Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2005, Blaðsíða 15
DV Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 15
Asnalegar afsakanir hjá olíufélögunum
Ég varð nú dálítið hissa í síð-
ustu Viku þegar stóru olíufélögin
þrjú lækkuðu eldsneytisverðið
um Qórar krónur vegna að-
stæðna á innlendum markaði.
Þetta fannst mér merkilegt því ég
man bara alls ekki eftir því að
áður hafi verið vfsað til þessa
Óli ÓmarÓlafsson
treysta á lélegt ~nt
Leigubílstjói inn sei jir
þegar félögin standa saman um
að breyta olíuverðinu. Enda var
hann lúpulegur fuOtrúi þeirra í
sjónvarpsfréttum þegar hann
talaði um íslenskar aðstæður.
Þeir tóku síðan helminginn aftur
til baka eftir daginn. Þetta var
ekkert annað en að losna við Atl-
antsolíu af markaðnum. Þessi fé-
lög og stjómendur þeirra ættu
bara að skammast sfn. Þetta er
endalaus samtrygging. Þeir
hækka og lækka á sömu mínút-
unni.
Hvað sá maður sfðan í frétt-
unum um daginn? Jú, að þessir
háu herrar em ekki búnir að
borga krónu af sektinni sem þeir
vom dæmdir til að borga fyrir
samráðið. Ætlar Kristinn Bjöms-
son að sitja af sér skuldina?
Reyndar held ég að hann megi
það ekki út af eignunum sem
hann á. En af hverju borga þeir
ekki til samfélagsins þetta litla
brot af því sem félögin þeirra
stálu af landsmönnum um árabil
með samráðinu? Nei, þeir hafa
ekkert lært og halda áffam að
hækka og lækka bensínið og nota
einhverjar haUærislegar afsakan-
ir þegar þeir koma fram í sjón-
varpinu. Þeir treysta á að þjóðin
gleymi þessu öllu og ég er
hræddur um að það sé bara mál-
ið.
Lúsifer var hafður fyrir rangri sök
Einar Ingvi Magnússon skrífar.
Ég fullyrði það að Lúsifer, sem í
þúsundir ára hefur verið nefndur
djöfull og satan, hefur verið hafður
fyrir rangri sök. Nafnið Lúsifer
stendur fyrir þann sem kemur með
ljósið og hann var einnig fallegur á
að líta, sem himnesk vera.
f byrjun Bibh'unnar segir frá at-
burði í garðinum Eden. Þar sagði
Lúsifer mannhjónunum að ef þau
ætu af skilningstrénu yrðu þau sem
guð. Hvers vegna hafði Guð bannað
þeim að öðlast visku? Eftir ávaxtaát-
ið henti Guð þeim í reiði sinni út á
mörkina og sagði þeim að yrkja jörð-
ina.
Lítum á þetta nánar. Lúsifer
sagði: Guð veit að jafiiskjótt og þið
éúð af ávexúnum munu augu ykkar
ljúkast upp og þið munuð verða eins
og Guð og vita skyn góðs og ills. Var
Lesendur
það lygi? Sjáum hvað Guð sagði: Sjá
maðurinn er orðinn sem einn af oss,
þar sem hann veit skyn góðs og ills.
(Fyrsta Mósebók 3. kafli 22. vers.)
Takið efúr því að Guð sagði: Einn
Adam og Eva „Eftírávaxtaátið henti Guð
þeim I reiöi sinniútá mörkina og sagði þeim
aöyrkjajöröina."
af oss. í hebresku stendur orðið Eló-
him fyrir Guð. Það er merkilegt fyrir
það að Elóhim á hebresku er fleir-
töluorð, þ.e. guðir. Það kemur heim
og saman við aðrar sögur af guðum
sem bjuggu á meðal mannanna í ár-
daga. Einn af þessum guðum í Biblí-
unni var guðinn Jahve. Hann var sá
sem fleygði mannfólkinu út á mörk-
ina og bannaði þeim að öðlast visku.
Þegar Móses spurði hann löngu
seinna hver hann væri, svaraði hann
eins og með skætingi: Ég er, sá sem
ég er. En það er þýðing á hebreska
orðinu JHVH, sem er þekktast undir
Jahve eða Jehóva.
Ég ráðlegg fólki að lesa fyrir sig
sjálft fyrstu kaflana í Gamla-Testa-
menúnu til að sjá hvað í raun og
veru átú sér stað, en láta ekki mata
sig á einhverri guðfræðidellu stein-
runninna kirkjustofriana, sem halda
fólki í fáfræði og heimsku aldir efúr
aldir. Lúsifer, hinn góði og mann-
elskandi engill vildi mannkyninu
gott. Hann reyndi að hjálpa því und-
an einræði og valdabaráttu blóð-
þyrsúar geimveru. Lúsifer, var hinn
raunverulegi frelsari mannkynsins
og ætú að öðlast heiður fyrir það þó
seint sé. Megi honum hlotnast heið-
ur og lotning fýrir hans góða verk f
Eden, þegar hann hjálpaði mannin-
um að öðlast skilning. Heill þér,
herra Lúsifer, ljósengill og frelsari!
Of lítið af frönskum
hjá McDonalds
Þórír hríngdi:
Ég er einn af þeim sem er mikið
fyrir alls kyns skyndibitamat og ég
er orðinn leiður á því hvað McDon-
ald’s eru nfskir á franskaskammt-
inn hjá sér. Um daginn var mér svo
öllum lokið þegar ég fór í lúguna og
pantaði mér eina súpermáltíð með
nýja borgaranum þeirra Big Tasty.
