Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.04.2005, Blaðsíða 10
70 MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2005 Fréttir DV Valgerður er mjög sjálfstæð og fer sínar eigin leiðir. Hún er lunk- in vi'ð að bregða nýju sjónar- horni á hlutina. Hún segir skoð- un sína vafningalaust en ber mikla virðingu fyrir skoðunum annarra. Hún er fordómalaus og með eindæmum gáskafull. Hreinskilni hennar getur farið fyrir brjóstið á þeim sem ekki þekkja hana eða þá sem eru mjög alvörugefnir. „Mér finnst Valgerður óskaplega merkileg manneskja. Hún erákaf- lega sjálfstæð og fersinar eigin leiðir. Hún ergædd þessum hæfileikum að sjá hlutina frá nýju og óvæntu sjónarhorni. Hún mótar hugmyndir sínar og skoðanir á skemmtilegan hátt og lætur engan segja sér fyrir verkum. Hún er feiknar skemmtilegur penni." Ingibjörg Sólrún Gisladóttir „Vatgerður er frjó í hugsun, fylgin sér, en umfram allt réttsýn. Hún er fordóma- laus, dugleg með afbrigðum og er þeim kostum búin að sjá hlutina afsjónarhóli sem aðrir tóku kannske ekki eftir. Hún kemur hreint fram, segir skoðun slna vafningalaust, þannig að það skilst sem hún segir, og drukknar ekki i kjaftæði. Hún er mjög vel að sér og ber raunverulega mikla virðingu fyrir skoðunum annarra. Ókostum man ég ekki eftir.“ Helgi Már Arthúrsson „Vala erfyrstog fremst raungóð og vönduð kona. Hún er sjálfri sér sam- kvæm og ekkert að skafa utan afhlutunum. Þessi hreinskilni geturstundum verið óþægileg, sérstaklega þegar við bætast undirliggjandi fyndni og ólæknandi stríðni. Alvörugefið fólk þarf svolltinn tlma tilað læra á þetta. Maður hélt kannski að hún væri að skamma mann og lét hana alveg slá sig út aflaginu. En þá var hún bara að gera að gamni slnu og fá svolitla útrás fyrir striðn- ina.AHterþetta svo spontantog blátt áfram að þaö er varla nokkur leið að sjá við þvi. Ábak við þenn- an gáska býr gott hjartalag og hlýr persónuteiki." Garðar Sverrisson Valgerður Bjarnadóttir er fædd þann 13.janú- ar árið 1950. Hún er sviðsstjóri lyfjaþjónustu LSH en er viðskiptafræðingur að mennt. Hún starfaði lengi I Brusselþar sem hún bjó um árabil ásamt eiginmanni sínum Kristófer Má Kristinssyni. Áður var Valgerður gift Vilmundi heitnum Gylfasyni sem um skeið var dóms- málaráöherra eins og bróðir Valgerðar, Björn Bjarnason, er núna. Valgerður og Björn eru börn Bjarna Benediktssonar, fyrrum forsætis- ráðherra, og Sigríöar Björnsdóttur. Hætti skyndilega Þorsteinn Ingi Garðarsson framkvæmdastjóri Skipu- lagssjóðs Reykjavíkur heíur sagt starfi sínu lausu. „Ég sendi inn upp- sagnarbréf þarna rétt fyrir mánaðamót, annars vil ég ekkert ræða það við aðra," segir Þorsteinn. Þorsteinn sendi inn uppsagnarbréfið 30. mars og sagði starfi sínu lausu frá 1. apríl. Heimildir herma að hann hafi fengið tilboð frá fyrirtækinu Þyrp- ingu og mun lfldega hefja störf þar fljótlega. Garðyrkjumenn á Akureyri eru æfir og bæjarfulltrúar ósáttir vegna útboðs á um- hirðu á lóðum bæjarins. Akureyrarbær hefur gengið til samninga við fyrirtæki garðyrkjumannsins Ágústs Ragnarssonar