Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 Fréttir DV Hótel Valhöll grotnar niður Mdskaup auglýsa nú Hótel Valhöll á Þingvöllum til leigu. Ríkið keypti hótelið fyrir nokkrum árum af Jóni Ragnarssyni. Veitingamað- urinn Elías V. Einarsson, kenndur við Rúgbrauðs- gerðina, hefur lengstum haft Valhöll á leigu frá því rikið eignaðist hana en er nú hættur rekstrinum enda stórtap verið á honum. Ein helsta ástæða erfiðs rekstrar hefur verið ömurlegt ástand á byggingum sem kostað hefirr leigjandann stórfé á meðan ríkið hefur látið allt viðhald afskiptalaust. Ekki hjálpar.til að hótelið er kynt með rafmagni með gríðar- legum kostnaði. Hærri lán fyrir hús Félagsmálaráðuneytið hefur með reglugerð hækk- að hámarkslán íbúðalánasjóðs og gert þjóðinni kleift að taka lán fyrir dýrari íbúðum en áður. í gær var til- kynnt að hámarks- lán yrðu ekki lengur 14,9 milljónir heldur 15,9 millj- ónir. Breytingin hefur þeg- ar tekið gildi. Færri smitast af HIV- veirunni Einungis greindust fimm manns smitaðir af HIV-veirunni sem veldur eyðni á síðasta ári. Ekki hafa færri greinst með veiruna í fimmtán ár. Hins vegar var tilkynnt um tvö nýsmit fyrstu þrjá mán- uði þessa árs. í farsóttar- fréttum sóttvarnarlæknis eru landsmenn minntir á að því fer víðs fjarri að al- næmisfaraldurinn sé í rén- un á heimsvísu. Teikn eru á lofti um að útbreiðsla HIV sé að aukast hjá nágranna- þjóðunum. Þá segir að ár- angurinn hérlendis skýrist af öflugu fræðslustarfi. KrefjastADSL á Stoðvarfjörð Sveitarstjórn Austur- byggðar krefst þess að Síminn svari hvenær ADSL-samband fáist á Stöðvarfjörð. Löngu sé komið fram yfir þann tíma sem sambandinu var lofað fyrir. „í ljósi þess að nú er í gangi vinna við uppbyggingu atvinnulífs á Stöðvarfirði skal bent á að án ADSL tenginga er staðurinn hvorki samkeppnisfær sem búsetukostur né að- setur fyrir þá atvinnu- starfsemi sem krefst slíkra tenginga," segir sveitarstjórnin og krefst aðgerða. Eftir að Petra Sigríður Gunnarsdóttir stakk Jóhannes Gunnarsson, sambýlismann sinn, í bakið sneru þau baki við áfengis- og eiturlyfjaneyslu. í gær var Petra kölluð fyrir dóm til að svara til saka fyrir hnífsárásina. Sjálfum þykir Jóhannesi það illskilj- anlegt að höfðað hafi verið mál vegna hnífsstungu sambýliskonu sinnar. Býp með konu sem stakk hann í bakiö „Þetta er bara ein af gömlum syndum okkar Petru,“ segir Jóhannes Gunnarsson, 23 ára sjómaður frá Akureyri. Sambýlis- kona Jóhannesar, Petra Sigríður Gunnarsdóttir, 32 ára Akureyr- ingur, stakk hann í bakið á heimili þeirra með hníf í ágúst í fyrra með þeim afleiðingum að hann hlaut ijögurra sentímetra djúpan skurð. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Petra Sign'ður Gunnarsdóttir mætti án verjanda í réttarsal og lýsti ekki hug sínum til ákærunnar. Jóhannes, sambýlismaður Petxu, segir málið vera hluta af dökkri fortíð þeina Petru. Hann skilji ekki af hverju mál hafi verið höfðað gegn kæmstu sinni þar sem engin illindi séu á milli þeirra og málið uppgert af þeirra hálfu. Jóhannes segist aldrei hafa kært Petm vegna málsins en einhver liljóti að hafa tilkynnt lögreglu um hnífssmnguna og því hafi rannsókn hafist. Voru í eiturlyfjum og bulli „Ég skil þetta bara ekki,“ segir Jó- hannes Gunnarsson um málið. DV náði sambandi við hann í gær þar sem hann var á leið til fiskveiða á togaran- um Árbaki frá Akureyri. Jóhannes náði ekki að vera við- staddur þingfestinguna í þessu sér- stæða máli og fór Petra því ein síns liðs til fúndar við fulltrúa ríkissaksóknara og dómara í Hérasdómi Norðurlands eystra. Jóhannes segir það blóðugt fyr- ir fjölskylduna að þurfa að punga út peningum fyrir lögfræðingi í máli sem þessu. „Þar að auki getur þetta komið Petm illa þegar fram h'ða stundir því það er slæmt að vera með svona hluti á sakaskrá," segir Jóhannes. Fór út á lífið eftir árásina „Við vorum í eiturlyijum og bulli á þessum tíma,“ segir Jóhannes en bætir við að eftir hið örlagarika kvöld í ágúst síðastliðnum hafi þau snúið við blaðinu. Snorri Sturluson, sem á tvö böm með Petm