Þegar ég kom heim og æúaði að
fara að gæða mér á honum kom í
ljós að þeir höfðu ruglað pöntun-
inni og sett Big Mac í staðinn og ég
þoli ekki þann smáborgara. Svo til
þess að bæta gráu ofan á svart var
súperfranskaskammturinn sá allra
minnsú sem ég hef nokkurn ú'ma
fengið. Ég taldi frönskurnar í hon-
Lesendur
um og þær voru 36 talsins. Þetta er
frekar miniskammtur en súper-
skammtur.
Það versta er að maður er orðinn
svo háður þessum mat að maður á
erfitt með að hætta að kaupa hann
og ég nenni ekki orðið að röfla í
þessum krökkum sem vinna þarna
því þau vita ekki neitt. Stundum fer
Ronald McDonald Þórir vill fá fleiri fransk-
ar I súper-skammtinn sinn og réttan ham-
borgara upp úrpokanum frá McDonald's.
ég Burger King en einhvern veginn
enda ég alltaf aftur ósáttur á
McDonald’s.
Fyrsti blökkumaðurinn fær Óskarinn
Þann 13. apríl árið 1964 var
Sidney Poiúer fyrsú blökkumaður-
inn til að hljóta Óskarsverðlaunin.
Fékk hann verðlaunin sem besti
leikarinn í myndinni Lilies of the
Field frá árinu 1963.
Poitier hafði einnig verið sá fyrsú
sem var tilnefndur til verðlaunanna
árið 1958 fyrír
frammistöðu
sína í The
Defiant Ones.
Aðeins
fjórtán sinn-
um hefur
svartm karlmaður verið tilnefndur
til þessara efúrsóttu verðlauna og
einungis þrír hafa hloúð þau. Sigur-
vegararnir hafa verið, fyrir utan
Poitier, Danzel Washington fyrir
Training Day frá árinu 2001 og Jamie
Fox sem fékk þau nú síðast fyrir
myndina Ray. Washington hafði
tvívegis áður verið tilnefndur og
þá fyrir myndirnar Malcom X og
The Hurricane.
Einn þekktasú og jafiiframt
virtasú karlkyns leikari af afrísku
bergi brotirm, Morgan
Freeman, hefur tví-
vegis verið
tilnefndur
til verð-
launanna
en aldrei
hloúð þau.
Það var fyrir
myndimar
Driving Miss Daisy og
The Shawshank
Redempúon sem hann
var tilnefiidur.
Aðrir blökkumenn sem hloúð
hafa tilnefiiingar em James
Earl Jones fyrir The Great
White Hope, Paul Win-
field fyrir Sounder, Dexter
Gordon fyrir Round Mid-
night, Laurence Fishburne
fyrir What’s Love got
to do With it, Will
Smith fyrir Ali og
Don. Cheadle
fyrir Hotel
Rwanda.
HVERNIG ER
• •• að mótmæla
menntamálaráðherra?
„Ég held ég verði að segja að
það sé mjög gaman. Ég held að
framhaldsskólanemar séu að
fatta að þeir geta mótmælt og
sagt sína skoðun. Ég hef fundað
með menntamálaráðherra og
hún var mjög almennileg og vill
okkm öllum vel. Áherslmnar em
hins vegar ekki réttar og það em
allir sem að þessu koma sammála
um. í sambandi
við styttingu
framhaldsskóla-
námsins þá hefur
aldrei verið sagt
aðþað sébettaað
stytta gmnnskól-
ann heldur að
það sé auðveld-
ara, við viljum
ekki fara auð-
veldu leiðina.
Með mikla
réttlætis-
kennd
„Ég hef alltaf haft mikla rétt-
lætiskennd og ég held hún hafi
verið mjög rík hjá fólki þennan
dag í sambland við mikið adrena-
h'n. Stemmingin var mjög
skemmtileg en fólk var um leið að
berjast fyrir mjög mikilvægu mál-
efrii en hafði samt gaman af. Allar
erjur menntaskólanema vom að
baki og samstaðan var mikil. Eina
minniháttar deiluefnið var þegar
MR-ingarnir vildu pereata þetta
en annars voru menn með mikið
af skemmtilegum baráttuópum.
Aðalslagorðið var niður með
niðurskurðinn en svo seinna kom
eitt sem náði ekki eins miklu flugi
en var mjög skemmtilegt. Ég held
að MR-ingamir hafi verið með
það og kölluðu Mennt er máttur,
kallinn ekki sáttrn! Það var fín
klappliðsstemming á svæðinu
þar sem klappliðin sameinuðust
og börðust gegn stytúngunni.
Háværustu
mótmælin
MR-ingar og
MH-ingar voru
mjög duglegir og
höfðu greinilega
gert þetta áður.
Einhverjir reyndu
að nýta tækifærið
og mættu með
rauðan fána og
svo var einn
leiddm í burtu
fyrir eggjakast.
Það fannst okkur
mjög leiðinlegt
og sérstaklega vegna þess að það
er ekki búið að leggja þetta fyrir
Alþingi þannig að það er líúð sem
það getur gert. En þeir sem voru
þarna niður frá sögðu þetta vera
einhver háværustu mótmæli sem
haldin hafa verið lengi. Margir
hafa líkt þessu við verkalýðsbar-
áttu hjá okkur en þetta er bara
hagsmunamál sem tengist hvorki
hægri né vinstti, þess vegna held
ég að þessi mikla samstaða hafi
náðst. Og alltof sjaldan heyrist frá
framhaldsskólanemum þegar
kemur að hagsmunavörslu."
...þetta er bara
hagsmunamál
sem tengist
hvorki hægri né
vinstri, þess
vegna held ég að
þessi mikla sam-
staða hafi náðst.
tt'SSSSSStZSSZ&SZttí.
mótmælti styttingu framhaldsskólanáms í þrju ar. _
og