um tugmilljóna verk þrátt fyrir að Ágúst hafi svarta sögu gjaldþrota og fjárnáma á bakinu. Hann bauð undarlega lága upp- hæð í verkið. Gjaldþrota garðyrkjumaður fcer milljónaverk á Akurevri „Þetta er alls ekki til fyrirmyndar," segir Þórarinn B. Jónsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri um vægast sagt um- deilda ákvörðun framkvæmdaráðs bæjarins. Ráðið samþykkti að semja um tugmilljóna verk við garðyrkjufyrirtækið Garðaum- hirðu sem er í eigu Ágústs Ragnarssonar. Ágúst hefur margsinn- is orðið gjaldþrota síðustu árin og skilur eftir sig slóð árangurs- lausra fjárnáma og stefna. Fyrirtæki hans virðist aðeins vera til á pappírunum. Kostnaðaráætlun bæjarins við fyrsta hluta verksins nam 27 milljón- um króna. Fyrirtæki Ágústs, Garð- aumhirða, bauð hins vegar 12,8 milljónir sem er langt fyrir neðan næsta boð. Næsti áfangi var metinn á 24,6 milljónir en Ágúst sá sér fært að bjóða 13 milljónir í verkið. Önnur boð voru í kringum 20 milljónir. Ekkert fyrirtæki á Akureyri gat boðið jafn lágt og Ágúst. Því var gengið til samninga við Garðaum- hirðu þrátt fyrir að meirihluti ráðs- ins hafi setið hjá við ákvarðanatök- Óraunhæft tilboð „Ég tel tilboð lægstbjóðanda sem er um 50% af kostnaðaráætlun algerlega óraunhæft og byggjast á að þessi aðili þekki ekki aðstæður hér,“ sagði Þórarinn B. Jónsson í bókun sinni á fundinum. Hann bætti við að hann gæti því ekki staðið að því að tilboðinu yrði tekið. Tveir bæjarfull- trúar tóku undir bókunina. Það er ekki bara bæjarfulltrúar sem eru óánægðir með ákvörðun ráðsins. Garðyrkjumenn á Akureyri telja að vegið sé að þeim með þess- ctri umdeildu ákvörðun. Undarieg vinnubrögð „Það skilur enginn neitt í þessum vinnubrögðum," segir Haukur Hall- grímsson eigandi Hirðingar sf. sem bauð einnig í verkið. Hans tilboði var hafiiað þrátt fyrir að vera um tveimur milljónum undir kostnað- aráætlun. Haukur segir hagsmuni vinnuafls á Akureyri ekki hafða að leiðarljósi. Hann sé ósáttur við að gengið sé til samninga við mann sem er ekki úr bænum, með fyrir- tæki sem ekki virðist vera til og eigi sér sögu gjaldþrota. Fjármálamisferli DV hefur undir höndum upplýs- ingar úr vanskilaskrá sem sýna svart á hvítu að síðustu tvö árin hafa verið gerð ótal árangurslaus fjárnám í fyrirtækjum á vegum Ágústs. Eitt af fyrirtækjum Ágústs, Lukkutröll, varð gjaldþrota árið 2003, aðeins rúmu ári eftir að það var stofnað. Annað fyrirtæki á vegum Ágústs varð gjaldþrota í júlí á síðasta ári, aðeins fjórum mánuðum eftir að það var stofnað. KB banki og Bræðumir Ormsson hafa einnig gert kröfur á hendur Ágústi fyrir um tíu milljónir króna. Allt í lagi? „Ég tel þetta bara eðlilegt verð," sagði Ágúst Ragnarson þegar DV hafði samband við hann í gær. Hann sagðist vera á fundi með Akureyrarbæ og hefði h'tinn tíma til að tjá sig. Aðspurður um rekstur Garð- aumhirðu og fjármál hans sagðist hann að- eins vera starfsmaður fyrirtækisins og skellti á. Eftir athugun DV kom í ljós að Garð- aumhirða er skráð á eiginkonu hans önnu Þóm Skarphéð- insdóttur. Ágúst Ragnarsson