og bjó um tíma á heimili hennar og Jóhannesar, segir að sam- band Petm og Jóhannesar hafi verið Árbakur AK Jóhannes Gunnarsson var á leiö til veiða þegar DVhafði sam- band við hann vegna málsins.Jóhann- es erþeirrar skoðunar að ekki eigi að refsa sambýliskonu hans fyrir að hafa stungið hann I bakið. afar stormasamt á þessum tíma og að átök á milli þeirra hafi oft átt sér stað. „Það er samt leiðinlegt fyrir þau að þetta skuh fara alla leið til dómstóla," segir Snorri og bætir því við til stuðn- ings að þótt árásin hafi verið alvarleg hafi Jóhannes ekki látið mikið á sjá og skellt sér út á h'fið sama kvöld. Jóhann- es tekur sjálfur í sama streng. „Þetta er bara dæmi um það þegar gamlar synd- ir koma í bakið á manni." Dómstóla að meta Héraðsdómslögmaður sem DV ræddi við í gær sagði að þrátt fyrir að Jóhannes og Petra hefðu skiljanlega helst viljað láta málið kyrrt liggja væri málshöfðunin gegn Petm eðlileg. Lögreglan verði að rannsaka mál sem þetta. Hún geti ekki fallið frá rann- sókn á þeim forsendum að málsaðilar séu sambúðarfólk. Lögmaðurinn seg- ir það hlutverk dómstóla, ekki lög- reglu, að meta hvort slíkt skuli hafa áhrif eður ei. Hnifsstunga kærustupars Petra Gunnarsdóttir stakk sam- býlismann sinn i bakið með þeim afleiðingum að hann hlaut fjögurra sentímetra djúpan skurð. Sviðsett mynd. Það að Petra er í sambúð með fómarlambi sínu og sé búin að breyta lifnaðarháttum sínum, eins og Jó- hannes, mun þó að öllum líkindum verða til þess að dómari mun taka létt- ar á málum hennar en ella. andri@dv.is „Þetta er bara dæmi um það þegar gamlar syndir koma í bakið á manni." Egla hefur ferfaldað milljarðana í Búnaðarbankanum S-hópsfyrirtæki með 40 milljarða í Egla, fyrirtæki sem S-hópsfyrirtæk- in Ker og VÍS stofnuðu til að kaupa hlut í Búnaðarbankanum þegar hann var einkavæddur, á nú hlut í KB banka sem metinn er á um 35 milljarða króna. Þar fyrir utan seldi Egla hlut í bankanum fyrir um fimm milljarða fyrir rúmu ári síðan. VÍS á nú hlut í bankanum sem metinn er á 15 millj- arða. Þannig hefur þessum fyrirtækjum tekist að fimmfalda það fé sem þau settu inn í bankann í einkavæðing- unni. Egla keypti 71 prósent Hvað liggur á? af því sem var til sölu í Búnaðarbank- anum en VÍS, Samvinnulífeyrissjóð- urinn og eignarhaldsfélagið Sam- vinnutryggingar keyptu það sem upp á vantaði. Kaupverðið fyrir rúmum tveimur árum var 11,9 milljarðar króna og átti Egla 8,5 milljarða af því. Fyrir utan gengishagnað, innleystan og óinnleystan, hafa eigendur KB banka fengið ríflegar arðgreiðslur. VÍS hefur nú í hyggju að taka þátt í annarri einkavæðingu og skoðar Símann ásamt Meiði. Við kaup S-hópsins á Búnaðar- bankanum voru miklar fléttur á eign- „Þaö liggurýmislegt á. Ég var að kaupa mér íbúð og svo erum viö strákarnir á FM að skella okkur til útlanda. Við erum að plana helgarferð til Danmerkur. Svo erum við mikið í golfinu og erum að reyna að koma okkur í gott form fyrir sumarið, það er skylda að vera í fínu formi og það þarfað fara að gera það klárt," segir Brynjar Már Valdimarsson útvarpsmaður á FM957. arhaldi Kers og VÍS þar sem fyrirtækið Hesteyri, sem var í eigu Skinneyj- ar-Þinganess og Kaupfé- lags Skagfirðinga, lék lykilhlutverk. Stærsti hluthafi Eglu var þýski fjárfestinga- bankinn Hauck & Auf- hauser. Fulltrúar bank- ans komu hingað til lands og sóttu aðalfundi hjá Búnaðarbankanum en tóku ekki sæti í stjóm. Athygli vekur að í árs- skýrslu þýska bankans fyrir árið 2003 er ekkert minnst á kaupin í Búnaðarbankanum og ekkert finnst á heimasíðu hans um Búnaðar- bankann. Þetta þykir mönnum í við- skiptalífinu mörgum merldlegt þar sem hluturinn í Búnaðarbankanum var stór hluti af eigin fé þýska bank- S-hópurinn á fremsta bekk Þeg- ar þeir kevDtu Bún- ans. Ekki hefúr náðst samband við Peter Gatti sem fór fyrir fulltrúum þýska bankans hér á landi. Þýski bankinn seldi hluti í Eglu fyrir rúmu ári með töluverðum hagnaði en frá þeim tíma hefur gengi á bréfum KB banka meira en tvöfaldast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.