Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1947, Síða 9

Freyr - 01.03.1947, Síða 9
FREYR 91 bú um alllangt skeið. Fyrirkomulag þeirrar tækni hefir nú verið fullkomnað, svo að réttmætt er talið að mæla með henni til afnota fyrir almenning. Tækni þeirri, sem hér er um að ræða, er Þannig fyrir komið, að nokkrar sköfur, jafnlangar og flórinn í fjósinu er breiður, eru festar á stálvíra, er liggja að endi- löngum flór. Þegar orkulindin dregur vír- ana færast sköfurnar eftir flórnum og úraga þá með sér það er í honum liggur unz það fellur í kassa, sem er við hinn enda flórsins, eða í rauf, sem er gerð í þeim tilgangi að taka við mykjunni, og tekur Þar við annað flutningakerfi, sem flytur áburðinn úr fjósinu. Kassi sá sem mykjan fellur í hreyfist einnig á stálvírum, er liggja í gegnum hlið- VeSg fjóssins og út á haug, en þar leika vírarnir um trissu á háum staur. Þegar kassinn með mykjunni er hátt yfir haugn- um hvolfist hann fyrir tilverknað sérstaks útbúnaðar og fellur þá það sem í honum er á hauginn, en kassinn fer áleiðis inn í fjós aftur. Hve mikilli útbreiðslu þessi útbúnaður uiun ná, er enn ekki séð. Sumarið 1945 var hann í tilraun á Gustavsberg, búgarði, sem ssensku samvinnufélögin eiga skammt frá Stokkhólmi, og sá ég hann þá í gangi en endurbætur hafa verið gerðar á kerfinu síðan. Um það skal þó sagt, að líklega verða slík tæki notuð á ýmsum stærri býl- um, en bændur sem hafa aðeins 10—30 Sripi í fjósi munu varla nota hann, fyrst um sinn að minnsta kosti. En vera má að endurbætur verði á gerðar svo að slíkt geti °rðið hvers manns gagn til afnota. Að þessu hafa svo margir ókostir loðað við sjálfvirk flórmoksturstæki, að mönn- irtl hefir ekki þótt keppikefli að fá þau í fjósin. Okostir þeirra hafa meðal annars verið taldir: Smithætta, ef næmur sjúkdómur er í fjósinu, slys, ef kýr standa í flór þegar sjálfvirki útbúnaðurinn fer í gang og eng- inn er í fjósi til eftirlits, og svo bilanir á kerfinu. Hvort hægt er, og á hvern hátt getur tekizt að komast hjá þessum ann- mörkum, mun reynslan sýna. 2. Jötur á færibandi. Miklu meiri athygli mun vekja önnur nýjung, sem þó er enn á tilraunastigi í Svíþjóð, en það er sjálfvirkt flutningakerfi fyrir fóðrið úr hlöðu í fjós. Hefir miklu fjármagni verið varið til tilrauna í þessum efnum. Sænskur verkfræðingur að nafni Sellergren, hefir unnið að þessu af kappi á búgarði sínum og rannsóknarstofnun landbúnaðarbyggjnga hefir aðstoðað. Hefir hún nokkur kerfi af svipuðu tagi til athug- unar og rannsókna. Kerfi Sellergrens er þannig, að á hring- braut, sem fest er í loftið yfir fjósinu, eru hengdar körfur, sem dregnar eru eftir brautinni, en þar eð brautin liggur fram hjá votheyshlöðu, kraftfóðurgeymslu og í þurrheyshlöðu, er hægt að setja í körfurnar allar tegundir fóðurs þegar þær hreyfast eftir brautinni. Hirðirinn getur verið úti í hlöðu í ró og næði og vegið eða mælt skammtinn í þá körfu, sem ákveðinni kú er ætluð. Hann fyllir körfuna, eða meysinn, mundum við segja, því að það er tréílát með vinkiljárn á hornum. Þegar gjafatími er kominn er aflgjafinn settur í gang, en hann knýr stálvírinn, sem dregur meysana inn í fjós eftir brautinni. Á hvern meys er fest spjald með nafni og öðrum upplýsing- um um hverja kú, svo og hve mikið fóður hún á að fá til þess að þörfinni sé fullnægt samkvæmt nythæð. Milligerðin milli báss og jötu er þannig útbúin, að lóðréttar stengur hreyfast til beggja hliða svo að kýrnar geti stungið

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.