Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1947, Síða 15

Freyr - 01.03.1947, Síða 15
FREYR 93 þurfti árlega að meðaltali ca. 15% til að halda ánum við. Á bæjum í C-flokki ferst þó árlega úr mæðiveiki meira en 10%, því að meðalaldur fjárins er mun lægri en þar sem heilbrigt fé er. Ef mæðiveikin hætti t. d. skyndilega að drepa fé á þess- um bæjum, myndi viðhladið falla niður í 5—10% fyrstu 4—6 árin. Þótt viðhaldið í C-flokki sé svo hátt sem það er, þá er mikill munur á, hve það er lægra en á árunum í A-flokki, eða 13.3%. Þessi mun- ur er svo mikill að það má telja gerlegt að búa við vanhöldin í C-flokki en með öllu ógerlegt að reka arðvænleg fjárbú með þeim vanhöldum, sem eru á fénu í A-flokki. Meðalviðhaldið á öllum bæjunum í A,B og C-flokkum síðustu 7 árin hefir verið 30.9%. Hæst var það árið 1945, 37,7% en lægst 1941, 26.6%. Annars hafa sveiflur orðið litlar, hið árlega viðhald ánna á þessum bæjum hefir verið um 31% síðustu 7 árin, nema aðeins hærra 1943 og ’45 en lægra 1941 og ’44. Meðalvanhöldin hafa alls ekki farið minnkandi á þessu tíma- bili, (sjá töflu I.), þó þau hafi minnkað á sumum bæjum t. d. Kjalvararstöðum, þá hafa þau aukist á öðrum t. d. Nesi. Lítið hefir verið unnið að því, að kyn- bæta féð á þessum bæjum með tilliti til hreysti, nema á Kjalvararstöðum, Gils- bakka og Nesi. Þessar kynbætur hafa gert gagn á Kj alvararstöðum og lítilsháttar á Gilsbakka, en komið áð engu gagni í Nesi. Línurit A sýnir hve mörg % af ánum í hverjum flokki af hverjum árgangi síðan 1935, voru í janúar 1946 lifandi, dauðar úr mæðiveiki og dauðar af öðrum orsökum. Línurit C sýnir hins vegar hve mörg % af ánum í hverjum flokki af hverjum ár- gangi síðan 1935 hafa verið lifandi í árs- byrjun ár hvert síðan 1938. Sézt þar glöggt að fjárdauðinn er mestur á 3 og 4 aldurs- ári ánna. Á þeim 14 bæjum í Reykholtsdal og ná- grenni, sem hér um ræðir, var féð sam- tals, áður en mæðiveikin fór að geysa 3293 kindur. Fæst varð það 1939 aðeins 1569 en flest hefir það orðið aftur 2618 árið 1943 en síðan hefir því fækkað aftur niður í 2192 í ársbyrjun 1946. Miðfjörðurinn. Tafla II. og línurit B og D sýna van- höldin, viðhald fjárstofnsins o. fl. á þeim bæjum í Miðfirði, þar sem fylgst hefir verið með vanhöldum fjárins síðan 1939. Féð á þesum bæjum hefir verið flokk- að í 3 flokka A, B og C á sama hátt og í Reykholtsdal. í A-flokki, þar sem van- höldin hafa verið mest eru fjárstofnar af 17 bæjum, í B-flokki, þar sem vanhöldin hafa verið í meðallagi eru fjárstofnar af 11 bæjum en í C-flokki, þar sem vanhöldin hafa verið minnst, eru fjárstofnar af að- eins 5 bæjum. í A-flokki hefir meðalviðhald ánna síð- ustu 7 árin veriö 37.0%, í B-flokki 30.8% og í C-flokki 21.3%. Þetta eru svipaðar niðurstöður og í Reykholtsdal nema færra hefir farist á bæjunum í C-flokki í Mið- firði en í Reykholtsdal á sama tíma. — Hins vegar eru hlutfallslega mun fleiri fjárstofnar í A-flokki í Miðfirði en i Reykholtsdal, enda er féð í Miðfirði nokkru næmara en í Reykholtsdal. Miðalviðhald á öllum ánum í A, B og C- flokki 1 Miðfirði síðustu .7 árin hefir verið 32.6% en var 30.9% í Reykholtsdal Hæst var viðhaldið árið 1943, eða 41.1% en lægst árið 1939 aðeins 21.9%. Önnur ár hefir árlegt viðhald verið yfir 30% og lítill mun- ur á því frá ári til árs. Hið óvenjulega mikla viðhald ánna árið 1943 mun hafa orsakast að nokkru leyti

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.