Freyr - 01.03.1947, Síða 10
92
FREYR
Innimynd af fjósi í Ul-
tuna, Svíþjóö. í loftinu
sézt flutningabraut fyrir
fóðurvagna.
höfðum í jötuna, en milli gjafa er lokað.
Sjálfvifkur útbúnaður er hafður til þess
að opna fyrir kúnum, þegar tími er til að
þær fái fóðrið. Þegar meysarnir koma úr
hlöðu, er þeim þannig raðað, að hver meys
staðnæmist framan við ákveðna kú og er
hann raunverulega meys og jata í senn,
því að meysarnir eru í jötu stað unz kýrnar
hafa etið, en þá eru þeir dregnir í hlöðu
aftur.
Segir svo frá um þetta fyrirkomulag, að
því fylgi sá mikli kostur, að hægt sé að láta
morgungjöf í meysana og flytja þá á sinn
stað fyrir kýrnar að kvöld, en með sjálf-
virkum útbúnaði geta milligerðir opnazt
á ákveðnum tíma að morgni áður en hirðir
er kominn í fjósið og geta þá kýrnar byrjað
að eta.
í ritgerð um þessi efni skrifar Sellergren
verkfræðingur í Lantmannen no. 48 1946,
eftirfarandi:
„Með sjálfvirku fóðrunarkerfi, sjálf-
virkri flórhreinsun, hirðingu með hjálp
tækninnar, sjálfbrynningu, mjaltavélum og
nýtízku útbúnaði við meðferð mjólkurinn-
ar, á að vera hægt að skipuleggja fjósverkin
á hagrænan hátt. Þegar þessi hjálparmeð-
ul eru notuð geta tveir menn hirt 125 naut-
gripi og nokkur svín þar að auki. Með
aukinni vélanotkun við hirðingu búpen-
ings og önnur störf í fjósi, losna menn við
erfiðustu verkin og störf hirðanna verða
léttari.
Einkum þykir það erfitt verk að gefa
vothey. Ýmsir hirðar þreytast á því að
vega 25 kg. af A.I.V.-votheyi á dag handa
hverri kú. — Þess vegna er þörf á því að
fá tækni til hjálpar. Það er vitanlegt, að
dagsgjöf kýrinnar er vel skömmtuð þegar
hún fær á meðal annars 25—30 kg. vot-
hey og þessi skammtur vetrarlangt eykur
smjörfituna um 25—30 kg. á ári.
Með því að fóðra hverja kú eftir þörfum
hennar og á þann hátt, sem að framan er
greint, sparast fóður og engin skepna er
sett hjá, heldur fær sinn skerf nákvæm-
lega eins og hún á skilið.“
Af þessum ummælum er það auðsætt,
að ýmislegt stendur til bóta hjá þeim, sem
finnst það meðalmannsverk að hirða 10
kýr í fjósi.
Þótt hér sé ef til vill ofsagt, að því er