Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2005, Blaðsíða 33
DV Menning MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 33 Leikhús listamanna var meö sitt þriðja gigg í Klink og bank á föstudag í síðustu viku og Elísabet Brekkan var á staðnum og leit á liðið: „Örlítil myndbrot tengjast saman og verða að kvöldskemmtun í gömlu Hamp- iðjunni þar sem ryk og skítur, sígarettureykur og skrölt í flöskum og dósum fær ívið meira vægi en hinir listrænu viðburðir sem verið er að blása til. Þegar vara er ókeypis er ekki skilaréttur á henni. Skrítið!“ Mvndlist Á föstudagskvöldiö blésu myndlistarnemar til leiklistaruppá- komu þar sem áhorfendur voru lóðsaðir um mismunandi óhreinar vistarverur. Fyrsta atriðið á þessari kvöldvöku hófst á neðri hæð húss- ins í einhverju gigg-herbergi þar sem nokkrir tónlistarmenn gátu tyllt niður rassi og teygt sig í áslátt- arhljóðfæri. Maður með mikið skegg leitaði að rafmagnssnúru til að tengja bassann sinn, það var ekki hluti af uppákomunni heldur einfaldlega í takt og anda við aila þessa atriðarunu, það er agalaust og óæft. Engu að síður var þetta nú svo- lítið næs tónaflóð þegar það hófst, það er Magnús Jensson sem samið hefur og kallað Tónleikur. Prinsessan reynir að klöngr- ast upp á prinsinn Næst er áhorfendum boðið til hins mikla Berlínarsals, það er stór salur á eftir hæð og þar var upp- dekkað borð með glitrandi dúk og vínglösum og ávöxtum, svona eins og í gömlum kastala eða á heimili Adamsfjölskyldunnar. Einkar fögur prinsessa, dökk með rauðar varir, settist við annan borðsendann og krýndur kóngur eða prins við hinn. Grænhærð tölvudúkkulísa hóf að segja sögu þeirra á ensku við undir- leik titrandi hátæknitónlistar. Þeg- ar prinsessan reif af sér perlufest- ina og tók einhver köst og spjallaði við sinn sljóa prins var töluð ís- lenska. Þau skutu hvort annað í lokin. Techo Witch kölluðu þær Ás- dís Sif og Lára Sveins þetta atriði. Seyðandi tónar hjá Ingi- björgu Magna Ekki gráta mamma hóra, var brúðuleikhús bull sem Snorri Ás- mundsson setti saman. Atriði sem Ingibjörg Magnadótt- ir hafði sett saman þar sem hópur fallegra stúlkna kom inn undir tón- um eða hljóðum seyðandi vatns og hún kallaði Inn í kirkju út úr trú, var einmitt svohtið seyðandi og flott, en maður spyr sig af hverju þurfa allar stúlkar að hta út eins og þær séu siarfandi á pútnahúsi? Að þessu loknu tók við argandi atriði sem hét því flotta nafni multi simplicity og Steini Plastik og Sess- elja Guðmundsdóttir eru skrifuð sem höfundar að. Jakkafataglamur Skyndilega fylhst sviðið af talandi svartklæddum karlmönnum eins og á einni allsheijar Brussel-samkomu og skær geisli lýsir upp eina kven- kynspersónu sem er líklega ritari, stúlka I svörtu pilsi, hvítri skyrtu og með óhemju þykk gleraugu. Hún stendur og stendur og starir og bíð- ur og var í einu orði sagt frábær. Þessir karlmenn voru að ganga frá hlutabréfakaupum eða dflurn og dellum eins og karlmenn af þessu tagi gera í sína GSM-síma og alltaf stóð stúlkan teinrétt og augun tif- uðu bakvið þessi þykku sjóngler. Þetta atriði var auðvitað á allt öðru plani en annað sem boðið var upp á og það var Ilmur Kristjánsdóttir sem lék þetta htla skondna hlutverk. Helgi Svavar og Davíð Þór sömdu þennann örþátt. Þetta var gott atriði þar sem verið var að segja eitthvað, en aðeins of langt. Rassaköst í einu horni salarins var búið að mála bláa sundlaug og á vegginn heilmikla tröppu. Ungur maður leggst oná sundlaugina kviknakinn og á bakkanum sitja tvær fallegar ungar konur báðar einnig naktar. Upp við vegginn stendur enn einn berrasslingurinn og snýr sínum Leikkvöld listamanna Einþáttungar eftirýmsa fluttir i húsnæði Klink og Bank i Braut- arholti, 8. apríl. íturvaxna botni I átt að áhorfend- um. Drengurinn I lauginni segir svo algera nonsens-sögu um nafn- greindar persónur í íslensku tórflist- arlífi og að lokum stekkur önnur stúlkan út í laugina til hans, sú sem var gift manninum á bakkanum og óvart lenti höfuð sundlaugarstrípal- ingsins I klofl konunnar. Alveg óvart. Þetta er á svo miklu smábarna- bull-plani og heimskulegt að maður getur ekki annað en spurt sig hvort nokkuð sé kennt í þess- um skóla. Það var Ragnar Kjart- ansson sem átti heiðurinn að þessu atriði. Það er svolítið sorg- legt til þess að hugsa að aga- og kæruleysi skuli vera orðið aðals- merki ungra listamanna, sem virðast helst sækja yrkisefni sitt í klofið á sér. Elísabet Brekkan Þetta atriði var auðvitað á allt öðru plani