Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2005, Blaðsíða 16
76 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 Kærisáli DV Björn Harðarson og Eygló Guðmundsdóttir eru sérfræðingar DV í málefnum sálarinnar. Þú get- ur sent þeim bréf á kaerisali@dv.is. Kökuskrímslið borðar hollara fæði Velflest bandarisk (og jafnvel einhver is- lensk) börn þekkja kökuskrimsliö bláa úr Sesame Streetsem hámar i sig smákök- urnar um leiö og þaö minnir á stafinn C (sem stendur vitanlega fyrir enska oröiö cookie). En nú á timum mikillar offitu, ekki síst hjá börnum, hefur þaö vigi veriö fellt. I nýju þáttaröðinni, þeirri 35. i röö- inni, sést kökuskrímslið læra aö smákök- ur eru bara„stundum"-matur. Þaö er nefnilega til „alltaf'-matur sem má boröa hverner sem er en„stundum"-mat eigi bara aö boröa í miklu hófi. Kt Ljósameðferð virkar jafn vel og lyf Áður hefur veriö fjallaö um áhrif Ijósameöferöar á skammdegls- þunglyndi. Þeim sem þjást afslíku hérá landi liður væntanlega betur meö hækkandi sól en nú hefur ver- iö sýnt fram á aö Ijósameöferöin virkarjafn velog lyfjameöferö. Teknar voru saman um 20 rann- sóknlr og skýrslan, sem birtist i American Journal of Psychiatry, ber vitni um þaö. Ljósameðferð gengur út á aö viökomandi eyðir ákveön- um tima, oftast20-40 minútum i senn, fyrlr framan sérstakan Ijósa- lampa. Líkaminn framleiðir í kjöl- fariö efni sem hefur jákvæö áhrifá andlega heilsu. Slík meöferð hefur oft mátt sæta gagnrýni hjá efa- semdamönnum en niöurstaöa skýrsluhöfunda virðist sýna fram á aö þó svo að rannsóknirnar sem framkvæmdar hafa veriö séu mis- jafnar, sé heildarniðurstaöan sú aö meðferðin beri góðan árangur. I Vinnustreita hefur áhrif Ef þér llkar ekki vel við vinnuna og líður illa útaf henni, gæti það haft skaðleg áhrif á líkamlega heilsu þína. Vinnustreita tengist oft kvill- um eins og háls- og bakverkj- um, hausverkjum eða háum blóðþrýstingi. Þá er einnig mikiö um kvilla sem tengjast maganum, svo sem magasár og/eöa meltingartruflanir. Sí- fellt fleiri leita sér meðferöar vegna vinnuálags, bæði and- legrar og líkamlegrar meðferð- ar. Sérfræöingar segja að al- geng ástæða fyrir vinnukvíða geti verið að margir setji upp sérstakt andlit þegar þeir mæta til vinnu og að fram- koma þeirra þar endurspegli á lítinn eða engan hátt þeirra raunverulegu karakter. Sæl/J! Ég er nýbúin að kynnast strák og tel ég að við séum mjög hrifin af hvort öðru. Hann hefur verið tregur til að koma með í ferðalög með vinum mínum og átti greini- lega erfitt meö að byrja að sofa heima hjá mér. Hann virðist oft kvíðinn þegar hann er að fara að sofa. Ég reyndi mikið að ræða þetta við hann og tókst loks í síðustuviku að draga það upp úr honum að hann gengi stund- um í svefni. Er það að ganga í svefni eitthvert ákveðið vanda- mál og ætti ég ekki að ræða þetta meira við hann? Kveöja, Sveíhgengilskona. Sæl, Svefngengjlskona! Að ganga í svefni er vel þekkt vandamál. Það má áætía að 10-30% barna gangi að minnsta kosti einu sinni í svefni og 2-3% þeirra gera það oft. Almennt kannast 1-7% fólks við að ganga í svefiii meðan aðeins um 0,6% gengur í svefni reglulega, eins og einu sinni í viku eða mánuði. Flestír fullorðnir sem ganga í svefni hafa gengið í svefni sem börn og yfirleitt er talið að þetta sé ætt- gengt. Gangan á sér stað í svoköll- uðum „hægbylgjusvefhi" (slow- wave sleep) og á sér þá venjulega helst stað fyrri hluta nætur eða nánar tiltekið á fyrsta þriðjungi svefntímans. Gangan stendur yfir- leitt yfir í nokkrar mínútur tíl hálf- tíma. Innihaldslitlar samræður Viðbrögð einstaklingsins við umhverfi sínu á þessum tíma eru lít- il og ásýndar virðist sá sem gengur í sveftii stara tómlega út í loftið. Fólk sem reynir að tala við einstaklinginn eða vekja hann verður vart við að ekki er mikið um svör og ef svo er þá er allavega ekki um innihaldsmiklar samræður að ræða. Hins vegar tekst mörgum að aðstoða þann sem gengur í svefni með því að biðja einstaklinginn um að fara aftur að sofa, sem hann/hún virðist skilja og gerir. Ef fólki tekst að vekja þann sem gengur í svefni verður hann fyrst „hálfruglaður" og á erfitt með að átta sig á aðstæðum en nær síðan fljótt að hugsa skýrt og ná áttum. Hins vegar man hann/hún lítíð eða ekkert eftir því hvað gerð- ist, hvort sem hann/hún er vakin eða reynir að rifja upp gönguna daginn eftir. Til þess að svefnganga flokkist sem sér- stakt vandamál