garðyrkjumaður Telur ekkert óeðlilegt við útboðið. Ósáttir við bæinn Garðyrkjumenn á Akureyri telja að bærinn hafi stigið alvarlegt feH- spor í þessu máh. Gengið sé til stórra samninga við „kennitöluflakkara sem vill græða gull og græna skóga," eins og reiður verkamaður orðaði það. Aðrir benda á að nýverið hafi bærinn mótmælt þeirri ákvörðun varðskipana að versla ekki olíu hér á landi. Nú virðast slflc rök engu máh skipta því htið sé fram hjá heima- mönnum sem eiga aht sitt undir verkefnum sem þessum. simon@dv.is „Það skilur enginrt neitt í þess- um vinnu- brögðum." Kristján Þór Júlíusson Var upptekinn með Ólafi Ragnari I gær svo ekki náðistfhann. Hraðakstursalda í Kópavogi Ökumenn bjóða hætt- unni heim Töluverður erih var hjá lögregl- unni í Kópavogi í gær og í fyrradag við að stöðva ökumenn við hraðakstur. Á fimmta tfmanum í gærdag höfðu á fjórða tug öku- manna verið teknir fyrir of hraðan akstur og var um verulega fjölgun að ræða frá því deginum áður þegar á annan tug höfðu verið stöðvaðir um svipað leyti. Að sögn lögreglunnar var sem hraðast ók tekinn á 140 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni. Sá öku- maður má búast við 60 þúsund króna sekt og tveggja mánaða svipt- ingu, miðað við reglugerð dóms- málaráðuneytisins. Annars voru brotin á víð og dreif um bæinn, jafnt á stofnbrautum sem íbúðagötum. Tugir teknir/1 tveim dögum stöðvaði Kópa- vogslögreglan um sextfu ökumenn fýrir of hraðan akstur. Lögreglan vih koma þeim skha- boðum th ökumanna að fara að hugsa sinn gang. Nú þegar nálgast tekur vorið séu börn meira á ferli á og við götur. ökumenn bfla séu ekki þeir einu sem séu á ferh og óvarleg- ur og of hraður akstur bjóði hætt- unni á alvarlegum slysum heim. Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið sækja í nóbelskáldið Leikhúsin vilja Laxness í haust Halldór Laxness við skrift- ir Vinsællhjá stóru leikhúsun- um i Reykjavík. Bæði stóru leikhúsin í Reykjavík stefha að því að sýna verk byggð á sögum Hahdórs Lax- ness næsta haust. Hafa forráðamenn Borgar- leikhússins sem og Þjóðleikhússins sett sig í samband við réttindaskrifstofu Hahdórs Laxness hjá Eddu útgáfu og falast eftir sýningarétú á verkum skáldsins. „Það er verið að skoða þetta en ekkert verið ákveðið," segir Dröfn Þórisdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu Hahdórs Laxness hjá Eddu, en neitar aðspurð að gefa upp hvað rétturinn að sýningu á Laxness- verki kostar. „Það er Borgarleikhúsið sem hef- ur áhuga á að setja upp Sölku Völku en Þjóðleik- húsið vih Gerplu," segir Dröfit. Salka Valka hefur tví- vegis verið sett á svið hér á landi. í annað skiptið í -_________J leikgerð Stefáns Baldurs- sonar þegar hann stýrði Leikfélagi Reykjavikur og svo síðar þegar María Elhngsen gerði leikgerð fyrir Hafnarfjarðarleikhúsið. Gerpla hefur hins vegar aldrei verið sýnd á sviði og þarf því að byrja á því að gera leikgerð eftir sögunni. Bæði leikhúsin stefiia að því að bjóða gestum sínum upp á Laxness á sviði í haust.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.