en annað sem boðið var upp á og það var llmur Kristjánsdóttir sem lék þetta litla skondna hlutverk. Myndleikur eða leik rnynd eða ekki neitl? Kunn baráttukona fyrir réttindum kvenna og hatrammur andstæðingur klámiðnaðar heimsins er látin Andrea Dworkin Andrea Dworkin er látin fimmtíu og átta ára að aldri. Hún andaðist I svefni að morgni þess m'unda á heimili sínu í Washington. Andrea var landsþekkt um öll Bandaríkin og sögð á löngu tímabili ein hataðasta kona stórveldisins. Hun var kunn um allan hinn vestræna heim fyrir ákafa og harða baráttu fyrir réttind- um kvenna. Hún var afbragðs höf- undur og var ein þeirra sem hefur sett mark sitt á mannréttindaum- ræðu okkar tíma með þrotlausu starfi sínu og hugsjónum. Andrea var útlits eins og skrípa- myndin af róttækum femínistanum í andróðri og hatursflaumi þeirra sem berjast gegn jöfrium réttum kynjanna: hún var feit og óhirt, gekk í mussum og gallabuxum, var les- bísk og bjó um árabil með homma. Hún skrifaði á löngum ferli stnum þrettán bækur: skáldskap í lausu og bundnu máh og verk um þjóðfélags- mál. Kunnust var hún fyrir tíma- mótaverk sitt Pomography - Men posess women sem kom út 1979 og dró saman á áhrifaríkan hátt marg- vísleg rök gegn klámhugsun sam- tíma okkar. Opinská og einbeitt andstaða hennar skóp henni gríðar- lega og útbreidda hatursherferð sem var háð með fjölmiðlum af ýmsu tagi. En skoðanir hennar og rök hafa lengi sáldrað inn í hreyfingu femín- ista í fjölda landa og bárátta hennar hefur haft víðtæk áhrif þó enn hafi þau ekki náð að stemma stigu við skipulegu misrétti kvenna. Andrea var fædd í smábæ í New Jersey og var gyðingur. Hún var alla tíð afar upptekin af helförinni enda alin upp við munnlegar frásagnir þeirra sem höfðu sloppið við gyð- ingaofsóknir Evrópu og hinna sem misstu vini og vandamenn á síðustu öld. Níu ára var hún misnotuð í kvik- myndahúsi. Eftir þátttöku í mót- mælum gegn Víetnamstríðinu var hún handtekin átján ára og henni stungið á betrun- arhæli fyrir konur þar sem henni var nauðgað í skoðun af tveimur læknum. Hún giftíst hol- lenskum stjómleysingja sem barði hana og skildi við hann. Síðasta og alvarlegasta árásin á líf hennar varð í heimsókn hennar til Frakldands 1999 þar sem hún var drögguð og henni nauðgað á hótelherbergi: hún kærði ekld atburðinn sem var harka- lega gagnrýnt af mörgun kynsystr- um hennar sem efuðust jafnvel um sannindi hans. Dæmi Andreu er að mörgu leytí einstakt: Hún leit á kynlíf sem helsta tæki karlmanna til að halda konum niðri. Hún stundaði ekki samfarir og leit á þær sem kúgunartæki. Hún var afar róttæk f mörgu: var fýlgjandi morðum án dóms og laga á ofbeldis- mönnum gegn konum og bömum, taldi dauðarefsingu rétttlætanlega, skoðanir hennar á stöðu gyðinga vom handan við grófasta síonisma. En arfleifð hennar var fyrst og fremst sjálfstæðið: það að þora að hafa sfna skoðun í bága við stóran og valda- mikinn meirihluta, þora að berjast fyrir réttí hins kúgaða kvenkyns heimsins með róttækum viðhorfinn og djörfum kröfum, þora að móta líf sitt á sfnum forsendum án þess að láta undan vanahugsun og kveifar- skap þess sem alltaf vill flýja inn í skjól hins hefðbundna. Vefslóð heimasíðu Andreau Dworlan: http://www.nostatusquo- .com/ACLU/dworkin/ Pornografía: karlar eigna sér konur. Úr sjöunda kafla um Hórur. 2. útgáfa 1981. Karlmenn tilhægri og karlmenn til vinstri hafa órjúfanleg tengsl við hórerí sem slikt, sama hvaða hugmyndafræðileg tengslþeir hafa við hjónabandið. Vinstrið Htur á háruna sem frjálsa kynveru á opinberum vettvangi og fínnst hún æsandi sökum þess hvað hún er brynjuð. Hægrið sér melluna sem merki um valdsex hinna illu kvenna og notkun karla á slikum verum er leyndó, litið sóða- leyndó. Gamli klámiðnaðurinn var hægrisinnaður iðnaður: leynipeningar, leynisynd, leynisex, leynilauslæti, leynikaup og -sala á konum, leynigróði, leynifögnuður ekki bara afkynlif- inu heldur lika afkaupum og sölu. Nýi klám- iðnaðurinn er vinstrísinnuð starfsemi, kynnt- ur sérstaklega afstrákunum frá sjötta ára- tugnum sem einföld ánægja, lostafjör, opin- bert kynlíf, hóran dregin af hinu borgaralega (svoj heimili út á göturnar fyrir lýðræðislega neyslu allra karimanna, frelsi hennar og frjálst kynlifsem hóran hans - sem henni lik- arsvo vel. Það er hennar pólitiski viljiogkyn- ferðislegi vilji; það er frelsið. Utla sóöaleynd- armál hins vinstrisinnaða klámiðnaðar er ekki kynlif heldur bisness.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.