremstu víglínu,
þar sem hans helsta hlutverk er að
stjórna sóknarleiknum og skapa fyr-
ir samherjana.
Þeir lærðu inn á mig
„Það hefur verið mun erfiðara en
ég hélt að aðlagast enska boltanum
en mér finnst ég vera á réttri leið,“
segir Garcia. „Enski boltinn er gjöró-
líkur þeim spænska. Fyrst þegar ég
kom spilaði ég alveg eins og ég hafði
gert á Spáni en síðan fóru andstæð-
ingarnir að þekkja inn á mig og
minn leikstíl. Það er mjög erfitt og
sérstaklega þegar mótherjarnir hafa
engan áhuga á því að spÚa fótbolta
heldur bara að stoppa mig," segir
Garcia, sem skoraði eitt áf mörkum
ársins í meistaradeildinni í fýrri
leiknum gegn Juveritus þegar hann
hamraði boltann viðstöðulaust í
netið af 25 metra færi.
„Það var ljúft að sjá hann í netinu
þá," segir Garcia dreyminn þegar
hann hugsar til baka. „Ég leitast
alltaf eftir því að skora mörk og það
kemur oft fyrir eftir leiki að ég
skamma sjálfan mig fyrir að hafa
ekki skorað, jafnvel þó að mitt lið
hafi unnið leiídnn. Ég hef skorað tíu
sinnum á þessu tímabili og ég held
að það sé nokkuð góður árangur. En
ég hefði átt að vera búinn að skora
meira," segir hann.
Garcia vill ekki meina að tímabil-
ið hjá Liverpool hafi verið vonbrigði
og segir að ef liðið komist í undanúr-
slit meistaradeildinnar þá sé það
árangur sem sé vonum framar.
„Ég veit að ég mun spila miklu
betur á næstu leiktíð. Ég finn mikinn
mun á mér nú og frá því að ég kom
hingað fyrst og ég get ekki annað en
bætt mig. Stuðningsmenn Liverpool
eiga enn eftir að sjá mitt besta."
Heimild: Soccernet
Gerir hluti sem enginn getur leikið eftir
Rafael Benitez, stjóri Liverpool, segir
augljóst að það hafi tekið sinn tíma fyrir
Garcia að aðlagast enskum fótbolta en
hann sé óðum að nálgast það form sem
gerði hann að einum eftirsóttasta leik-
manni Spánar.
„Hann hefur spilað mjög vel í mörgum
leikjum en þegar liðið sem heild spilar
ekki vel þá spilar Luis ekki vel," segir
Benitez. „Hann nýtur sín miklu betur á
heimavelli og hefur ekki alltaf fundið sig í
útileikjum. En mér finnst það vera að lag-
ast. Hann hefur ótrúlega hæfileika sem
emi eiga eftir að koma í ljós, og ég sé hann
gera hluti dagléga á æfingum sem enginn
annar leikmaður Liverpool getur leikið
eftir," segir Benitez. Hann segir mesta
kost Garcia vera hversu marksækinn
hann er.
„Þegar hann spilaði undir minni stjóm
hjá Tenerife í 2. deildinni á Spáni skoraði
hann 16 mörk sem vængmaður. Hann
hefur mikið sjálfstraust og mun alltaf
skora mikið af mörkum."
Eiði Smára líkar við að spila á miðjunni
Ég er ekki markaskorari
jn
kallaður
\ óvænt inn í
\ leik-
manna-
hópinn eft-
ir fótbrot.
mf.s
Eiður Smári Sannar
fjölbreytni slna með að
spila eins og engill á
miðjunni hjd Chelsea.
„í leikkerfinu sem Mourinho læt-
ur okkur spila get ég alveg spilað
sem fremsti maður, en ég myndi
ekki segja að það væri mín besta
staða: Ég vill vera meira inn í sóknar-
uppbyggingunni - koma niður og
sækja boltann. Þótt ég skori alltaf
minn skerf af mörkum er ég ekki
náttúrulegur markaskorari," segir
Eiður Smári Guðjohnsen í löngu
viðtali við hiö virta enska blað
Independent sem birtist allstaðar í
Englandi t gær.
f viðtalinu er ítarlega rætt við Eið
Smára um hans nýja hlutverk hjá
Chelsea sem fremsti miðjumaður,
og segir íslenski vfkingurinn að hon-
um lflci afar vel í þeirri stöðu jafnvel
þó að hann sé að leika hana í fyrsta
sinn á ferlinum.
Það var í úrslitaleik deildarbikars-
ins gegn Liverpool sem Eiður Smári
var fyrst látinn spila á miðjunni.
„Mér fannst það koma vel út og fólk
hefur haft það á orði við mig að ég
hafi breytt leiknum," segir Eiður
Smári og bætir við að fyrir þessa inn-
komu gegn Liverpool hafi hann
aldrei spilað svona aftarlega á ferlin-
um. „Aldrei. Ekki einu sinni á æfing-
um. Mourinho horfði á mig og sagði
mér að ég væri að fara inn á. A miðj-
una. Mér leist bara vel á það," segir
Eiður Smári.