þarf hún að eiga sér stað án þess að tengjast vímu eða sjúkdómi einhvers konar. Til að ákveða hvort svefhganga geti talist vandamál eða valdi vanda þarf að skoða málið frá nokkrum hliðum. Margir ganga nefnilega í svefni án þess að það valdi miklum óþægindum. Þeir ná sér kannski í kodda eða fara á klósettíð og koma svo bara til baka í rúmið og fara aft- ur í eðlilegan svefti. Ýmislegt gert í svefni Fólk virðist þó geta farið töluvert um í svefni án þess að lenda í miklum vand- ræðum. Það fel- ur í sér að ganga á milli herbergja, fara upp og niður stíga eða inn í skáp án þess að gera neitt af sér eða skaða sig. Fólk framkvæmir meira að segja hluti eins og t.d. að fá sér að borða eða spjalla við sína nánustu. Flestir þessara hluta em einfaldir og sjaldn- ast er um flókið hegðunarmynstur að ræða. Þó eru dæmi um að fólk kveiki á tækjum, opni læstar hurðir eða fari út úr íbúð eða húsi, sem get- ur allt verið varasamt að einhverju leyti. Fólk gerir líka sjaldnast nokkuð óeðlilegt (annað en að ganga um sofandi sem er í sjálfu sér óeðlilegt). Óeðlileg hegðun á sér helst stað hjá börnum sem ganga í svefni, eins og t.d. að pissa inni í skáp. Ræða málin Það að ganga í svefni getur haft ýmiss konar áhrif og verið misjafn- lega truflandi fyrir einstaklinginn. Fyrst ber að nefna slys og hættur - einstaklingurinn getur t.d. dottið, labbað á, gengið út um glugga eða farið sér að voða með því að fara út. Þeir sem upplifa martraðir tengdar göngunni eiga það til að öskra og „flýja" sem getur aukið hættu á skaða. Sumir eiga það til að verða ofbeldishneigðir á göngunni (en það er talið mjög sjaldgæft) og á það frekar við um karlmenn en konur. Konur borða hins vegar ffekar á þessari göngu sinni. Áhrifin geta líka verið að kvíða fyrir því að ganga í svefni og að skammast sín fýrir að ganga í svefni, eins og kærasti þinn virðist gera. Börn sem ganga í svefni neita t.d. oft að sofa annars staðar. Full- orðnir geta átt í erfiðleikum með ferðalög og að byrja að sofa hjá. Að ganga í svefni getur þar af leiðandi haft óbein áhrif á að einstaklingur- inn einangri sig frá öðrum. Ég held að þú ættir tvímælalaust að reyna áð fá kærastann til að ræða þetta meira við þig. Leggðu þá áherslu á að þú dæmir hann ekkert fyrir þetta og viljir bara að hann geti treyst þér fýrir þessu eins og öðru sem mikil- vægt er að fólk treysti hvort öðru fýrir þegar fólk er að kynnast. Gangi þér vel, Bjöm Haröarson og Eygló Guö- mundsdóttir sál- fræöingar. 7 leiðir til að sættast við vini Deilur og sambandsslit við vini geta verið állka sárs- aukafull fyrirbrigöi og lok ástarsambands. Hér á eftir verður farið yfir algeng- ustu ástæður vinslita og bestu leiðimar til að bæta ástandið. Ósætti er leiðinlegt og kvalafullt, komdu í veg fyrir það. Vinkona þín hefur engan tima fyrir þig eftir aö nýi kærastinn kom til skjalanna Þaö er mjög algengt aö sllkt valdi vinslitum og rifrildl. ÁstæÖurnar eru venjulega þær aö viö fyllumst ómeövitað afbrýðisemi út I nýja aöilann auk þess sem viö veröum sáryfir þvl aö manneskjan sem viö erum vön að sé alltaftil staöar hafi ekki tlma til aö sinna okkur þegar viö teljum okkur hafa þörffyrir. Lelö tilsátta Efþú átt sjálfmaka eða hefur ein- hvern I sigtinu skaltu plana tvöfalt stefnumót meö honum og nýja kærustuparinu. Þaö að vera vinurgetur táknaö þaö aö við þurfum stundum aö láta okkur lynda aftursætiö. Virtu tilfinningar vinarþlns og sættu þig viö að stundum verö- ur maöur aö ákveöa slúöurstundir og kaffí- drykkju meö fyrirvara. Efþú hefur sagt eitt- hvaö sem þú heföir áttaö láta ósagt þá biöst þú einfaldlega afsökunar upp á gamla lagiö. Ástæða 2 Vinurinn samgleöst þér 7 ekki ;• Oft kemur það fyrir aö góöir vinir veröa afbrýöi- samir vegna velgengni vina sinna. Þaö er ósanngjarnt og I raun skiljanlegt aöslíkt geti valdiö deilum. Leið tllsátta Útskýröu fyrir henniaöþig langi til að segja henni frá velgengni þinni en þú takir eftir því aö henni fínnist þaö óþægilegt. Leyföu henni svo aö útskýra sitt sjónarmiö án þess aö þú dæmir tilfínningar hennar, sllkt veldur aöeins ferkari vanlíöan hjá henni. Þaö er llklegt aö þú komist aö því aö henni finnst þú æöisleg en fínnist eins og þú núir henni velgengni þinni um nasir. Ástæða 3 Vinurinn erofstjórnsamur Þaö verða allir þreyttir á því aö láta skipa sér fyrir og skiljanlegt að það valdi ósætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.