Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1945, Síða 16

Freyr - 01.05.1945, Síða 16
66 FRE YR landið í pólitískum kosningaáróðri og sitja á Alþingi. Um „bjálkann í eigin auga“, sem bún- aðarmálastjórinn minnist á, vil ég segja þetta: Ég tel mig ekki hafa getað unnið eins mikið fyrir bændaskólann og skóla- búið á Hvanneyri, eins og ég feginn hefði viljáð. Ég sá mér ekki fært að starfa í milliþinganefnd tilraunamála, þeirri, sem Steingrímur minnist á, en fékk til þess í minn stað Pétur Gunnarsson búfræði- kandidat. Þetta veit búnaðarmálastjórinn, því hann var sjálfur formaður þessarar nefndar. Ég hefi starfað allt of lítið í Verkfæranefnd ríkisins, enda hefi ég frétt, að búið sé að setja mig þar af og skipa formann Bf. ísl. í staðinn. Ég hefi neitað tvívegis að fara í framboð til Alþingis. Ég verð, því miður, að hryggja búnaðar- málastjórann með því, að ég er honum alveg ósammála, að íslenzkir bændvr séu hreinir snillingar að fóðra búfé, og að við eigum fjölda bænda, sem séu ágætir jarð- ræktarmenn, eins og hann segir í And- svari sínu. Að vísu veit ég ekki við hvað búnaðarmálastjórinn miðar þetta mikla álit sitt á bændunum í þessu efni. Ég hefi á síðastliðnum áratug kynnst mörgum bændum og búskap þeirra á Norðurlönd- um, mest í Danmörku og Noregi, og nú síðustu mánuðina í Bandaríkjum Ameríku. íslenzkir bændur standa bændum þessara þjóða hvergi nærri á sporði, hvorki í bú- fjárrækt né jarðrækt. Því miður. (Fyrir þessi ummæli mín myndi eflaust enginn íslenzkur bóndi kjósa mig á þing). Ég dái skáldin, sem búnaðarmálastjór- inn minnist á „úr röðum íslenzkra bænda“, þó kýs ég heldur, að bændurnir séu bændur og fremur en skáld, því fæstir munu valda hvorutveggju svo í lagi sé. Ég hefi nú dvalið hér í Bandaríkjum Ameríku um nokkurra mánaða skeið. Ég hefi eftir föngum reynt að kynna mér bú- fjárrækt, búnaðarfræðslu, störf ráðunauta, notkun búvéla og búskap bænda hér. Ég hefi heimsótt allmarga landbúnaðarhá- skóla, bændaskóla, tilraunastöðvar, ferð- ast nokkuð með ráðunautum og einn míns liðs meðal bænda. Eftir þetta hefi ég sannfærzt enn betur um, að okkur er mikil nauðsyn á auknum faglegum áróðri meðal bændanna á íslandi. Búnaðarfé- lag íslands þarf miklu meira fé til um- ráða. Það þarf að fjölga ráðunautum og veita þeim miklu betri starfsskilyrði en þeir hafa haft hingað til, meðal annars er þeim nauðsyn að hafa eigin bifreiðar til umráða. Framhaldsdeild í búnaðar- fræðslu þarf að komast á fót strax. Hér- aðsráðunautar í hvert hérað landsins. Búnaðarblaðið þarf að auka. Koma þarf á árlegum sýningum og mati á verkum bændanna o. fl., o. fl. Það er útúrsnúningur hjá búnaðar- málastjóranum, að ég ætlist til, að hinn faglegi áróður sé skrum og ósannindi. Hann á ekki að vera annað og þarf ekki að vera annað en hrein sannindi, þ. e. túlkun á vísindum og tækni nútímans og á staðreyndum um búskap ýmsra búnaðar- þjóða, sem standa okkur framar, og mögu- leika og bættar og nýjar aðferðir búnað- ar á íslandi. Ef Bf. ísl. segði allan sann- leikann í þessu efni, myndi faglegur á- róður þess margfaldast frá því sem nú er. Með kærri kveðju til íslands. P. t. University Farm, St. Poul. Minnesota, 15. janúar 1945. Runólfur Sveinsson. Kaupir náfiranni þinn Frey?

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.